Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017
í pínulitlum bátum við hliðina
á kvikmyndahöllinni, og það var
allt mjög þröngt. Það eitt og sér var
pínu áskorun því maður var að fara
á alvöru rauðan dregil og einfald-
ir hlutir eins og að fara í sturtu og
mála sig voru svolítið snúnir. Ég er
líka svo lítið fyrir að vera geðveikt
fín, nema bara á minn hátt. Ég er
ekki mikið fyrir síðkjóla og pinna-
hæla, eins og tíðkast á rauða dregl-
inum. Ég er meira svona mann-
eskjan sem er alltaf í götóttum
sokkabuxum. Þetta var allt mjög
súrrealískt. Við buðum til dæmis
Isabellu Rosselini fram fyrir okk-
ur á klósettið,“ segir Margrét hlæj-
andi þegar hún rifjar þetta upp. En
hennar hlutverk úti var að spila í
partíi á vegum íslenska hópsins við
ströndina, íklædd lopapeysu. Og
vakti það mikla lukku viðstaddra.
Þar sem Margrét átti enga skó
með pinnahælum keypti hún þá
sérstaklega til að ganga rauða
dregilinn. Og við þá klæddist hún
síðu pilsi. Hún reyndi að vera fín,
samt ekki of fín. „Ég vildi ekki vera
fínust því ég var bara harmon-
ikkuleikarinn sem var að spila um
kvöldið,“ segir Margrét og skellir
upp úr. „Ég reyndi bara að vera
sannfærandi. Að sannfæra fólk
um að ég ætti heima þarna þó að
innri líðan var kannski ekki alveg
á sama máli.“
Harmonikkuball á Húrra
Margrét starfar ekki bara sem
harmonikkuleikari, heldur er hún
að læra bæði djass og klassíska tón-
list í FÍH. Nýlega tók hún svo við
sem framkvæmdastjóri Reykjavík
Folk Festival og starfar jafnframt
með Stelpur rokka, sem eru sjálf-
boðaliðarekin samtök sem starfa
af femínískri hugsjón við að efla
ungar stelpur í gegnum tónlistar-
sköpun.
Hún sá aldrei fyrir sér þegar hún
var yngri að það gæti orðið hennar
aðalstarf að vera harmonikkuleik-
ari. „Það hvarflaði ekki að mér að
það væri hægt. En ég vissi að ég
myndi aldrei hætta að spila, þó ég
hafi hætt að læra sem unglingur.“
Smám saman fór hún þó að átta sig
á því að fólk væri að fíla harmon-
ikkuna ansi vel og hún vakti alltaf
mikla athygli hvar sem hún fór.
„Þegar ég var lítil talaði ég ekki
mikið um það við bekkjarsystkinin
að ég spilaði á harminokku, ég var
frekar að fela það, enda þótti það
ekki töff. Kannski var ég samt bara
miklu meðvitaðri um það en aðr-
ir og hrædd við stríðnina. En mér
finnst mjög fallegt að eiga þetta
sem mitt. Og sem yngsta barni
fannst mér alltaf gaman að fá að
spila fyrir fólk við ýmis tækifæri,
hvað þá ef maður komst í sjónvarp-
ið.“
Margrét spilar allskonar tón-
list á harmonikkuna og er alltaf
að prófa sig áfram með eitthvað
nýtt. „Ég á mér stóran draum um
að prófa að hafa harmonikkuball
á skemmtistað eins og Húrra. Mér
finnst það mjög spennandi hug-
mynd. Mig langar aðeins að ögra
og sjá hvað ég kemst langt með
harmonikkuna, því harmonikku-
böll eru snilld. Ég hélt einmitt
óvænt svoleiðis undir berum
himni í fjöllunum í Liechtenstein
þar sem fólk á öllum aldri dansaði
við allskonar polka, valsa og fleira.
Þetta var brjálæðislega gaman og
ég held þetta væri alveg gerlegt
hérna heima fyrir yngra fólkið.
Ég skil heldur ekki þessa mýtu um
að harmonikutónlist sé bara fyrir
eldra fólkið, spilað af eldra fólki.
Á meðan tónlistin er skemmtileg
og grípandi á aldur ekki að skipta
máli.“ Sjálfri finnst Margréti mest
gaman að spila óhefðbunda tón-
list á nikkuna. „Ég hef líka unun af
því að spila fallega tónlist, að túlka
með hjartanu í gegn um belginn á
hljóðfærinu. Það er hægt að segja
svo mikla sögu með honum.“ Að-
spurð segir hún í raun hægt að
spila hvaða tónlist sem er á harm-
onikku ef viljinn er fyrir hendi.
Allt varð léttara
En hefur hún fundið fyrir ein-
hverri eftirsjá yfir að hafa hætt í
doktorsnáminu? „Nei, ég hef alls
ekki séð eftir þessu. Ég gæti aldrei
verið að vinna með tónlistinni
núna og þetta er svo ógeðslega
skemmtilegt og mikil lífsfylling. Ég
er að vinna svo mikið með sjálfa
mig og fyrir mig. Þetta er bara svo
mikið það sem ég sjálf hef fram að
færa, og að hafa atvinnu af því er
æðislegt.“
Ættingjar og vinir Margrét-
ar tóku mjög vel í það þegar hún
sagðist ætla að hætta í náminu og
snúa sér alfarið að tónlist. Það var
enginn sem reyndi að telja henni
hughvarf eða sagði ákvörðunina
óskynsamlega. „Ég var alveg hissa
hvað ég fékk mikinn stuðning. En
það var bara þannig að allt sem
var svo þungt varð einhvernveg-
in léttara um leið og ákvörðunin
hafði verið tekin. Ég held að fólkið
í kringum mig hafi verið búið að
sjá og finna það. Foreldrar mínir
og systkini studdu mig alla leið og
gera það ennþá.“
Þó Margrét tali mikið um hvað
það er skemmtilegt að vera harm-
onikkuleikari, þá getur það líka
verið erfitt og það kemur fyrir
að hlutirnir verða yfirþyrmandi.
„Ég er alltaf að læra það betur og
betur hvað fólkið í kringum mig
er ótrúlega stuðningsríkt. Ég finn
svo vel hvað fólk heldur með mér,
hefur trú á öllu sem ég geri og ef
mér líður illa þá get ég alltaf leitað
til þeirra. Ég hef verið að gera mér
grein fyrir því upp á síðkastið hvað
það skiptir rosalega miklu máli að
hafa fólk í kringum sig sem trúir
á mann.“
„Þegar ég var lítil talaði
ég ekki mikið um það við
bekkjarsystkinin að ég
spilaði á harminokku,
ég var frekar að fela það,
enda þótti það ekki töff.
Kannski var ég samt bara
miklu meðvitaðri um það
en aðrir og hrædd við
stríðnina. En mér finnst
mjög fallegt að eiga þetta
sem mitt.“
BJÓR&
MATUR
GASTROPUB
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
námskeið
Í vetur bjóðum við skemmtilegt námskeið
í bjór- og matarpörun á Sæta Svíninu.
Námskeiðin eru tilvalin fyrir einstaklinga
og vina- eða starfsmannahópa.
Smakkaðar verða 11 tegundir af sérvöldum bjór
með 11 mismunandi smáréttum og farið yfir
galdurinn að velja saman bjór og mat.
Um námskeiðin sér sælkerinn og bjórgúrúinn Sveinn Waage
sem hefur kennt við Bjórskólann frá stofnun hans 2009.
Hann er einlægur áhugamaður um pörun á mat og bjór
og mun leiða námskeiðið með glettni og svínslegri gleði.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og dagsetningar eru
á saetasvinid.is og í síma 555 2900.
Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum milli klukkan
16.30 og 19.00 og kosta 5.900 kr. á mann.