Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 64
8 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2017NÁMSKEIÐ Of gaman til að fara í frímínútur Vorönn við Hússtjórnarskólann í Reykjavík hefst 9. janúar 2017 og enn eru nokkur pláss laus. Unnið í samstarfi við Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Skólasetning Við Hússtjórnarskólann í Reykjavík er 9. janúar 2017 klukkan 08.30 og að henni lokinni hefst skólinn. Enn eru nokkur laus pláss á vorönn. Margrét Dórothea Sigfúsdótt- ir skólastýra er full tilhlökkunar. Nemendur skólans munu á einni önn læra að elda, prjóna, sauma, þrífa og allt milli himins og jarðar. Stærstur hluti nemenda er ungar konur en einstaka karlmaður slæðist þangað inn. „Nemendurnir eru fólk sem langar að læra að elda, prjóna, geta saumað á sig flíkur og geta rekið heimili,“ segir Margrét sem hefur stýrt skólanum í 18 ár. Flest- ir nemendur koma beint eftir stúdentspróf og eru á aldrinum 18 til 26 ára. Aðspurð segir hún að ungt fólk í dag virðist kunna minna til verka inn á heimilinu en áður og því sé full þörf á því námi sem skólinn býður upp á. „Sumir hafa varla séð strau- járn,“ segir hún kímin á svip. Hvernig á að strauja og hugsa um föt er eitt af því sem kennt er við skólann, en námið er fjölbreytt og skemmtilegt. „Mér finnst skemmtilegast að komast í eldhúsið að kenna og miðla. Það er líka svo gaman að vera með þessu unga fólki,“ seg- ir Margrét. Í skólanum er kennt hvernig á að elda frá grunni og Hæfir þjálfarar og hóptímar sem henta öllum Birkir Vagn, einkaþjálfari í World Class, segir að árið fari vel af stað og allir geti fundið þjálfun við sitt hæfi í World Class stöðvunum. Unnið í samstarfi við World Class Það er alltaf mikið af fólki hjá okkur í World Class--stöðvunum í janúar og það er nóg í boði fyrir alla,“ segir Birkir Vagn Ómarsson, íþróttafræðingur og einkaþjálfari í World Class í Laugum. Heilsuræktin á hug og hjörtu landsmanna nú á nýju ári og í World Class er mikill fjöldi af hæf- um einkaþjálfurum og hóptímar sem henta öllum. „Það er mjög vinsælt að leita til einkaþjálfara og fólk gerir það af ýmsum ástæðum. Sumir þurfa einfaldlega félaga til að koma sér á æfingu. Þeir kunna kannski al- veg æfingarnar en þurfa hvatn- inguna sem felst í því að vera með einkaþjálfara. Svo eru það byrjendur sem þurfa á leiðsögn að halda. Það er mjög gott að fá persónulega þjónustu í byrjun, þá lærir fólk rétta líkamsbeitingu við framkvæmd æfinga. Fólk sem er í góðu formi leitar líka til einkaþjálfara og sækir þá í að hafa æfingarnar erfiðar og hvetjandi. Það er mjög algengt að fólk sem æfir sjálft sé að taka æfingar sem því finnst skemmti- legar eða æfingar sem það er gott í. Það eru mjög fáir sem nenna að gera eitthvað sem þeir eru lélegir í. Einkaþjálfari lætur þig líka gera hvernig á að útbúa hefðbundinn íslenskan heimilismat, til dæmis hvernig á að steikja fisk, búa til fiskibollur, steikja hrygg og annað í þeim dúr. Auk þess sem ráðist er í sláturgerð og sultugerð. Nemendahópnum er skipt í tvo hluta og annar hópurinn er í eld- húsinu en hinn fer í handavinnu og er þar í útsaumi, fatasaumi og ræstingu. „Við kennum í einni lotu á daginn og oftast finnst öllum svo gaman að vinna að frímínútum er gjarnan sleppt.“ Á miðri önn skipta hóparnir aftur. Prjón og vefnaður er á dagskrá alla önnina fyrir báða hópana auk þess sem ýmislegt annað er kennt, til dæmis næringarfræði og vörufræði. „Við kennum ýmislegt smálegt sem auðveldar manni lífið, til dæmis hvernig hægt er að láta flíkur og húsgögn endast með réttri um- hirðu, hvernig á að ná fitublettum úr fötum, hvernig á að umgangast þvottavélarnar svo það komi ekki fýla af fötunum og hvernig á að nota þurrkara, svo dæmi séu nefnd. Þrif eru eitt af því sem við kennum mjög vel og það kemur mörgum til dæmis á óvart að gömlu vaskarnir í skólanum líta allir út eins og þeir séu nýir,“ segir Margrét. Stór hluti nemenda kýs að dvelja á heimavist skólans á meðan önn- in stendur yfir, en oftast eru það nemendur sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins. „Krakkar sem búa í úthverfunum velja líka að vera á heimavistinni, enda er það svo gam- an. Þar myndast mikil vinátta og allir sitja saman í klessu á kvöldin og prjóna saman yfir sjónvarpinu. Þetta eru fullorðnar stelpur og aldrei neitt vesen á þeim. Þegar önninni lýkur þá eru oftast felld tár, faðmast og teknar myndir til að minnast góðra stunda.“ Eins og áður sagði eru enn nokkur pláss laus og um að gera fyrir þá sem áhuga hafa á því fjölbreytta námi sem fer fram í Hússtjórnarskólanum að grípa gæsina. Allar upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu skólans Hússtjórnarskolinn.is eða í síma 551 1578. það sem er leiðinlegt og þú færð meira út úr æfingunni fyrir vikið,“ segir Birkir Vagn. „Það er misjafnt hvort fólki finnst henta að vera eitt og sér hjá einkaþjálfara eða í hópi. Vinsælt er að vera þrír, fjórir eða fimm saman í hópi, þá kemur aukin hvatning og pressa frá þeim sem eru með þér í hópi,“ segir Birkir Vagn sem er einn vinsælasti þjálfarinn í World Class. Mikill fjöldi einkaþjálfara starfar í World Class og er hægt að kynna sér þá á heimasíðunni, www.worldclass.is. Birkir Vagn kennir vinsæla tabata-tíma í Laugum í hádeginu á virkum dögum. Allt að hundrað manns æfa hjá honum í hverju hádegi svo væntanlega er um vinsælustu hóptímana hér á landi að ræða. „Það er oft býsna mikil stemning,“ segir Birkir Vagn. „Þetta er mikil keyrsla í 45 mín- útur, brennsla og lyftingar í bland. Sumir láta sér nægja að mæta í þessa tíma þrisvar í viku, skella sér kannski í hot jóga hina tvo dagana,“ segir Birkir Vagn þegar hann er beðinn að lýsa tabata- -tímunum. „Þetta eru mjög fjölbreyttir tímar sem henta öllum. Þarna eru einfaldar æfingar sem eru gerðar í miklu tempói, eins og að hlaupa á staðnum og hnébeygjur með léttum þyngdum. Þeir sem mæta í tabata-tímana eru alveg frá 18-20 ára krökkum upp í sextugt fólk,“ segir hann. Aðrir hóptímar sem notið hafa mikilla vinsælda að undanförnu eru Unglingahreysti sem eru fyrir krakka í 7.-10. bekk. „World Class reynir að koma til móts við alla og þessir tíma eru frábærir fyrir krakkana, hvort sem þú ert í íþróttum eða ekki. Líka þá sem finna sig ekki í hefðbundnum æfingum en vilja fá hreyfinguna. Krakkarnir æfa tvisvar í viku und- ir leiðsögn þjálfara og þarna hef- ur myndast mjög góð stemning. Tímarnir hafa líka þjappað krökkum úr mismunandi skólum saman,“ segir Birkir Vagn. Hann segir að æfingarnar í Unglingahreysti séu hefðbundnar. Mikið sé unnið með eigin líkams- þyngd og ekki séu neinar þungar lyftingar. „Þegar ég er að þjálfa reyni ég að blanda saman leikjum sem krakkar þekkja. Við förum til dæmis stundum í skotbolta þannig að ef þú ert skotinn þarftu að taka tíu froskahopp eða eitt- hvað slíkt. Krakkarnir fá fræðslu um mataræði og almenn heilsu- ráð, sem virðist oft ekki veita af. En fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt.“ Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, segir námið í skól- anum fjölbreytt og skemmtilegt og mikil vinátta myndist meðal nemenda Mynd | Rut Birkir Vagn Ómarsson íþróttafræðingur er einn vinsælasti þjálfari í World Class. Það er alltaf fullt af fólki í tabata-tímum hans í hádeginu og Unglingahreysti hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda. Mynd | Hari Fjöldi frábærra þjálfara eru í World Class stöðvunum. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.