Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 43

Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 43
| 43FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 innar kemur erindreki keisara- veldisins til Íslands, ég meina plánetunnar Lah‘mu, til að hand- taka uppreisnarmanninn Galen. Hann horfir í kringum sig, í stíf- pressuðum einkennisbúningnum, horfir svo á skítugan uppreisn- armanninn og segir með fyrir- litningu; „sveitastörf, í alvöru?“ Þarna er kominn veraldarvani borgarbúinn og hans fyrirlitning á sveitalubbanum, þessu salti jarðar sem mun færa Ameríku, ég meina vetrarbrautinni, sinn gamla mik- ilfengleik. Þá er hin trúarlega hlið mátt- arins mun sterkari hér en í öðr- um Stjörnustríðsmyndum. Þar er alltaf einhver sem býr yfir þessum mætti – sem gerir máttinn hluta af raunveruleikanum, byggðan á staðreyndum frekar en trú. Hér er enginn útvalinn, Svarthöfði er eina persónan sem án nokkurs vafa hef- ur máttinn – annars eru þetta bara venjulegar manneskjur og aðrar geimverur – sem trúa á máttinn, án þess að hafa nokkra sönnun fyr- ir honum. Ein aðalpersónan telur sig að vísu búa yfir mættinum – en ekki einu sinni besti vinur hennar trúir honum. Í nokkrum lykilatriðum myndar- innar heldur svo aðalhetjan okkar, hún Jyn, fast um verndargripinn sinn (sem er úr sömu kristölunum og geislasverð jedi-riddaranna) á meðan samherjar hennar reyna að dýrka upp lása með hjálp tækn- innar – og við fáum aldrei að vita fyrir víst hvort það var trúin sem flutti fjöll eða bara gamla góða hyggjuvitið. Þannig eru trúarstef lykilþáttur í myndinni – en þau eru galopin og heittrúaðir múslimar og heittrúaðir kristnir menn geta túlk- að myndina sér í hag – og trúleys- ingjarnir líka. Loksins almennilegt stríð Myndin er skilgreind sem hliðar- saga – hún er ekki formlegur hluti af aðalbálknum sjálfum, þótt að vísu mætti alveg kalla hana Ep- isode 3.5. Þetta þýðir að flestar persónurnar fá bara þessa einu mynd, það þarf ekki að halda nein- um á lífi fyrir framhaldið eða vísa í forverana. Þetta gefur heilmik- ið frelsi – en í þessu eru líka inn- byggðir veikleikar – Stjörnustríðs- myndirnar gefa sér ekki mikinn tíma í persónusköpun, sem reddast þegar við höfum þrjár myndir til að kynnast karakterunum – þannig voru til dæmis Logi og Svarthöfði orðnir góðkunningjar bíógesta þegar menn komust loks að því að þeir voru feðgar. En plottið í myndinni má finna í opnunartexta upprunalega Stjörnustríðsins, þetta eru upp- reisnarmennirnir sem stálu teikn- ingunum, þetta eru fótgöngu- liðarnir, þeir sem allir eru búnir að gleyma á meðan Logi, Leia og Han fengu allt hrósið. Hingað til hefur Stjörnustríðið nefnilega meira snúist um stjörnur en stríð, stjörnurnar tákna fantasíuna – þar sem allir eiga sér sitt sérsniðna hlutverk, sín persónulegu örlög. (Og hér kemur Höskuldarviðvörun fyrir ykkur þessi fáu sem eigið eftir að horfa – geymið lokaorðin þangað til eftir bíóferð) Í stríði hins vegar eiga allir sér sama hlutverk – að berjast, og mögulega deyja – fyrir málstað- inn. Þau deyja fyrir vetrarbrautina – en fyrir okkur, sem búum ekki í þessari vetrarbraut – þá deyja þau fyrst og fremst fyrir Loga, Leiu og Han. Galli myndarinn- ar er að marga þessa stríðsmenn skortir karakter – því til hvers að byggja upp persónuleika ef þú ert að fara að deyja fyrir málstaðinn á morgun? Pixlarnir stela sálinni Það er gömul hjátrú að ljósmynda- vélin steli í manni sálinni. Annað hvort er það bábilja eða við höfum öll verið sálarlaus í meira en öld – Robin Wright er tölvuteiknuð í heimi sem þarf ekki alvöru leikara lengur. en hins vegar er nýlegri hjátrú að það steli sannarlega sálinni í manni að vera tölvuteiknaður. Um þetta fjallar raunar ein besta vísinda- skáldsagnamynd síðustu ára, The Congress, þar sem Robin Wright leikur sjálfa sig, leikkonu sem fær sitt hinsta hlutverk – og þarf ekki að leika það nema í klukkustund. Hún er skönnuð inn í tölvukerfi sem varðveitir allar hennar tilfinn- ingar og tjáningu – og eftir það er hún orðin ódauðleg og getur leik- ið í bíómyndum til eilífðarnóns. En um leið er hún orðin fullkom- lega gagnslaus – hún getur hér eft- ir setið heima á meðan leikstjórar heimsins „downloada“ henni eftir hentisemi. Þessi fantasía átti sér stoð í raun- veruleikanum; höfðum alvarlegra leikara var skeytt á höfuð klám- myndaleikara í Nymphomaniac og höfði aðalleikkonunnar í Málm- hausi var skeytt á atvinnugítarleik- ara í erfiðustu tónlistaratriðunum. En fantasían byrjar þó fyrst að verða raunveruleiki í Rogue One, þar sem Peter Cushing stígur upp úr sinni 22 ára gröf og hin sextuga Carrie Fisher verður skyndilega nítján ára á nýjan leik. Fisher dó á meðan þessi pistill var skrifaður – dó um leið og henni var tryggt ei- líft pixelarað líf, orðin ódauðleg og óþörf, fyrsta leikkonan sem tölvu- tæknin léði eilífa æsku. Það skipt- ir ekki öllu að glöggir bíógestir hafi séð að ekki var allt með feldu, tæknin á bara eftir að batna. Þetta er óþægileg og lítt könnuð siðferðisklípa. Hvað ef þetta verð- ur nýtt í ævisögulegum myndum, hvað ef andlitið á Jackie Kennedy hefði til dæmis verið tölvuteikn- að ofan á andlit Natalie Portman í væntanlegri ævisögu? Mörk skáldskapar og raunveruleika verða fljót að þurrkast út í slíkum heimi, heimi handan alls sann- leika. Heimi þar sem raddhermar eru orðnir svo fullkomnir að við getum ekki bara lífgað Carrie Fis- her við, heldur líka Bowie, Cohen, Prince og George Michael. Við erum um það bil að læra að ljósrita manneskjur almennilega – og það þýðir að við getum fengið okkar Stjörnustríðsmyndir áfram næstu fjörutíu árin – og nú þarf ekki einu sinni að skipta um leikara lengur. Hin eilífa endurtekning nær full- komnun sinni og stjörnur bernsk- unnar þurfa aldrei að deyja. Um leið endurnýjar keisaraveldið sig alltaf aftur, uppreisnarmennirn- ir eru ávallt fengnir til að vinna fyrir keisaraveldið á einhvern nýj- an hátt. Þannig endurnýjar kerf- ið sig alltaf og snýr á listamennina – jafnvel það kerfi sem þeir sjálfir sköpuðu. SE Xcover 3 550
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.