Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Gáfaðar græjur og skynjarar út um allt Tækniráðstefnan CES 2017, sem snýr að tækninýjungum í alls kyns búnaði í daglega líf-inu, fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Þar koma ýmsir framleiðendur saman til að kynna fyrir gestum nýjungar sínar og framtíðarlausnir sem engan grunaði að hann vantaði. Nú eru fimmtíu ár síðan tækni- ráðstefnan CES var haldin í fyrsta sinn, en það var árið 1967. Og hvað er boðið upp á í tækniheimum á nýju ári? Jú, samkvæmt umfjöllun tæknifjölmiðla á netinu um ráð- stefnuna, virðast skynjarar nú vera út um allt þessa dagana og sífellt bætast við nýir notkunarmöguleik- ar fyrir þá. Gáfur heimilstækjanna aukast í sama hlutfalli. Hér eru nokkur dæmi. Með hjálp tækninnar á nú allt að verða full­ komnara en áður, jafnvel fyrirbæri sem hafa auðgað mannlífið árþúsundum saman. Með 42tea Smart Cube er sagt að tedrykkja nái nýjum hæðum. Teningur, sem settur er út í teið á meðan það tekur sig, fylgist með öllu saman, til dæmis hitastigi og beiskju vökv­ ans. Upplýsingarnar eru, enn og aftur, send­ ar í sérstakt smáforrit sem gefur til kynna þegar tesopinn er orðinn fullkominn. L’Oréal fyrirtækið í París er leiðandi í heimin­ um þegar kemur að fegurðarmeðulum, förðunarvörum og góðilmi. Nú kynnir fyrir­ tækið nýja gerð gáfaðs hárbursta sem skynjar heilbrigði hársins og hvort réttum aðferðum sé beitt við notkun hans. Skynjarar og annar tæknibún­ aður í burstanum lætur hann víbra þegar honum er beitt of harkalega og með skaðlegum áhrifum fyrir hárið. Upplýs­ ingar um ástand hársins eru síðan sendar í smáforrit í síma notandans. Þeir sem ekki vilja fylgjast með dýrun­ um sínum geta fundið sér nýjar leiðir til að fylgjast með börnun­ um sínum og líðan þeirra með hjálp nýjustu tækni. Leikfangalambið Dozer fylgist með svefni barna og gefur foreldrum upp­ lýsingar um svefn þeirra. Það svæfir börnin jafnvel með tónlist sem lambið aðlagar að svefnvenjum þeirra. Ofurgáfað lamb þar á ferðinni. Annað franskt fyrir­ tæki, 10­Vins, býður fram einskonar tölvu­ stýrðan vínþjón eða vínþjark, sem velur fullkomlega rétta að­ ferð við að hella víni í glas, enda er það ekkert grín. Framleið­ endur græjunnar líkja henni við það að hafa sérmenntaðan fransk­ an vínþjón inni á heim­ ilinu. Passað er upp á hellingu og öndun vín­ sins í hvert sinn eftir ströngustu kúnstar­ innar reglum og réttar aðferðir notaðar við hvert og eitt vín. Blessuð gæludýrin eru ekki skilin útundan á tækniráðstefnunni. Hundaól- arnar frá Kyon eru mjög gáfaðar. Þær gefa upplýsingar um líðan hundsins þíns beint í símann og gefa upp staðsetningu hans ef hann týnist. Hægt er að fylgjast með líkamshita dýrsins og ástandi þess, hvort hvutti er þreyttur, glaður eða þarf á göngutúr að halda. Annað fyrirbæri, Catspad, sér um að gefa kettinum þínum að borða og drekka. Tækið skipuleggur máltíðir kattarins og veitir honum aðgang að fersku rennandi vatni. Og ef öll þessi tækninotkun gerir þig úrvinda getur U, nýja sturtukerfið frá fyrirtækinu Moen, hjálpað þér að skrúfa frá sturtunni með farsím­ anum og stilla hitastig hennar alveg rétt. Þar getur þú látið líða úr þér eftir alla tæknina. SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.