Morgunblaðið - 22.12.2016, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
F Laxinn okkar er
einungis unnin
úr ferskum laxi
og þurrsaltaður
með sjávarsalti.
Saltinnihald er
einungis 2%.
FGraflaxinn okkar
er þurrkryddaður
með einstakri
kryddblöndu.
F Frá handflökun að
handsneiðingu eru
gamlar verkhefðir
virtar, sem skilar
sér í mildu bragði
sem gælir við
bragðlaukana.
Grafinn lax
ómissandi á jólaborðið
Það er oft erfitt að
horfa fram til jóla í
skugga sorgar. Við bú-
um í samfélagi þar
sem jólahátíðin er rík
af dýrmætum hefðum
sem geta líka orðið
þungbærar þegar að-
stæður eða forsendur
breytast. Fyrstu jól
eftir andlát ástvina eru
mörgum erfið, flest
okkar þekkja einhvern í þessum
sporum eða jafnvel höfum upplifað
það sjálf.
Þjóðkirkjan hefur í samstarfi við
Landspítalann og Nýja dögun, sam-
tök um sorg og sorgarviðbrögð,
staðið fyrir aðventustund fyrir
syrgjendur síðustu 17 ár og boðið
þeim að mæta sem misst hafa ástvini
sína á árinu. Mörg hundruð manns
hafa mætt á þessar samkomur á
hverju ári og getað þar stigið inn í
jólin á táknrænan hátt og minnst um
leið ástvina sinna. Þar má finna
sterka samkennd því allir eru í sömu
sporum, með erfiða reynslu að baki
og fá þarna svigrúm til þess að horfa
til jóla á sínum eigin forsendum við
hátíðlega jólasöngva Hamra-
hlíðakórsins.
Samfylgd er fólgin í að styðja og
styrkja fólk á erfiðum tímum og því
lýkur ekki eftir aðhlynningu á
sjúkrastofnun eða þegar ástvinur
deyr og útför er lokið. Samfylgd með
syrgjendum er langtímaverkefni.
Þjóðkirkjan veitir sálgæslu og eftir-
fylgd við fólk úti um allt land sem
stendur í erfiðum að-
stæðum og þarf að fóta
sig aftur í lífinu eftir
ástvinamissi eða önnur
áföll.
Nú kallar allt sam-
félagið á gleðihátíð og
kveðjur um gleðileg jól
hljóma um allt. Jólin
eru gleðihátíð,
fæðingarhátíð frels-
arans. Við getum líka
óskað þeim gleðilegra
jóla sem misst hafa ást-
vini jafnvel þó að við vitum að hátíð-
arnar verði þeim erfiðar. En það er
hvernig við segjum það sem skiptir
máli og oft þurfum við ekki að nota
orð heldur getur handtak eða faðm-
lag gefið styrk. Samfélagið styrkir á
margan hátt þá sem eiga um sárt að
binda með hópastarfi og fé-
lagasamtökum en það sem skiptir
mestu máli er nærumhverfið. Við
höfum öll mikilvægu hlutverki að
gegna að sinna þeim sem eiga um
sárt að binda um jólin í nærumhverfi
okkar. Viljum við ekki búa í sam-
félagi þar sem við styðjum sam-
ferðafólk okkar og gefum þau skila-
boð að náunginn komi okkur við?
Hver sinnir syrgj-
endum um jólin?
Eftir Magneu
Sverrisdóttur
Magnea Sverrisdóttir
» Við höfum öll mikil-
vægu hlutverki að
gegna að sinna þeim
sem eiga um sárt að
binda um jólin í nær-
umhverfi okkar.
Höfundur er djákni á Biskupsstofu.
Nú þegar dregur að
lokum ársins, er eins og
komið sé yfir fyrsta
nýjabrumskúfinn í
mörgum af þeim æsing-
armálum sem hafa ein-
kennt íslenskt þjóð-
málalíf á árinu; Það
hillir undir takmark-
anir á vexti hagkerf-
isins m. a. vegna aukn-
ingarinnar í ferða-
mennsku til landsins; vegna
styrkingar krónunnar.
Það þýðir um leið að hilli undir að
kúfurinn á innflutningi erlends
vinnuafls fari að hjaðna.
Flóttamannavandinn á Íslandi
virðist og vera að komast á sam-
vinnuþroskaðra stig, þegar ljóst
virðist að vilji sveitarfélaga og ein-
staklinga til að styðja við þær fjöl-
skyldur, ráði æ meiru um hversu
langt ríkið telur sig geta gengið við
aukningu; þrátt fyrir EES-
þrýstinginn frá ESB, okkar stærsta
markaðssvæði.
…
Varðandi flóttamannaaðstreymið
til Evrópu, virðast þroskaðri og
skipulagðari viðbrögð Evrópuþjóða
vera að birtast, með fleiri áætlunum
og tilburðum til að veita óhagkvæma
umframstrauminum til baka; með
fjárhagsaðstoð til að koma fólkinu
fyrir aftur í sínum upprunalöndum.
Um leið er að skýrast hvar efri þol-
mörkin eru fyrir viðtöku þeirra í
mörgum löndum Evrópu.
Þáttaskil virðast
vera að gerast í stríði
stjórnvalda gegn upp-
reisnaröflunum í Sýr-
landi, Írak og Lýbíu;
með tilheyrandi minni
þrýstingi frá BNA,
Nató og Rússlandi
þar.
Útganga Bretlands
úr ESB virðist vera að
taka á sig takmarkaðri
og yfirvegaðri hófsem-
ismynd en óttast var.
Efnahagskreppan í
ESB virðist vera að hjaðna.
Rússar virðast ekki vera að end-
urnýja kalda stríðið við Nató þótt
þeim gangi illa efnahagslega.
Áhyggjurnar af ólíkindalátunum í
verðandi forseta BNA virðast af-
markaðri en áður.
Nató-þjóðin Tyrkland virðist ætla
að fara sér hægt í að stilla ESB og
Nató upp við vegg í flóttamanna-
málum, svo fremi sem þau neita
ekki alfarið að viðurkenna að lýð-
ræðisglæta leynist í þessu vaxandi
einræðisríki er fýsir að ganga í
ESB.
…
Í innanlandsmálum okkar má svo
nefna, að glansinn er farinn að fara
af nýkjörnum forseta Íslands, er
honum virðist nú ganga fádæma illa
í stjórnarmyndunarumboðs-
málunum!
…
Margt af þessu ofangreindu getur
svo verið orðið að taumleysislegu
æsingamáli um næstu jól, en er á
meðan er!
…
Eftir svona langa upptalningu vil
ég þó birta örstutta þjóðlega vísu úr
nýlegri ljóðabók minni, en hún er
svona:
…
Jötunuxinn eitthvað er að bisa.
Járnsmiðurinn nálgast, hugsar sitt:
Hví að sjúga kartöflur og flysja
þegar fegri bjöllur bryðja nyt?
Hjallar að baki
í æsingamálum 2016?
Eftir Tryggva
V. Líndal » Það hillir undir
takmarkanir á
vexti hagkerfisins
m. a. vegna aukning-
arinnar í ferðamennsku
til landsins; vegna
styrkingar krónunnar.
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og
menningarmannfræðingur.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS