Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 43
| 43FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017
innar kemur erindreki keisara-
veldisins til Íslands, ég meina
plánetunnar Lah‘mu, til að hand-
taka uppreisnarmanninn Galen.
Hann horfir í kringum sig, í stíf-
pressuðum einkennisbúningnum,
horfir svo á skítugan uppreisn-
armanninn og segir með fyrir-
litningu; „sveitastörf, í alvöru?“
Þarna er kominn veraldarvani
borgarbúinn og hans fyrirlitning á
sveitalubbanum, þessu salti jarðar
sem mun færa Ameríku, ég meina
vetrarbrautinni, sinn gamla mik-
ilfengleik.
Þá er hin trúarlega hlið mátt-
arins mun sterkari hér en í öðr-
um Stjörnustríðsmyndum. Þar er
alltaf einhver sem býr yfir þessum
mætti – sem gerir máttinn hluta
af raunveruleikanum, byggðan á
staðreyndum frekar en trú. Hér er
enginn útvalinn, Svarthöfði er eina
persónan sem án nokkurs vafa hef-
ur máttinn – annars eru þetta bara
venjulegar manneskjur og aðrar
geimverur – sem trúa á máttinn,
án þess að hafa nokkra sönnun fyr-
ir honum. Ein aðalpersónan telur
sig að vísu búa yfir mættinum – en
ekki einu sinni besti vinur hennar
trúir honum.
Í nokkrum lykilatriðum myndar-
innar heldur svo aðalhetjan okkar,
hún Jyn, fast um verndargripinn
sinn (sem er úr sömu kristölunum
og geislasverð jedi-riddaranna) á
meðan samherjar hennar reyna
að dýrka upp lása með hjálp tækn-
innar – og við fáum aldrei að vita
fyrir víst hvort það var trúin sem
flutti fjöll eða bara gamla góða
hyggjuvitið. Þannig eru trúarstef
lykilþáttur í myndinni – en þau eru
galopin og heittrúaðir múslimar og
heittrúaðir kristnir menn geta túlk-
að myndina sér í hag – og trúleys-
ingjarnir líka.
Loksins almennilegt stríð
Myndin er skilgreind sem hliðar-
saga – hún er ekki formlegur hluti
af aðalbálknum sjálfum, þótt að
vísu mætti alveg kalla hana Ep-
isode 3.5. Þetta þýðir að flestar
persónurnar fá bara þessa einu
mynd, það þarf ekki að halda nein-
um á lífi fyrir framhaldið eða vísa
í forverana. Þetta gefur heilmik-
ið frelsi – en í þessu eru líka inn-
byggðir veikleikar – Stjörnustríðs-
myndirnar gefa sér ekki mikinn
tíma í persónusköpun, sem reddast
þegar við höfum þrjár myndir til
að kynnast karakterunum – þannig
voru til dæmis Logi og Svarthöfði
orðnir góðkunningjar bíógesta
þegar menn komust loks að því að
þeir voru feðgar.
En plottið í myndinni má finna
í opnunartexta upprunalega
Stjörnustríðsins, þetta eru upp-
reisnarmennirnir sem stálu teikn-
ingunum, þetta eru fótgöngu-
liðarnir, þeir sem allir eru búnir
að gleyma á meðan Logi, Leia og
Han fengu allt hrósið. Hingað til
hefur Stjörnustríðið nefnilega
meira snúist um stjörnur en stríð,
stjörnurnar tákna fantasíuna – þar
sem allir eiga sér sitt sérsniðna
hlutverk, sín persónulegu örlög.
(Og hér kemur Höskuldarviðvörun
fyrir ykkur þessi fáu sem eigið eftir
að horfa – geymið lokaorðin þangað
til eftir bíóferð)
Í stríði hins vegar eiga allir sér
sama hlutverk – að berjast, og
mögulega deyja – fyrir málstað-
inn. Þau deyja fyrir vetrarbrautina
– en fyrir okkur, sem búum ekki
í þessari vetrarbraut – þá deyja
þau fyrst og fremst fyrir Loga,
Leiu og Han. Galli myndarinn-
ar er að marga þessa stríðsmenn
skortir karakter – því til hvers að
byggja upp persónuleika ef þú ert
að fara að deyja fyrir málstaðinn
á morgun?
Pixlarnir stela sálinni
Það er gömul hjátrú að ljósmynda-
vélin steli í manni sálinni. Annað
hvort er það bábilja eða við höfum
öll verið sálarlaus í meira en öld –
Robin Wright er tölvuteiknuð í heimi
sem þarf ekki alvöru leikara lengur.
en hins vegar er nýlegri hjátrú að
það steli sannarlega sálinni í manni
að vera tölvuteiknaður. Um þetta
fjallar raunar ein besta vísinda-
skáldsagnamynd síðustu ára, The
Congress, þar sem Robin Wright
leikur sjálfa sig, leikkonu sem fær
sitt hinsta hlutverk – og þarf ekki
að leika það nema í klukkustund.
Hún er skönnuð inn í tölvukerfi
sem varðveitir allar hennar tilfinn-
ingar og tjáningu – og eftir það er
hún orðin ódauðleg og getur leik-
ið í bíómyndum til eilífðarnóns.
En um leið er hún orðin fullkom-
lega gagnslaus – hún getur hér eft-
ir setið heima á meðan leikstjórar
heimsins „downloada“ henni eftir
hentisemi.
Þessi fantasía átti sér stoð í raun-
veruleikanum; höfðum alvarlegra
leikara var skeytt á höfuð klám-
myndaleikara í Nymphomaniac
og höfði aðalleikkonunnar í Málm-
hausi var skeytt á atvinnugítarleik-
ara í erfiðustu tónlistaratriðunum.
En fantasían byrjar þó fyrst að
verða raunveruleiki í Rogue One,
þar sem Peter Cushing stígur upp
úr sinni 22 ára gröf og hin sextuga
Carrie Fisher verður skyndilega
nítján ára á nýjan leik. Fisher dó á
meðan þessi pistill var skrifaður –
dó um leið og henni var tryggt ei-
líft pixelarað líf, orðin ódauðleg og
óþörf, fyrsta leikkonan sem tölvu-
tæknin léði eilífa æsku. Það skipt-
ir ekki öllu að glöggir bíógestir
hafi séð að ekki var allt með feldu,
tæknin á bara eftir að batna.
Þetta er óþægileg og lítt könnuð
siðferðisklípa. Hvað ef þetta verð-
ur nýtt í ævisögulegum myndum,
hvað ef andlitið á Jackie Kennedy
hefði til dæmis verið tölvuteikn-
að ofan á andlit Natalie Portman
í væntanlegri ævisögu? Mörk
skáldskapar og raunveruleika
verða fljót að þurrkast út í slíkum
heimi, heimi handan alls sann-
leika. Heimi þar sem raddhermar
eru orðnir svo fullkomnir að við
getum ekki bara lífgað Carrie Fis-
her við, heldur líka Bowie, Cohen,
Prince og George Michael. Við
erum um það bil að læra að ljósrita
manneskjur almennilega – og það
þýðir að við getum fengið okkar
Stjörnustríðsmyndir áfram næstu
fjörutíu árin – og nú þarf ekki einu
sinni að skipta um leikara lengur.
Hin eilífa endurtekning nær full-
komnun sinni og stjörnur bernsk-
unnar þurfa aldrei að deyja. Um
leið endurnýjar keisaraveldið sig
alltaf aftur, uppreisnarmennirn-
ir eru ávallt fengnir til að vinna
fyrir keisaraveldið á einhvern nýj-
an hátt. Þannig endurnýjar kerf-
ið sig alltaf og snýr á listamennina
– jafnvel það kerfi sem þeir sjálfir
sköpuðu.
SE Xcover 3
550