Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 58
2 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2017NÁMSKEIÐ Gaman að kenna fróðleiksfúsum nemendum Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður fjölda námskeiða sem eru bæði fræðandi og örvandi fyrir sköpunargáfuna. Þar á meðal má nefna námskeið í silfursmíði, forritun, portrettmálun, bólstrun, eldsmíði, gítarsmíði, hagnýtum skrifum, innanhússhönnun, skemmtibátanámskeiði og reiðhjólaviðgerðum, svo dæmi séu tekin. Unnið í samstarfi við Tækniskólann Hér veita þrír kennarar Endurmenntunarskólans okkur innsýn í nokkur spennandi námskeið sem eru á döfinni á vorönn. Athygli skal vakin á því að fjöldatakmarkanir eru á flest námskeiðin og því borg- ar sig að skrá sig í tíma. Nánari upplýsingar og skráning á tskoli.is/namskeid Rafmagnað andrúmsloft Tækniskólinn býður upp á nám- skeiðið Rafeindatækni fyrir byrj- endur sem hentar öllum áhugasöm- um um rafmagns- og rafeindatækni undir stjórn rafeindavirkjameistar- ans Sigursteins Sigurðssonar. „Þetta námskeið er sniðið fyrir alla sem hafa áhuga á rafmagni, hvernig það virkar og hvernig tæki virka,“ segir Sigursteinn. Þeir sem koma á námskeiðið læra nokkur grundvallaratriði varðandi rafmagn og rafeindatækni og grunnhugtök í rafmagnsfræði. Síðan er farið í að gera eitthvað verklegt. „Bókleg kennsla fer að mestu fram á netinu en verkleg kennsla er í staðbund- num lotum með smá bóklegu ívafi. Að taka upp þráðinn Það situr enginn einn við saumana hjá Bryndísi Böðvarsdóttur kjóla- og klæðskerameistara sem kennir saumanámskeið fyrir byrjendur. „Við byrjum á grunnatriðum eins og að taka mál af hverjum og ein- um og finna hvaða stærð er best að vinna með, taka upp snið í réttri stærð, finna út hvað þarf mikið efni og hvaða efni hentar best í flíkina sem á að gera. Mér finnst mikilvægt að þátttakendur byrji á einfaldri flík og legg áherslu á að þeir klári verk- ið, bæði upp á að kunna að sauma heila flík með frágangi en einnig til að fá sjálfstraust til að halda áfram upp á eigin spýtur,“ segir Bryndís. Þá er á námskeiðinu farið yfir hvaða áhöld þarf að nota í saumaskap og kennt að lesa í snið og ýmis fag- orð. Hún segir ennfremur skoðað hvernig hægt sé að breyta sniðum á einfaldan hátt svo það henti betur vaxtarlagi hvers og eins. Þátttak- endur koma með eigin saumavélar og ná þá að læra betur á þær. Bryndís segir námskeiðið hugsað fyrir byrjendur en líka fyrir þá sem vilja taka upp þráðinn í bókstaflegri merkingu. „Við fáum þátttakendur á öllum aldri, sumir hafa saumað tals- vert á árum áður og langar að koma sér í gang aftur. Á þeim námskeið- um sem ég hef kennt á hefur verið ótrúlega gaman að sjá hvað þátt- takendur hafa ólíkan bakgrunn, fólk úr mismunandi starfsgreinum, ungir Gert við gömul húsgögn Nú er komið að gamla stólnum hennar ömmu að fá langþráða yf- irhalningu. Á námskeiðinu er fjall- að um orsakir og eðli skemmda á húsgögnum, hvernig er hægt að aldursgreina húsgagn og finna út hvar það var smíðað og hvenær og hvernig beri að meðhöndla það. Þóra Valdimarsdóttir húsgagna- smiður kennir námskeiðið Hús- gagnaviðgerðir en hún sérhæfði sig í húsgagnaviðgerðum í Svíþjóð. „Kennslan fer þannig fram að fólk kemur með meðalstórt húsgagn, svo sem stól, náttborð eða inn- skotsborð sem þarfnast viðgerða. Kannski þarf að festa á fætur eða laga yfirborðið og gera fallegt á ný. Ég kenni þeim að gera við og laga, hvaða aðferðir eru notaðar og efni. Það eru átta nemendur á námskeiðinu og svo læra allir líka af því sem hinir eru að gera þannig að námskeiðið er ansi fjölbreytt,“ segir Þóra. „Ein kom með rokk sem hún var að gera upp og hann varð ægilega fínn. Svo kemur fólk líka með litla kistla eða skrín frá ömmu og allt mögulegt.“ Sumir kaupa gömul húsgögn hjá Góða hirðinum og koma með á nám- skeiðið. Hún segir fólk mikið koma með hluti sem hafa persónulegt gildi, jafnvel sögu og hafi kannski Sigursteinn segir áhugafólk um rafmagn fjölmenna á námskeiðin þar sem oft skapist skemmtilegar umræður um hvernig hitt og þetta virkar. Mynd | Hari Bryndís leggur áherslu á að fólk nái að klára eina flík á námskeiðinu þannig að það fái sjálfstraust til að halda áfram af eigin rammleik. Mynd | Hari Kennslan fer þannig fram að fólk kemur með meðalstórt húsgagn svo sem stól, náttborð eða innskotsborð sem þarfnast viðgerða. Þóra Valdimarsdóttir húsgagnasmiður kennir. Mynd | Hari Í staðbundnu lotunum er farið í handverk og læra þátttakendur að lóða rafeindarásir, setja saman nokkur einföld smíðaverkefni og skoða rafmagnsfræðigrunninn gagnvart virkni rásanna. Einnig er farið í nokkra öryggisþætti gagn- vart rafmagni. „Svo þegar þátttak- endur eru komnir með góða tækni fá þeir að velja sér stærri verkefni. Síðast var einn sem valdi að búa til búnað sem virkar þannig að ef þú labbar í geislann frá búnaðinum gefur hann frá sér hljóðmerki og svo hafa nemendur búið til allskyns ljósasýningar.“ Námskeiðin hafa verið vel sótt af fólki á öllum aldri sem hefur brennandi áhuga á rafmagni, að sögn Sigursteins. „Þátttakendur hafa margar spurningar um hvernig hitt og þetta virkar, hvernig þeir geti gert við og endurbætt. Það má eiginlega kalla þá rafmagnsnörda og tímarnir eru virkilega skemmti- legir og leiðast oft út í spjall um allt mögulegt sem tengist rafmagni. Ég ákvað því að bjóða upp á fram- haldsnámskeið þar sem nemend- urnir fá til dæmis sjálfir að búa til rafeindaplötur,“ segir Sigursteinn að lokum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tækniskólans tskoli.is/rafeindataekni-grunnur og tskoli.is/rafeindataekni-framhald nemar og mæður í fæðingarorlofi en allir með það sameiginlegt að hafa gaman af því að skapa eitthvað fallegt handa sér og sínum sem ger- ir þetta svo skemmtilegt.“ En hvernig föt er verið að sauma? „Til dæmis er verið að gera boli, peysur, einfalda kjóla, leggings, ein- faldar buxur, barnaföt og svo fram- vegis. Ef fólk dreymir um að sauma galakjól eða flóknari fatnað þá þarf að koma á framhaldsnámskeið,“ segir Bryndís og hlær. Allar nánari upplýsingar um saumanámskeiðið má finna á vef Tækniskólans, tskoli.is/saumanamskeid verið úr notkun árum saman. „ Námskeiðið er í fimm skipti og ef við náum ekki að klára er fólk eftir þann tíma búið að læra nóg til að geta klárað verkið heima hjá sér.“ Þóra segir allskonar fólk sækja námskeiðin. „Ég hef verið með bæði hönnuði og smiði en líka fólk sem kann ekki mikið til verka enda þarf ekkert að kunna í smíði til að koma á námskeiðið. Þetta er mjög breiður hópur, bæði konur og karlar á öllum aldri.“ Nánari upplýsingar má finna tskoli.is/husgagnavidgerdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.