Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Ég var ekki með brjál-aða framtíðarsýn, mig langaði bara að sjá hvað myndi gerast ef ég prófaði þetta. Það er eiginlega ótrúlegt hvað þetta hef- ur gengið vel og hvað þetta hef- ur verið mikið ævintýri. Ég hef blessunarlega ekki mikið þurft að auglýsa mig. Ég er búin að vera að þessu svo lengi og hef kynnst mörgu fólki á lífsleiðinni sem hef- ur bent á mig. Svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ segir Margrét Arnardóttir, lífeindafræðingur og harmonikkuleikari, sem var búin með tvö ár í doktorsnámi í lífeinda- fræði við Háskóla Íslands og starf- aði á Landspítalanum við rann- sóknir þegar hún tók ákvörðun um að hætta í náminu og einbeita sér alfarið að harmonikkunni. Síðan eru liðin tvö ár og Margrét hefur ekki litið um öxl, enda hefur hvert spennandi verkefnið rekið annað og síðustu misseri hafa verið æv- intýri líkust. Margrét er sjálf eins og hálfgerð ævintýraprinsessa, með fjólublátt hárið og íklædd mynstruðum kjól, þegar blaðamaður heimsækir hana í einstaklega notalega kjallaraíbúð- ina í gamla Vesturbænum. Fannst hún ekki ná að blómstra Margrét hefur spilað á harmonikku frá því hún var sjö ára en hún er 32 ára í dag. Hún á ekki langt að sækja áhugann því faðir hennar er harmonikkuleikari. Sem lítil stúlka átti hún mörg áhugamál en harm- onikkan stóð alltaf upp úr. Hún vissi strax að hún myndi aldrei hætta að spila á þetta magnaða hljóðfæri. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á harmonikkunni hjá pabba og foreldrar mínir áttuðu sig fljótt á því. Pabbi fékk ekkert að æfa því ég var alltaf mætt með forvitnis- glampa í augum og lét hann ekki í friði,“ segir Margrét sem fékk í framhaldinu litla rauða harmon- ikku sem hentaði henni. Nú er hún að spila á þriðju harmonikkuna og þarf að fara að skipta, en svona hljóðfæri kostar skildinginn. „Ef ég ætti alla peninga í heiminum þá myndi ég kaupa mér harmonikku á fjórar, fimm milljónir, en ég sé það ekki alveg gerast og er því að reyna að safna mér fyrir um tveggja millj- óna króna hljóðfæri. Þetta er svo stórt dæmi að hugsa um, en samt mikilvægt því þetta er auðvitað vinnutækið mitt.“ Margrét hlær þegar hún er spurð hvort það hafi ekki verið erfið ákvörðun að hætta í doktorsnám- inu eftir að hafa lagt mikla vinnu verkefnið. „Já, þetta var mjög „hea- vy“. Ég var auðvitað að vinna í ver- kefni sem ég var búin að taka að mér og vildi klára. En tilfinningin sem ég hafði samhliða var mjög beinskeytt. Ég hef stundum lýst þessu þannig að mér leið eins og ég væri viðarkubbur sem átti að líma við vegg, en það var verið að líma góðu hliðina inn. Mér fannst ég ekki ná að blómstra sem ég sjálf,“ útskýrir hún. „Svo fann ég að það var einhver gluggi að opnast í tón- listinni sem ég varð að stökkva á. Það var ekki eitthvað eitt verkefni sem ég gat fengið heldur fann ég að það var komin ákveðin eftirspurn og áhugi í samfélaginu fyrir harm- onikkunni. Það er algjör draumur að geta unnið við þetta og á sama tíma vera alltaf að vinna að því að bæta sig sem hljóðfæraleikara. Auk þess sem tónlistin veitir bara svo mikla lífsgleði og lífsfyllingu.“ Launin á spítalanum voru heldur ekki það að há að Margrét lækkaði mikið í launum við að breyta um starfsvettvang. „Ég hugsaði reynd- ar lítið um peninga þegar ég tók þessa ákvörðun, þetta snerist fyrst og fremst um sálartetrið. En vissu- lega þarf maður að eiga í sig og á og ég var alveg tilbúin í að taka alls- konar ótengda aukavinnu með ef þess þyrfti, en það hefur bara lítið sem ekkert komið til þess.“ Rosselini fram fyrir á klósettið Líkt og áður sagði hefur hvert spennandi verkefnið rekið annað hjá Margréti síðustu tvö árin. Ver- kefni erlendis standa upp úr, enda elskar hún að ferðast. „Ég er búin að fá að ferðast mjög mikið, sem er alveg æðislegt. Það er eitt það skemmtilegasta. Það er svo frábært að fá að sjá heiminn með harmon- ikkuna að vopni og fá að spila út um allt. Ég gæti alveg sætt mig við að fá að spila sem víðast um heim- inn,“ segir hún dreymin. Síðasta árið hefur hún til að mynda spilað með Bubba Morthens í Færeyjum og túrað um Þýskaland með tónlistarkonunni Sóleyju. Þá fór hún til Frakklands og kynnti íslenska tónlist í tengslum við EM, auk þess sem hún hefur sinnt ver- kefnum bæði í Lichtenstein og Bandaríkjunum. Vorið 2015 fylgdi hún líka aðstandendum kvik- myndarinnar Hrúta á kvikmynda- hátíðina í Cannes. Það var ansi mögnuð upplifun. „Við gistum Margrét skilur ekki þá mýtu að harmon- ikkutónlist sé bara fyrir eldra fólk, flutt af eldra fólki. Á meðan tónlist er skemmtileg á aldurinn ekki að skipta máli. Myndir | Hari Langar að ögra með harmonikkunni Margrét Arnardóttir hætti í doktorsnámi fyrir tveimur árum og ákvað að einbeita sér alfarið að harmonikkuleik. Síðan hefur hvert ævintýrið rekið annað. Hún hefur meðal annars slegið upp óvæntu harmonikkuballi í fjöllunum í Licthenstein og spilað í lopapeysu á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á harmonikkunni hjá pabba og foreldrar mínir áttuðu sig fljótt á því. Pabbi fékk ekkert að æfa því ég var alltaf mætt með forvitnis- glampa í augum og lét hann ekki í friði.“ ÚTSALA! H E I L S U R Ú M A R G H !!! 0 40 11 7 #3 ROYAL CORINNA 120 Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með poka-gorma kerfi ásamt botni og fótum. (Stærð 120x200 cm) 6.324 kr.* Á MÁNUÐI FULLT VERÐ 98.036 kr. ÚTSÖLUVERÐ 68.625 kr. 30% AFSLÁTTUR! (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.