Morgunblaðið - 22.12.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.12.2016, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Með roða í kinnum Þau voru kát börnin sem léku sér á skautum í gær á Ingólfstorgi í Reykjavík, enda fátt betra til að stytta bið eftir jólum en útivist. Sumir sátu á sel og létu ýta sér áfram. Árni Sæberg Á stundum eru höfð endaskipti á hlutunum. Svart verður hvítt, upp fer niður og aukning verður að niðurskurði. Þetta á ekki síst við þegar kemur að ríkis- fjármálum. Nær alveg er sama hvert er litið. Útgjöld ríkissjóðs hafa stórauk- ist á undanförnum ár- um, ekki síst til heilbrigðismála og al- mannatrygginga. Á þessu ári aukast útgjöldin enn meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Í frumvarpi til fjár- aukalaga 2016, sem bíður afgreiðslu Alþingis, verða fjárheimildir ríkis- sjóðs auknar um 127,4 milljarða, eða 18% af heildarútgjöldum. Þar munar mestu um 118 milljarða króna fram- lag vegna A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og yfirtöku líf- eyrisskuldbindinga, en með því verð- ur stigið stórt skref í að jafna lífeyris- réttindi landsmanna. Þá verða útgjöld vegna almanna- og sjúkra- trygginga aukin um 4,2 milljarða. En það er einnig gleðilegt að útgjöld vegna atvinnuleysisbóta lækka og einnig barna- og vaxtabætur, sem endurspeglar auknar tekjur og betri eigna- og skuldastöðu heimilanna. Og kannski er gleðilegast að vaxta- gjöld verða 2,9 milljörðum lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir. En þrátt fyrir þessa lækkun eru vaxtagjöld enn þriðji stærsti útgjaldaliður ríkis- sjóðs. Það er eftirtektarvert að sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu hækka tekjur ríkissjóðs á þessu ári úr 29,7% eins og reiknað var með í 31,6% og eru þá stöðugleika- framlög undanskilin. Skatttekjur verða 29,2 milljörðum hærri en í fjárlögum ársins og þar af mun tekjuskattur einstaklinga skila 15 milljörðum meira í ríkiskassann, fyrst og fremst vegna hærri launa og fjölgunar starfa. Útgjaldaaukningin heldur áfram á kom- andi ári miðað við fyrir- liggjandi frumvarp til fjárlaga sem þingmenn keppast við að afgreiða áður en jólahátíðin gengur í garð. Útgjöld ríkissjóðs án óreglulegra liða hækka um 58,9 milljarða á kom- andi ári miðað við fjárlög þessa árs. Að teknu tilliti til launa-, gengis- og verðlagsbreytinga nemur raun- hækkunin hins vegar 36,5 millj- örðum, eða 5,9%. Slík aukning út- gjalda á sér fáar ef nokkrar hliðstæður. Raunaukningin verður enn meiri, þar sem Alþingi mun auka útgjöldin enn frekar. Vert er að benda á nokkur dæmi. Aukinn húsnæðisstuðningur Í frumvarpi til fjárlaga er lagt til að húsnæðisbætur hækki gríðarlega – margfaldist. Verða þær tæpir 6,6 milljarðar, eða 5,4 milljörðum hærri en samkvæmt fjárlögum þessa árs. Þá eiga vaxtabætur eftir að bætast við og 1,5 milljarðar sem fara í leigu- íbúðir. Í heild verður því húsnæðis- stuðningur nær 14,2 milljarðar króna á komandi ári að óbreyttu frumvarpi. Þar með er sagan ekki öll sögð því tæpir 30 milljarðar eru eyrnamerkt- ir fjölskyldumálum og þar vega barnabætur og fæðingarorlof þyngst. 122 milljarðar króna Til málefna aldraðra, þar með tal- inn ellilífeyrir og félagsleg aðstoð, renna liðlega 67,3 milljarðar, sem er 17,4 milljarða hækkun, eða nær 35% aukning. Í örorkubætur, félagslega aðstoð og fleira fara um 54,4 millj- arðar, eða 4,8 milljörðum meira en á fjárlögum yfirstandandi árs. Í heild mun ríkissjóður leggja um 121,7 milljarða króna í málefni eldri borgara og öryrkja á komandi ári. Framlag ríkisins hefur því hækkað hressilega – ekki aðeins til samræmis við almenna launaþróun heldur ekki síst vegna bættra réttinda.. Enn er gefið í Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 12,6 milljarða á komandi ári og verða yfir 183 milljarðar króna. Þá eru ótalin útgjöld vegna lýðheilsu, forvarna, eftirlits og stjórnsýslu. Rekstur Landspítalans nemur samkvæmt frumvarpinu tæpum 59,3 milljörðum og við bætast fjármunir í nýbyggingar. Útgjöld Landspítalans verða samkvæmt frumvarpinu 4,5 milljörðum hærri en á síðasta ári, sem er nokkru hærri fjárhæð er fór til reksturs Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði! Aukningin verður raun- ar enn meiri því fjárlaganefnd mun leggja til að fjárveitingar til spítalans hækki enn frekar. Þá er framlag til óskipts sjúkrahúskostnaðar aukið verulega, en stærsti hluti þess renn- ur á endanum í gegnum reikninga Landspítalans. Þessu til viðbótar verður liðlega 2,6 milljarða króna uppsöfnuðum halla létt af Landspítalanum við af- greiðslu lokafjárlaga 2015. Þannig hefur Landspítalinn verið settur í forgang á síðustu árum. Um það verður ekki deilt að á komandi árum stöndum við Íslend- ingar frammi fyrir því að auka veru- lega framlög til heilbrigðismála. Við erum að eldast sem þjóð en auk þess eigum við eftir að vinna upp of litla innviðafjárfestingu á síðustu árum. Þar skiptir mestu nýr Landspítali. Árið 2015 voru opinber útgjöld til heilbrigðismála 7,2% af vergri lands- framleiðslu en meðaltal OECD- ríkjanna var 6,6%. Væri aldurs- samsetning Íslendinga sú sama og í hinum Norðurlandaríkjunum væru útgjöld hins opinbera einna hæst hér á landi, eða um 9% af landsfram- leiðslu, eins og kom fram í kynningu fjármálaráðherra á fjárlaga- frumvarpi 2017. Þegar fréttir eru fluttar af stöðu heilbrigðismála eru staðreyndir af þessu tagi ekki dregnar fram. Þvert á móti er dregin upp allt önnur mynd. Ef tekið er mið af opinberri umræðu má ætla að blóðugur niður- skurður sé fram undan á öllum helstu sviðum. Ofangreind dæmi bera með sér að fátt sé fjær sannleikanum. Neyðarástand og staðreyndir Í umræðum á þingi er tekið vel undir ákall um aukin útgjöld í alla málaflokka, allt frá heilbrigðis- málum til menntamála, frá sam- göngumálum til löggæslu, frá al- mannatryggingum til loftslagsmála. Allir þurfa (og/eða vilja) meira – sumir miklu meira. Fjölmiðlar enduróma ákallið og í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum eru fluttar fréttir um neyðarástand. Líkt og endranær á skattgreiðand- inn fáa vini. Hann er ekki í viðtölum við sjónvarpsstöðvarnar kvöld eftir kvöld. Aðeins þeir sem kalla eftir auknum útgjöldum ná eyrum og fanga athygli fjölmiðlunga. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fárra sem þora að benda á staðreyndir; fjárlagafrumvarp 2017 „er senni- lega mesta útgjaldaaukningar- frumvarp síðan kannski 2007, kannski næstmesta í sögunni“. Í umræðum um störf þingsins í síð- ustu viku sagði Brynjar meðal ann- ars: „Svo þegar maður horfir á fjár- aukann, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlög þar sem verið er að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana, halann sem menn hafa dregið á eftir sér, það er gíf- urleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst og meira að segja síðustu ár þar sem mikil aukn- ing hefur verið í velferðarmál, heil- brigðismál og almannatrygginga- mál, söguleg aukning milli ára. Og allir tala um að ekkert hafi verið gert. Bara ekkert. Hér hafi verið eintómur niðurskurður. Í hvaða veruleika erum við eiginlega komin? Mér er þetta algjörlega óskiljan- legt. Og menn tala svona enn þá.“ Eftir Óla Björn Kárason » Slík aukning útgjalda á sér fáar ef nokkrar hliðstæður. Raunaukningin verður enn meiri þar sem Alþingi mun auka útgjöldin enn frekar. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Skorið niður með auknum útgjöldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.