Morgunblaðið - 22.12.2016, Side 13

Morgunblaðið - 22.12.2016, Side 13
Fjör á fjöllum Hagavaðall er uppspretta leikja og þar er gaman að vaða. Gaman saman Gönguferðir eru fjölskylduvæn útivist, hér er hópur við Leikvelli við upphaf ferðar frá Tungumúla. Systir Elvu, Ragnhildur Kristín, ásamt dóttur sinni Auði Þórhallsdóttur. Fjær er Arndís Harpa, einnig systir Elvu. heilmikið hvernig skrifa ætti ferða- sögu. „Þetta voru miklar pælingar og smátt og smátt breyttist þetta og bókin varð að lokum allt öðru- vísi en hefðbundin göngubók. Bókin hefur lotið sínum lögmálum, þetta gerðist bara, bókin stjórnaði þessu sjálf. Ég uppgötvaði sjálf svo margt á þessum ferðum mínum og bókin er fyrir vikið eins og lagskipt ganga. Ég byrjaði á að ganga og lesa mér til og tala við heimafólk, síðan fór ég að skoða jarðfræðina og fornleifafræðina, tala við sér- fræðinga og vinna þetta með sveit- ungum mínum. Þegar ég fór að kafa í örnefnin og sögurnar á bak við þau, þá opnaðist enn einn heillandi heimurinn. Fyrir fólk sem gengur þessar leiðir og hefur bók- ina, þá bætir svo miklu við að geta lesið um örnefni og fleira sem verð- ur á vegi þess.“ Erfiðasta nótt afa míns Í bókinni séu líka persónulegar vangaveltur hennar sem tengjast stöðunum. „Á einum stað segi ég til dæm- is frá því að þar átti afi minn sína erfiðustu nótt, þegar hann var að- eins tólf ára og óttaðist um líf föður síns sem var úti á sjó í aftakaveðri. Ég var þarna á sumarbjörtum degi og fjörðurinn spegilsléttur. Þetta er dæmi um hvernig hægt er að upp- lifa stað með ólíkum hætti, eftir því hverjar aðstæðurnar eru hverju sinni. Ég spái og spekúlera um hittt og þetta í bókinni, ég leyfi mér að hugsa og tala við lesand- ann.“ Bjó til nýjar gönguleiðir Af þeim 44 gönguleiðum sem eru í bókinni þá eru ellefu alfara- leiðir, enda er Barðaströndin eins- konar gegnumstreymisstaður þar sem fólk fer í gegn þegar það fer inn á Vestfirðina. „Ég bjó til marg- ar nýjar gönguleiðir og með bók- inni fylgir kort af þessum leiðum. Eitt dæmi er ganga út í Sauðanes, sem er lítið nes út í fjörð en dásamlegur staður, þarna er maður í algleymi. Og það er auðvelt að ganga þangað, það geta bæði börn og gamalmenni, enda lagði ég mik- ið upp úr því að hafa gönguleiðir í bókinni fjölbreyttar og fyrir fólk á öllum aldri, vana jafnt sem óvana. Sumar gönguleiðirnar eru erfiðar en aðrar mjög auðveldar og allt þar á milli. Þær eru merktar með tákn- um í bókinni þannig að fólk sér hvort þær til dæmis hæfa börnum eða ekki, hvort fornleifar eru á leið- inni, hvort þær liggja í hring eða ekki og svo framvegis. Ég er mjög ánægð með hvað það eru margar gönguleiðir í henni sem hæfa börn- um.“ Fundu týndan rúnastein Þegar Elva Björg er spurð að því hvort eitthvað sértaklega eftir- minnilegt hafi orði á vegi hennar á ótal gönguferðum um Barðaströnd- ina segir hún hún hafi frétt af rúnasteini uppi á Þingmannaheiði sem hafði verið týndur í eina öld. „Fólk vissi ekki hvar hann var, svo við fórum að leita, ég og mamma mín, og við fundum stein- inn í fyrstu ferð. Þetta var ótrúlega merkilegt og mikil upplifun. Við fengum norskan rúnasérfræðing til að kanna þessa meintu rún sem rist er í steininn, en hann vill meina að þetta sé ekki rún heldur búmark, kannski merki fyrir bæ. Þessi rúna- steinn var þekktur þegar Eggert og Bjarni voru þarna um 1750 og þótti ekki nógu gamall til að vera neitt merkilegt, en í dag finnst okk- ur þetta býsna merkilegt,“ segir Elva Björg og bætir við að henni hafi einnig þótt eftirminnilegt og merkilegt að uppgötva ákveðna leið sem hún vissi ekki að hefði nokkurntímann verið farin. „Ég fékk upplýsingar hjá eldri manni á Barðaströnd um þessa leið og ég fann í vegagerðarskjölum á Þjóðminjasafninu hvar hafði verið gengið. Það er ótrúlega magnað að grúska og átta sig á hvernig maður tengist landinu og hvernig maður gengur stundum handan örnefn- anna, svo langt af leið að ekkert heitir þar neitt. Maður sér kannski hæsta tindinn en hann heitir ekk- ert. Þá fer maður að hugsa um mennskuna og hvernig við mann- fólkið setjum okkar orð á alla hluti.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Bláu húsin v/Faxafen Opið í dag kl. 11-21, Þorláksmessu kl. 10-22, Aðfangadag kl. 10-13. Fallegar Jólagjafir Gjafakort Sími 553 7355 • www.selena.is • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.