Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017
VONDU KERFIN:
skattKERFIÐ
Hátekjuskattur veikur á Íslandi
Portúgal 61.3%
Slóvenía 61.1%
Belgía 58.4%
Finnland 57.5%
Svíþjóð 57.0%
Japan 56.2%
Danmörk 55.8%
Frakkland 55.0%
Holland 52.1%
Írland 51.0%
Grikkland 50.0%
Austurríki 50.0%
Ísrael 50.0%
Kanada 49.5%
Ástralía 49.0%
Ítalía 48.8%
Bandaríkin 48.6%
Þýskaland 47.5%
Noregur 47.2%
Bretland 47.0%
Spánn 46.0%
Lúxemborg 45.5%
ÍSLAND 44.4%
Kórea 43.2%
Sviss 41.7%
Chile 40.0%
Pólland 38.8%
Tyrkland 35.8%
Slóvakía 35.1%
Mexíkó 35.0%
Ungverjaland 34.5%
Nýja Sjáland 33.0%
Tékkland 31.1%
Eistland 21.3%
Hátekjuskattur
Hæsta þrep tekjuskatts, að teknu tilliti
til persónuafsláttar, er óvenjulágt
á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að
tekjuskattsbyrði meðallauna er með
því allra hæsta sem þekkist. Það merkir
að hátekjufólk ber mun léttari byrðar
á Íslandi í samanburði við meðal- og
lágtekjufólk en tíðkast í öðrum löndum.
Hæsta þrep tekjuskattsins er ekki lægra
hjá öðrum löndum í okkar heimshluta.
Það er reyndar ívið lægra í auðmanna-
landinu Sviss en annars eru það aðeins
lönd Austur-Evrópu og utan Evrópu sem
hafa lægri hátekjuskatt. Meðaltal Norð-
urlandanna er 54,3 prósent en aðeins
44,4 prósent á Íslandi. Það merkir að
fólk sem hefur 2 milljónir króna í tekjur
og fer í efsta þrep eftir eina milljón
króna borgar nærri 100 þúsund krónum
minna í skatt á Íslandi en það myndi
gera að meðaltali á Norðurlöndunum,
hefur 1,2 milljón króna léttari skatt-
byrði á ári.
Byggt á upplýsingum frá OECD
Íslendingar innheimta lægri
hátekjuskatt en flestar nágranna-
þjóðir og mun lægri en á hinum
Norðurlöndunum. Erfitt er að
segja til um hversu miklar tekjur
ríkissjóður missir af þessum sök-
um en óhætt er að fullyrða að það
séu nokkrir milljarðar króna.
Gunnar Smári Egilsson
gse@frettatiminn.is
Skatthlutfall efsta þreps tekjuskatts
er um 57 prósent í Finnlandi og Sví-
þjóð en aðeins um 44 prósent á Ís-
landi. Ef við miðum efsta þrepið
við eina milljón króna má ætla að
forstjóri með 2,5 milljón króna á
mánuði greiði um 195 þúsund krón-
um minna á mánuði í tekjuskatt á
Íslandi en hann myndi gera í Svíþjóð
og Finnlandi, eða um 2,3 milljónir
króna á ári.
Önnur lönd sem
hafa hátt efsta
þrep tekjuskatts
eru Belgía, Jap-
an, Danmörk og
Frakkland. Lönd
sem hafa umtalsvert hærra þrep en
Íslendingar eru meðal annars Hol-
land, Írland, Austurríki og Kanada.
Þetta eru allt lönd sem Íslendingum
þætti þægilegt að bera sig saman
við, þroskuð velferðarríki.
Lönd sem hafa lægra efsta þrep
en Íslendingar eru einkum lönd í
Austur-Evrópu og lönd utan Evrópu:
Tékkland, Ungverjaland, Tyrkland,
Mexíkó, Nýja Sjáland og Chile.
Skattar hafa lækkað
Eitt af því sem Thomas Piketty skoð-
aði í bók sinni um Auðmagnið á 21.
öldinni var þróun hátekjuskatts.
Þar kemur fram að á gullöld Vest-
urlanda, frá stríðslokum að tímabili
nýfrjálshyggjunnar, sem hófst um
1980, var almennt hár hátekju-
skattur á Vesturlöndum. Í Banda-
ríkjunum og Bretlandi var hann á
um hálfrar aldar tímabili, frá Krepp-
unni miklu að tímabili Thatcher og
Reagan, um 84 prósent að meðaltali.
Hátekjuskatturinn fór á tímabili
upp í 96 prósent í Bretlandi. Við
þekkjum enn sögur frá þessum tíma
af poppurum og kvikmyndastjörn-
um sem flúðu skatta í heimalandinu,
fólk sem átti erfitt með að sætta sig
við að 96 pund af hverjum hund-
rað rynnu til ríkisins. Eftir sem
áður hélst þessi hái hátekjuskattur,
kannski ekki 96 prósent, áratugum
saman í öllum löndum Vesturlanda.
Og kapítalisminn lifði það ágæt-
lega af, segir Piketty. Þetta er meira
að segja mikill blómatími hans á
Vesturlöndum, tími mikils jafnað-
ar en líka mikils hagvaxtar og al-
mennrar velsældar. Piketty hefur
því bent á að ein leið út úr ógöngum
kapítalismans í dag sé að hækka há-
tekjuskattinn. Hann segist ekki hafa
lausnina en vísar til sögunnar og
segir að úr því að kapítalisminn lifði
góðu lífi þegar hátekjuskattur var
að meðaltali 84 prósent yfir fimm-
tíu ára tímabil ætti að vera fullkom-
lega óhætt að hækka hann í 80 pró-
sent í dag.
Þetta er ekki skattur sem leggst á
venjulegar launatekjur heldur mið-
aði Piketty í dæmi sínu við 500 þús-
und dollara árstekjur eða rétt undir
5 milljónum króna á mánuði. Hann
segir þennan skatt vörn gegn því
að allur hagvöxtur á Vesturlöndum
renni til hinna allra auðugustu.
Þrjú æviskeið kapítalismans
Í nýlegri bók sinni um endalok
kapítalismans lýsir þýski félags-
fræðingurinn
Wolfgang Streeck
kaf laskiptum í
sögu Vesturlanda
eftir stríð. Fyrsti
kaflinn nær fram
að 1980. Sá ein-
kennist af vaxandi jöfnuði, háum
sköttum, uppbyggingu velferðar-
kerfisins og þróttmiklum hagvexti.
Næsti kafli, sem nær frá 1980 og
fram yfir aldamót, einkennist af
lækkandi sköttum á fyrirtæki og
hina efnameiri, auknum ójöfnuði,
stöðnun og hrörnun launakjara
launafólks og vaxandi skuldsetn-
ingu heimila og ríkisvalds til að
mæta lækkandi tekjum. Frá alda-
mótum og einkum eftir Hrun ein-
kennist samfélagið á Vesturlöndum
af niðurskurði opinberrar þjónustu
þar sem ríkið getur ekki tekið meiri
lán til að halda henni uppi og ekki
er stjórnmálaleg geta til að hækka
skatta, sölu eigna til að afla ríkinu
tekna, versnandi lífskjara almenn-
ings vegna veiklunar velferðarkerfis-
ins, minnkandi kaupmáttar og auk-
ins atvinnuleysis. Almenningur er
óvarinn gegn hagsveiflum kapítal-
ismans sem færa sífellt meiri auð frá
fjöldanum til hinna auðugustu.
Ísland fellur ekki fullkomlega að
þessari sögu. Þróun velferðarkerf-
anna hófst hér seinna en annars
staðar á Vesturlöndum og náði
aldrei eins langt. Húsnæðismark-
aðurinn er hér til dæmis að mjög
litlu leyti félagslegur. Sprenging í
fjölda ferðamanna eftir Hrun hefur
líka eflt efnahagslífið á meðan aðr-
ar þjóðir eru enn í stöðnun. En eftir
sem áður má sjá ýmis merki hrörn-
unar kapítalisma þess á Íslandi sem
Streeck lýsir.
Hrörnun á Íslandi
Við Hrunið misstu yfir 20 þúsund
fjölskyldur heimili sín eða kusu að
fara út úr séreignarhúsnæði, fóru á
leigumarkað eða flúðu land. Meðan
húsnæðisverðið var lágt keyptu fast-
eignafélög upp íbúðarhúsnæðið og
högnuðust vel þegar fasteignaverð
steig aftur, meðal annars vegna fjölg-
unar ferðamanna og þörf fyrir gisti-
rými. Sveiflan á húsnæðismarkaði
frá 2009 til 2014 færði þannig tuga
milljarða eign frá almenningi til fjár-
magnseigenda.
Annað hrörnunareinkenni er veik
fjárhagsstaða ungs fólks. Það á erfitt
með að fá vel launuð störf sem hæfa
menntun þess og kemst ekki út á
húsnæðismarkaðinn þar sem kaup-
verð íbúða og leiguverð er of hátt.
Unga fólkið getur fengið vinnu en
launin eru of lág til að það geti kom-
ið sér fyrir í samfélaginu með sama
hætti og fyrri kynslóðir gerðu.
Á hinum enda ævibogans fjölgar
því fólki sem kemur skuldugt inn
á lífeyrisaldur, hefur ekki náð að
greiða niður húsnæðis- og náms-
lánaskuldir sínar á starfsævinni. Það
fólk lendir í miklum vanda, skulda-
klafinn dregur mjög niður lífskjör
þess þegar það fer af vinnumarkaði
og þarf að lifa af lífeyri sínum.
Hagstjórn með hátekjuskatti
Það er því ekki svo að hugmyndir
fólks um hátekjuskatt byggist á öf-
undsýki eða geðveiki, svo vitnað sé
til forystufólks í verðandi ríkisstjórn,
heldur er hátekjuskattur mikilvægt
hagstjórnartæki til að halda kerfinu
heilbrigðu.
Ef tekjur ríkisins af launa- og
eignatekjum hinna best settu eru
skertar lenda byrðar velferðarkerf-
anna að of miklu leyti á launafólki.
Skattar á launafólk eru á Íslandi
með því hæsta sem þekkist og virð-
isaukaskattur er sömuleiðis með
því hæsta. Þar sem Íslendingar hafa
kosið að leggja allt að 15 prósent
launatekna til hliðar í lífeyrissjóði
til síðari tíma notkunar er með engu
móti hægt að auka skattbyrði launa-
fólks. Lækkandi skattar fyrirtækja
og efnafólks draga því strax þrótt úr
velferðarkerfinu og veikja með því
lífskjör meginþorra fólks. Það skað-
ar ekki hina efnameiri, þeir þurfa
lítið á velferðarkerfinu að halda; geta
keypt sér húsnæði, leitað sér lækn-
inga eða menntað börnin sín án að-
stoðar frá sameiginlegum sjóðum.
En hátekjuskattur er samkvæmt
Piketty ekki fyrst og fremst til að
styrkja velferðarkerfin heldur líka
til þess að leiðrétta skekkju í kapítal-
ismanum. Arður af fjármagni er yfir-
leitt mun hærri en sem nemur hag-
vexti. Ef ekkert er að gert færist því
sífellt meiri auður til þeirra sem eiga
fjármagn frá þeim sem eiga það ekki
og alhraðast frá þeim sem þurfa að
taka það að láni. Þetta er vélin undir
kapítalismanum, fyrirbrigði sem Al-
bert Einstein kallaði áttunda undur
veraldar. Fjárfestirinn Warren Buffet
vísaði til hennar þegar hann nefndi
ævisögu sína Snjóbolta. Sá sem á
auð safnar að sér meiri auði eins og
snjóbolti sem veltur niður hlíð safn-
ar utan á sig meiri snjó.
Hátekjuskattur á allra hæstu laun
og fjármagnstekjur hefur því eins-
konar leiðréttingagildi fyrir kapítal-
ismann, leiðréttir skekkju í vélinni
sem án afskipta mun tortíma henni.
Þetta er ástæða þess að hátekju-
skattur er enn útbreiddur þrátt fyrir
að hann hafi víðast verið lækkaður
frá því sem mest var á blómatíma
Vesturlanda, frá stríði fram að 1980.
Í sögulegu samhengi er hátekju-
skatturinn víðast lágur, en óvíða
jafn veigalítill og hér á landi. Þar sem
skattar á fyrirtæki, fjármagn og þá
allra best settu hefur farið hækkandi
á undanförnum árum, það er einn
af lærdómum Hrunsins, má reikna
með að það sama gerist hér fyrr en
síðar.
Thomas Piketty, helsti sérfræðingur
heimsins í ójöfnuði, leggur til 80
prósent hátekjuskatt á ofurlaun og
gríðarlegar fjármagnstekjur efnafólks.
Wolfgang Streeck félagsfræðingur lýsti
þremur stigum kapítalismans eftir
stríð í bók sinni um endalok kapítal-
ismans. Myndir | Getty
rauðlauk og chili, kórónaður með kókós-
eftir hátíðarmatinn.
gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn
aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og
snjallsímanum.
Hollustan hefst á gottimatinn.is
ferskur
fiskréttur