Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017
Líklega er helsta ástæða þess að íslenskum stjórnvöldum var ómögulegt að bregðast við fjölgun ferðamanna sú
að hæfni þess að hugsa um félags-
legar eignir er nánast útdauð úr
Sjálfstæðisflokknum. Þessi flokkur
hefur undanfarna áratugi talað um
einkavæðingu ríkiseigna, hversu
hagfelldara það sé fyrir þjóðarbúið
að auðlindir sjávar séu í einkaeign
fremur en þjóðareign, hversu miklu
betur Íslandspóstur muni þjóna
samfélaginu ef hann er rekinn
sem hlutafélag fremur en opinber
stofnun, hversu mikilvægt það sé
að auka einkarekstur í heilbrigð-
is- og menntageiranum og hvort
ekki sé hægt að færa góðan part
af uppbyggingu samgangna yfir í
einkaframkvæmd. En flokkurinn
hefur nánast ekkert rætt um hvern-
ig best sé að halda úti opinberum
stofnunum, hvernig best verði farið
með almannaeigur og hvernig hlúa
beri að náttúruperlum og auðlind-
um sem eru sameign þjóðarinnar.
Blönduð hagkerfi Norðurland-
anna ganga út á að frjálsi mark-
aðurinn sé eins öflugur og kostur
er og opinberi reksturinn sé eins
góður og mögulegt er. Saman
vinnur þetta eins og heilahvelin í
okkur, í góðu jafnvægi þeirra geng-
ur allt upp. Ef við hugsum aðeins
með öðru heilahvelinu verðum
við annað hvort þurrpumpuleg og
þver eða missum okkur út og suð-
ur. Heilbrigði samfélagsins liggur í
jafnvæginu.
Það er því bæði skaðlegt fyrir
samfélagið og leiðinlegt fyrir flokk-
inn að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi
þróast í þessa átt. Það kann að vera
að innan flokksins sé fólk sem trúir
því í einlægni að hann eigi að leggja
alla áherslu á að draga eignir úr
almannaeign yfir til einkaaðila og
byggja upp einkarekstur á mörkum
markaðar og opinberrar þjónustu,
svæði sem víðast er gróðrarstía
spillingar og greiðasemi við inn-
vígða.
En þessi hópur er í miklum
minnihluta innan flokksins. Stærsti
hluti Sjálfstæðisfólks hefur ætíð
verið fylgjandi blönduðu hag-
kerfi að norrænni fyrirmynd, vill
byggja hér upp gott velferðar-
kerfi og öflugan markað samtímis.
Því miður hefur forysta flokksins
frekar kosið að leiða hann í átt til
einstrengingslegrar nýfrjálshyggju
en hefðbundinnar sjálfstæðis-
stefnu. Það er helsta ástæða þess að
flokkurinn hefur skroppið saman
og hefði misst miðlæga stöðu sína
í íslenskum stjórnmálum, ef aðrir
flokkar hefðu ekki skroppið enn
meira saman.
Annað merki þess hversu mikið for-
ysta Sjálfstæðisflokksins hefur fjar-
lægst það sem kalla má hefðbundna
sjálfstæðisstefnu tuttugustu aldar
er þjónkun hennar við stórfyrir-
tæki, „big business“. Sjálfstæðis-
flokkurinn þjónaði þessum öflum
svo sem alltaf, en forysta hans gætti
þess að flokkurinn væri einnig
flokkur litla mannsins, svo vitnað
sé til Alberts Guðmundssonar, þess
forystumanns flokksins sem lengst
gekk í því að höfða til sjálfstæðra
atvinnurekenda, iðnaðarmanna og
eigenda smáfyrirtækja.
Það er bæði leiðinlegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og slæmt fyrir
samfélagið að áhersla flokksins
hafi öll flust yfir á stórfyrirtækin.
Hagsmunir þeirra eru allt aðrir
en smárra fyrirtækja. Stórfyrir-
tæki leitast alls staðar við það að
takmarka samkeppni með því að
drepa smáfyrirtæki í fæðingu.
Þegar þau ná undirtökunum í
stefnu ríkisins beita þau alls kyns
kvöðum og regluverki til að gera
rekstur smárra fyrirtækja dýran og
erfiðan.
Slík stefna er afleit fyrir þjóðar-
búið því lítil fyrirtæki skapa flestu
nýju störfin og búa til mestu verð-
mætin fyrir samfélagið. Stórfyrir-
tækin búa aðeins til mestu verð-
mætin fyrir eigin hluthafa.
Þessa þróun á Sjálfstæðisflokk-
urinn sammerkta með mörgum
hægri flokknum í okkar heims-
hluta. Hægt og bítandi hafi stór-
fyrirtæki náð öllum tökum innan
þeirra og í gegnum þau hafa þau að-
lagað uppbyggingu samfélagsins að
eigin þörfum – sem sjaldnast fara
saman við hagsmuni heildarinnar.
Þessi áherslubreyting hægri
stefnunnar, frá smærri fyrirtækjum
og elju einstaklinganna, að hags-
munum fjármagnseigenda er hluti
af sorgarsögu Vesturlanda og veiga-
mikil ástæða þess að fólk botnar
illa í því í hvaða veröld það lifir. Þeir
græða mest og fá hæstu verðlaunin
sem vinna í raun gegn hagsmun-
um heildarinnar á meðan fótum er
sífellt brugðið fyrir fólk sem vinnur
sleitulaust að því að koma undir sig
fótunum í smárekstri.
Því miður er lítil von til þess að
samlífi við Viðreisn og Bjarta fram-
tíð muni kippa Sjálfstæðisflokknum
aftur inn í raunhagkerfið, sem kall-
að er. Viðreisn er í raun stjórnmála-
armur Samtaka atvinnulífsins, sem
eru fyrst og síðast samtök stórfyrir-
tækja. Þar innan dyra heyrist ekki
rödd smáfyrirtækja.
Gunnar Smári
FORYSTA MEÐ
AÐRA STEFNU
EN GRASRÓTIN
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
8.499 kr.
AMSTERDAM f rá
T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7
8.999 kr.
PARÍS f rá
T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7
8.499 kr.
FRANKFURT f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7
7.499 kr.
BRISTOL f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7
7.999 kr.
BERLÍN f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - f e b rú a r 2 0 1 7
7.999 kr.
BARCELONA f rá
T í m a b i l : m a rs 2 0 1 7
Hæ
Evrópa!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.