Fréttatíminn - 06.01.2017, Page 40

Fréttatíminn - 06.01.2017, Page 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Ásgeir H Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Einu sinni fyrir langa, langa löngu í vetrarbraut langt, langt í burtu.“ Svona byrjaði þetta, svona byrjar þetta alltaf. Þið þekkið þetta. Þetta er loforð ævintýrisins, hér getið þið gleymt ykkur, gleymt samtíman- um, gleymt grámóskulegum raun- veruleikanum og upplifað heim með alvöru hetjum og skúrkum. En nýlega varð smá truf l- un í mætti ævintýrisins, sumir Byltingin verður ekki tölvuteiknuð Stjörnustríð og heilagt stríð, hryðjuverkamenn og gervileikarar. harðsvíruðustu stuðningsmenn ný- kjörins Bandaríkjaforseta fullyrtu að nýjasta Stjörnustríðsmyndin væri árás á Trump og kölluðu eftir að menn sniðgengju myndina. Lof- orð ævintýrisins hafði verið svikið og þeir ætluðu sko ekki að taka þátt í þessu. Chris Weitz, annar handritshöf- undur myndarinnar, kynnti bál- ið þegar hann tísti: „Vinsamlegast athugið að keisaraveldið er stofnun sem byggir á hugmyndinni um yfir- burði hvíta kynstofnsins,“ og Rian Johnson, leikstjóri Stjörnustríðs- myndar næsta árs (já, það lítur út fyrir að nýtt Stjörnustríð verði ár- legur viðburður í nánustu framtíð), bætti nýlega um betur þegar hann varði hinn alræmda forleiks-þrí- leik Stjörnustríðs-myndanna með orðunum: „Forleikurinn er 7 tíma löng barnamynd um hvernig ótt- inn við missi breytir góðmennum í fasista.“ Gremja öfgahægrimannana er í sjálfu sér að einhverju leyti rétt- mæt – það er alveg skotið á þá í nýj- ustu myndinni – jafnvel meira en áður. Enda svíkja ævintýrin alltaf þessi loforð. Þessi svik eru inn- byggð í þau, við semjum þessi æv- intýri. Þetta loforð er bara tróju- hestur til þess að fá okkur til þess að hugsa öðruvísi um heiminn. En það geta ýmsir fengið far með þess- um trójuhesti. Jihad-pláneta Che Guevara Upprunalega var Stjörnustríð óður til gamalla barnaævintýra í æsku George Lucasar. En mynd- irnar sóttu líka í mannkyns- söguna; myndmálið virtist einfalt við fyrstu sýn – keisaraveldið sótti innblástur sinn til nasistanna og Jedi-riddararnir voru samúræj- ar himingeimsins. En um leið viðurkenndi Lucas að hafa verið undir áhrifum frá stríðs- myndum æskunnar – um heim- styrjöldina síðari, síðasta „góða“ stríðið. Það stríð mundi Lucas þó varla nema í gegnum bíómynd- ir (hann var eins árs þegar því lauk) – stríðið sem hann ólst upp við var Víetnam-stríðið, „vonda“ stríðið sem fylgdi í kjölfarið – fyrir heimsveldi Bandaríkjanna altént, sem máttu láta í lægra haldi fyrir lítilmagnanum, alveg eins og í Star Wars, þar sem veikleiki risans felst í grandaleysi hans og hroka. Þetta hefur vissulega alltaf ver- ið undirliggjandi í Stjörnustríðs- myndunum – en aldrei jafn aug- ljóst og í Rogue One. Orðfærið allt er kunnuglegt úr fréttatímunum og uppreisnarmennirnir leynast í þetta skiptið í hersetinni borg sem minnir helst á hersetna Bagdad eða Kabúl. Leiðtogi herskáustu skærulið- anna heitir svo Saw Gerrera og leynist á plánetunni Jedha, við erum bara örlítilli misheyrn frá því að heyra Che Guevara og Ji- had. Pólitíkin er nær Che en fagurfræðin nær Íslamska ríkinu eða Al-Kaída. Á meðan ógn- ar heimsveldið þeim með dauðageisla sem minnir til skiptis á kjarnorkusprengjuna sem Banda- ríkjamenn notuðu til að ljúka síðari heimstyrjöldinni og ofurnákvæma drónana sem þeir fjarstýra núorðið öllum sínum stríðum með. Ofurná- kvæm drónaárás með kraft kjarn- orkusprengju. Sumsé, höfuðandstæðingar bandaríska heimsveldisins fá hér að verða hetjur í allra stærstu bíó- myndum peningamaskínunnar Hollywood og Kanarnir sjálfir eru orðnir skúrkarnir – hvað kemur til? Veikleikinn í vélinni Myndin snýst um það að uppreisn- armennirnir komast yfir teikn- ingarnar af Helstirninu – en þar má finna veikleikann sem Logi, Leia og Han Solo áttu eftir að nýta sér í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni (sem gerist skömmu á eftir þessari). Þessi veikleiki er ekki þarna óvart, honum var komið fyrir af pabba aðalpersónunnar, sem virðist hafa gengið úr þjónustu keisaraveld- isins aðeins til þess að svíkja svo uppreisnarmennina – að því er Uppreisnar- mennirnir áður en þeir halda í bardaga við keisaraveldið. Aðalpersóna Rogue One er Jyn (Felicy Jones) – dóttir mannsins sem smíðaði Helstirnið. Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur Galen, vopnasmiðinn sem reynir fyrir sér við landbúnaðarstörf. Upprunalega var Stjörnu- stríð óður til gamalla barnaævintýra í æsku George Lucasar. En mynd- irnar sóttu líka í mann- kynssöguna; myndmálið virtist einfalt við fyrstu sýn – keisaraveldið sótti innblástur sinn til nasist- anna og Jedi-riddararnir voru samúræjar himin- geimsins. hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.