Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Bankastræti 4 I www.aurum.is SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA instagram.com/aurumjewellery pinterest.com/aurum aurumjewellery.tumblr.com twitter.com/aurumjewellery facebook.com/aurumbygudbjorg Árleg jólasala Félagsins Ís- land-Palestína á Þorláksmessu fer fram úti við á horni Lauga- vegar, Banka- strætis og Skólavörðustígs á morgun. Ágóði sölunnar rennur til Aisha – Association for Woman and Child Protection á Gaza sem sinna hjálp við konur og barna- fjölskyldur á svæðinu. Salan styð- ur jafnframt vinnustofuna Women in Hebron með sölu á vörum þeirra. Jólasala Ísland- Palestínu í bænum Friðargangan verður farin niður Laugaveginn á morgun, Þorláks- messu, 37. árið í röð. Safnast verð- ur saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og leggur gangan af stað klukkan 18.00. Í lok göngu verður fundur við Austurvöll þar sem Björk Vilhelmsdóttir, flytur ávarp. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð syngur í göngunni og við lok fundar. Á Ísafirði leggur friðargangan af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18.00 og gengið er niður á Silfur- torg. Á Akureyri hefst friðar- gangan klukkan 20 við Samkomu- húsið við Hafnarstræti og gengið verður út á Ráðhústorg. Morgunblaðið/Eggert Gengið Frá friðargöngunni í Reykjavík í fyrra. Nú verður hún farin í 37. árið í röð. Friðargöngur farnar Ungmennafélagið Þjótandi í Flóa- hreppi heldur sína árlegu skötu- veislu í Þjórsárveri í hádeginu á morgun, Þorláksmessu. Borðhald hefst kl. 12. Boðið verður upp á gæða skötu og saltfisk ásamt tilheyrandi með- læti. Kaffi og konfekt er innifalið í verði. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Morgunblaðið/Golli Skata Verður víða í boði á morgun. Þjótandi með skötu- veislu í Þjórsárveri STUTT HB Grandi hefur gefið fimm millj- ónir króna í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna hörmunganna sem nú ríkja í Nígeríu og nágrannaríkj- unum. Fleiri en 200 börn á dag lát- ast þar úr vannæringu. Með styrkn- um frá HB Granda er neyðar- söfnunin komin vel yfir 20 milljónir. Framlögin fara í að meðhöndla vannærð börn og veita veikum börnum lyf, auk þess sem áhersla er lögð á að fyrirbyggja að fleiri börn verði vannærð. Gefa fimm milljónir í neyðarsöfnunina Hamborgarhryggur verður á borðum hjá nærri helmingi íbúa landsins á aðfangadag, ef marka má könnun, sem MMR hefur gert. Samkvæmt könnuninni ætla 46,4% Íslend- inga að snæða hamborgarhrygg á aðfangadag. Unnendum hamborgarhryggs virðist þó fara fækkandi; í sambærilegri könnun MMR fyrir ári sögðust 49,8% ætla að borða hamborg- arhrygg og fyrir tveimur árum var hlutfallið 50,4%. Í könnuninni nú sögðust 9,6% þátttakenda telja líklegt að þeir myndu borða lambakjöt, annað en hangikjöt, á aðfangadag. 8% sögðust ætla að borða rjúpur, 9,6% sögðust ætla að borða kalkún, 4,4% sögðust ætla að borða svínakjöt annað en hamborgarhrygg og 21,9% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fram- angreint. Að sögn MMR eru Íslendingar yngri en 50 ára töluvert líklegri til að ætla að borða hamborgarhrygg í ár en þau sem eldri eru. Ís- lendingar 68 ára og eldri eru líklegri en aðrir aldurshópar til að borða rjúpur (16%). Þá eru íbúar á landsbyggðinni líklegri til að borða lambakjöt á aðfangadag (16%) en íbúar höfuð- borgarsvæðisins (6%). Greint eftir stjórnmálaskoðunum eru stuðn- ingsmenn Vinstri grænna (16%) og Framsókn- arflokks (15%) líklegri en stuðningsmenn ann- arra flokka til að hafa lambakjöt á borðum á aðfangadagskvöld. Stuðningsfólk Framsóknar- flokks (12%) og Sjálfstæðisflokks (13%) eru lík- legri að borða rjúpur sem aðalrétt á aðfanga- dag en stuðningsfólk annarra flokka. Flestir borða hamborgarhrygg  Lambakjöt og rjúpur einnig á jólaborðinu Morgunblaðið/Kristinn Jólasteikin Flestir ætla að hafa hamborgar- hrygg í jólamatinn samkvæmt könnun MMR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.