Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Ásgeir H Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Einu sinni fyrir langa, langa löngu í vetrarbraut langt, langt í burtu.“ Svona byrjaði þetta, svona byrjar þetta alltaf. Þið þekkið þetta. Þetta er loforð ævintýrisins, hér getið þið gleymt ykkur, gleymt samtíman- um, gleymt grámóskulegum raun- veruleikanum og upplifað heim með alvöru hetjum og skúrkum. En nýlega varð smá truf l- un í mætti ævintýrisins, sumir Byltingin verður ekki tölvuteiknuð Stjörnustríð og heilagt stríð, hryðjuverkamenn og gervileikarar. harðsvíruðustu stuðningsmenn ný- kjörins Bandaríkjaforseta fullyrtu að nýjasta Stjörnustríðsmyndin væri árás á Trump og kölluðu eftir að menn sniðgengju myndina. Lof- orð ævintýrisins hafði verið svikið og þeir ætluðu sko ekki að taka þátt í þessu. Chris Weitz, annar handritshöf- undur myndarinnar, kynnti bál- ið þegar hann tísti: „Vinsamlegast athugið að keisaraveldið er stofnun sem byggir á hugmyndinni um yfir- burði hvíta kynstofnsins,“ og Rian Johnson, leikstjóri Stjörnustríðs- myndar næsta árs (já, það lítur út fyrir að nýtt Stjörnustríð verði ár- legur viðburður í nánustu framtíð), bætti nýlega um betur þegar hann varði hinn alræmda forleiks-þrí- leik Stjörnustríðs-myndanna með orðunum: „Forleikurinn er 7 tíma löng barnamynd um hvernig ótt- inn við missi breytir góðmennum í fasista.“ Gremja öfgahægrimannana er í sjálfu sér að einhverju leyti rétt- mæt – það er alveg skotið á þá í nýj- ustu myndinni – jafnvel meira en áður. Enda svíkja ævintýrin alltaf þessi loforð. Þessi svik eru inn- byggð í þau, við semjum þessi æv- intýri. Þetta loforð er bara tróju- hestur til þess að fá okkur til þess að hugsa öðruvísi um heiminn. En það geta ýmsir fengið far með þess- um trójuhesti. Jihad-pláneta Che Guevara Upprunalega var Stjörnustríð óður til gamalla barnaævintýra í æsku George Lucasar. En mynd- irnar sóttu líka í mannkyns- söguna; myndmálið virtist einfalt við fyrstu sýn – keisaraveldið sótti innblástur sinn til nasistanna og Jedi-riddararnir voru samúræj- ar himingeimsins. En um leið viðurkenndi Lucas að hafa verið undir áhrifum frá stríðs- myndum æskunnar – um heim- styrjöldina síðari, síðasta „góða“ stríðið. Það stríð mundi Lucas þó varla nema í gegnum bíómynd- ir (hann var eins árs þegar því lauk) – stríðið sem hann ólst upp við var Víetnam-stríðið, „vonda“ stríðið sem fylgdi í kjölfarið – fyrir heimsveldi Bandaríkjanna altént, sem máttu láta í lægra haldi fyrir lítilmagnanum, alveg eins og í Star Wars, þar sem veikleiki risans felst í grandaleysi hans og hroka. Þetta hefur vissulega alltaf ver- ið undirliggjandi í Stjörnustríðs- myndunum – en aldrei jafn aug- ljóst og í Rogue One. Orðfærið allt er kunnuglegt úr fréttatímunum og uppreisnarmennirnir leynast í þetta skiptið í hersetinni borg sem minnir helst á hersetna Bagdad eða Kabúl. Leiðtogi herskáustu skærulið- anna heitir svo Saw Gerrera og leynist á plánetunni Jedha, við erum bara örlítilli misheyrn frá því að heyra Che Guevara og Ji- had. Pólitíkin er nær Che en fagurfræðin nær Íslamska ríkinu eða Al-Kaída. Á meðan ógn- ar heimsveldið þeim með dauðageisla sem minnir til skiptis á kjarnorkusprengjuna sem Banda- ríkjamenn notuðu til að ljúka síðari heimstyrjöldinni og ofurnákvæma drónana sem þeir fjarstýra núorðið öllum sínum stríðum með. Ofurná- kvæm drónaárás með kraft kjarn- orkusprengju. Sumsé, höfuðandstæðingar bandaríska heimsveldisins fá hér að verða hetjur í allra stærstu bíó- myndum peningamaskínunnar Hollywood og Kanarnir sjálfir eru orðnir skúrkarnir – hvað kemur til? Veikleikinn í vélinni Myndin snýst um það að uppreisn- armennirnir komast yfir teikn- ingarnar af Helstirninu – en þar má finna veikleikann sem Logi, Leia og Han Solo áttu eftir að nýta sér í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni (sem gerist skömmu á eftir þessari). Þessi veikleiki er ekki þarna óvart, honum var komið fyrir af pabba aðalpersónunnar, sem virðist hafa gengið úr þjónustu keisaraveld- isins aðeins til þess að svíkja svo uppreisnarmennina – að því er Uppreisnar- mennirnir áður en þeir halda í bardaga við keisaraveldið. Aðalpersóna Rogue One er Jyn (Felicy Jones) – dóttir mannsins sem smíðaði Helstirnið. Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur Galen, vopnasmiðinn sem reynir fyrir sér við landbúnaðarstörf. Upprunalega var Stjörnu- stríð óður til gamalla barnaævintýra í æsku George Lucasar. En mynd- irnar sóttu líka í mann- kynssöguna; myndmálið virtist einfalt við fyrstu sýn – keisaraveldið sótti innblástur sinn til nasist- anna og Jedi-riddararnir voru samúræjar himin- geimsins. hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.