Fréttatíminn - 06.01.2017, Síða 14

Fréttatíminn - 06.01.2017, Síða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Ungverjaland 27.0% Danmörk 25.0% Noregur 25.0% Svíþjóð 25.0% Finnland 24.0% ÍSLAND 24.0% Grikkland 23.0% Írland 23.0% Pólland 23.0% Portúgal 23.0% Ítalía 22.0% Slóvenía 22.0% Belgía 21.0% Tékkland 21.0% Lettland 21.0% Holland 21.0% Spánn 21.0% Austurríki 20.0% Eistland 20.0% Frakkland 20.0% Slóvakía 20.0% Bretland 20.0% Chile 19.0% Þýskaland 19.0% Tyrkland 18.0% Ísrael 17.0% Lúxemborg 17.0% Mexíkó 16.0% Nýja Sjáland 15.0% Ástralía 10.0% Kórea 10.0% Japan 8.0% Sviss 8.0% Kanada 5.0% Virðisaukaskattur Danmörk 35.8% ÍSLAND 26.7% Ástralía 22.7% Belgía 21.6% Finnland 18.4% Noregur 17.9% Nýja Sjáland 17.6% Ítalía 17.5% Bandaríkin 16.5% Þýskaland 16.1% Lúxemborg 16.0% Holland 15.2% Írland 14.2% Kanada 14.1% Portúgal 14.0% Svíþjóð 13.5% Austurríki 13.1% Bretland 12.8% Eistland 12.6% Ungverjaland 12.5% Spánn 11.6% Frakkland 10.7% Tyrkland 10.6% Sviss 10.5% Slóvenía 9.7% Tékkland 9.2% Ísrael 8.9% Mexíkó 8.0% Slóvakía 7.4% Grikkland 7.1% Japan 6.7% Pólland 5.0% Norður-Kórea 4.9% Chile 0.0% Skattbyrði tekjuskatts Fyrir utan lága skatta á fyrir- tæki, fjármagnseigendur og hátekjufólk er einkenni íslenska skattkerfisins að launþegar og neytendur borga háa skatta. Það er því ekki við þá að sakast að peninga vantar til reka velferðar- kerfið. Holan er tilkominn vegna undanlátssemi við fyrirtæki og auðfólk. Skattbyrði tekju- skatts einstak- linga á meðal- laun er hærri á Íslandi en í öllum löndum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, að Danmörku undanskil- inni. Og þessi tvö lönd, Ísland og Danmörk, svífa nokkuð hátt yfir næstu löndum. Sé miðað við með- altal ríkja Vestur-Evrópu er skatt- byrðin á Íslandi um 60 prósent hærri en í okkar heimshluta; er 26,7 prósent, samkvæmt OECD, á meðan meðaltal Vestur-Evrópu er 16,8 prósent. Háir skattar á millitekjur Eins og fram kom hér að framan er þessu öfugt far- ið þegar skoðað er hæsta þrep tekju- skattsins, svokall- að hátekjuþrep. Það er lægra á Ís- landi en í nokkru öðru landi í okkar heimshluta. Samandregið segir þetta okk- ur að skattbyrði meðallauna er óvenjuhá á Íslandi á meðan skatt- byrði hæstu tekna er óvenjulág. Ís- land hefur kosið að fara þá leið að innheimta háa skatta af millitekju- fólki en lága skatta af hátekjufólki, sé miðað við skattkerfi annarra þjóða. Einhvern tímann var gert samkomulag um þetta á Íslandi, þótt ég finni ekki gögn um það. Háir neysluskattar Virðisaukaskatturinn er 24 pró- sent á Íslandi, var lækkaður úr 25 prósent af fráfarandi ríkisstjórn. Eftir sem áður er skatturinn hár í alþjóðlegum samanburði. Að- eins Norðurlandaþjóðirnar rukka það sama og við eða eilítið meira. Ungverjaland situr síðan á toppn- um með 25 prósent. Tekjuskattar einstaklinga með meðaltekjur og virðisaukaskattur er því með því hæsta í okkar heimshluta, öfugt við skatta á fyrirtæki, fjármagn og háar tekj- ur. Íslendingar hafa því sveigt skattkerfi sitt að kenningum ný- frjálshyggjunnar umfram helstu nágrannaþjóðir, trúað að það væri best fyrir heildina að lækka álögur á þeim sem best standa en halda hins vegar uppi skattheimtu á venjulegt launafólk. Eins og annars staðar, þar sem þessi til- raun hefur verið reynd, hefur hún leitt til hrörnunar velferðarkerf- anna á Íslandi. | gse Launþegar og neytendur borga háa skatta VONDU KERFIN: skattKERFIÐ Fulltingi flyst á Höfðabakka 9 Fulltingi er framsækin og traust lögmannsstofa sem veitir einstaklingum þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar og er stærsta stofan hér á landi sem sérhæfir sig á þessu sviði. Hlutverk fyrirtækisins er að leysa vel úr málum fólks, ráða því heilt og stuðla að því að hver og einn fái þær bætur sem hann á rétt á. Sérfræðingar okkar hafa margir hverjir áratuga reynslu í meðferð slysa- og skaðabótamála. Föstudaginn 6. janúar flytjum við hjá Lögmannsstofunni Fulltingi slf aðsetur okkar að Höfðabakka 9, efstu hæð. Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í nýjum húsakynnum. Gott aðgengi er að húsinu og næg bílastæði. Verið velkomin! Í samanburði á skattbyrði tekjuskatts einstaklinga á meðallaunum milli aðildarríkja OECD lendir Ísland í öðru sæti á eftir Danmörku. Þetta er ekki algildur mælikvarði á tekjuskatt einstaklinga, en sýnir þó glögglega að tekjuskattar einstaklingar eru háir í samanburði við nágrannalöndin. Og í samhengi við töfluna um hæsta þrep tekjuskatts sést að fólk með meðaltekjur borgar hér háa skatta í samanburði við aðrar þjóðir á meðan fólk með hæstu tekjur borgar lága skatta í samanburði við hátekjufólk í okkar nágrannalöndum. Byggt á upplýsingum frá OECD. Neysluskattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist, aðeins Norður- löndin og Ungverjaland eru með viðlíka eða hærri virðisaukaskatt. Hár virðis- aukaskattur hækkar vöruverð. Íslenskir launþegar sem borga þegar háan tekju- skatt fá því minna fyrir það sem eftir er af laununum, ríkið tekur til sín stærri hluta eyðslunnar en í flestum öðrum löndum. Þegar við bætist að fáar þjóðir borga hærri vexti en Íslendingar, engar þjóðir jafn hátt hlutfall launa sinna í lífeyrissjóðsiðgjöld, má segja að staða íslenskra launþega sé einkar veik. Öfugt við fjármagnseigendur og fyrirtæki sem greiða lægra hlutfall tekna sinna til ríkisins á Íslandi en í flestöllum löndum í nágrenni við okkur. Byggt á upplýsingum frá OECD.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.