Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Mig langar til að minnast Egils Arn- ar vinar míns í ör- fáum orðum. Þegar fréttirnar bárust af andláti hans fór hug- urinn að leita í allar gömlu og ljúfu minningarnar, samtölin okkar þar sem allt milli himins og jarðar bar á góma og skemmtilegu samverustundirn- ar þar sem gleðin var ávallt við völd og mikið var hlegið. Egill var nefnilega svo skemmtilegur og hafði svo innilegan hlátur að það var ekki annað hægt en að hlæja og gleðjast með honum. Egill var einstaklega hlýr drengur, vinamargur með hjarta úr gulli og brosti út að eyrum, sínu fallega brosi, þegar hann talaði um Ernu sína og síðan litla ljósið sitt hana Ástu Sigríði. Það var svo augljóst hvað hann dýrkaði þær og dáði. Mér er minnisstætt samtal sem við áttum fyrir stuttu þar sem við ræddum daginn og veginn, pólitíkina, hvað það gengi vel í vinnunni hjá honum og hvað hann væri spenntur fyrir vænt- anlegri brúðkaupsferð þeirra, nýbakaðra hjónanna. Það kom til tals að nú væri ég að flytja í Kópavoginn og hann sagði mér að þar væri best að búa, ég ætti bara að hóa í hann ef hann gæti eitthvað hjálpað í flutningunum. Þannig var Egill nefnilega, allt- af tilbúinn til að aðstoða vini sína og rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Það er erfitt að hugsa til þess að hitta hann ekki aftur en mik- ið er ég þakklát fyrir að hafa þekkt hann. Ég veit að Egill er kominn á góðan stað núna um- lukinn birtu og hlýju en góðar minningar um traustan vin ylja okkur hér þegar sorgin sækir að. Elsku Erna, Ásta Sigríður, Gunnar, Ásta, Anton og Eva Lind, sorgin er ykkar og ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og Egill Örn Gunnarsson ✝ Egill ÖrnGunnarsson fæddist 24. sept- ember 1988. Hann lést 6. desember 2016. Útför Egils Arn- ar fór fram 20. des- ember 2016. styðja á þessum erfiðu tímum, sem og alla þá sem syrgja elsku Egil Örn. Mínar dýpstu samúðarkveðjur. Nanna Kristín Tryggvadóttir. Fréttirnar um andlát þitt voru mér þungbærari en orð fá lýst. Ekki var ég búin undir þessar fréttir og hefði aldrei getað ímyndað mér að þessi dagur rynni upp. En nú er hann kominn, því verður ekki breytt, elsku hjartans Egill minn. Þú komst í heiminn stór og fallegur, mamma þín, stóra systir mín, þá 22 ára og þú frumburðurinn rúmlega 20 merkur, allir biðu í ofvæni – því frá því að hríðar byrjuðu tók það mömmu þína tvo og hálfan sólarhring að koma þér í heim- inn – og að lokum tekinn með keisaraskurði. Þá varð ég stolt móðursystir, rúmlega þriggja og hálfs árs gömul. Minning- arnar streyma fram og þær eru allar góðar, þú varst alltaf svo góður og glaður, einlægur með fallega brosið þitt og fallegu augun. Þú varst heill í gegn og traustur, alltaf. Fyrstu minningarnar sem koma upp í hugann eru úr Þver- brekkunni, þú á fyrsta aldursári og ég í pössun hjá stóru systur. Það fannst mér spennandi og svo urðum við eldri og fórum að læra saman. Snemma kom í ljós hversu yfirburðargreindur þú varst. Þú gerðir allt vel og meira en það, vandvirkari menn og nákvæmari vandfundnir. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar. Það sem við brölluðum nú margt saman, þú, Anton og ég, í Kópavogi, Hafn- arfirði, á Ströndum, afmælum og jólum, það var alltaf svo gaman hjá okkur. Uppvaxtarár- in mín voru samtvinnuð þínum og Antons. Síðar, þegar ég sneri heim frá Gvatemala eftir árs dvöl sem skiptinemi þá komst þú með ömmu og afa til Keflavíkur að sækja mig. Þér hefur örugg- lega þótt ég hafa breyst mikið á þessu ári, ég varð allt í einu orð- in næstum fullorðin en þú þá rétt fermdur. Svo seinna, eftir að grunnskólagöngu lauk og þú hafðir fengið verðlaun fyrir öll samræmdu prófin og eftir að þú byrjaðir í MR, lá leiðin til Dóm- iníska lýðveldisins sem skipti- nemi – en fyrir brottför hlaustu grunnpróf í spænsku frá stóru frænku. Svo fannstu hana elsku Ernu þína og ævintýri og ferðalög tóku við, og lífið, sem svo færði ykkur Ástu Sigríði. Brúðkaups- dagurinn ykkar í sumar var yndislegur og það geislaði af ykkur fallegu ungu hjónunum, framtíðin handan við hornið. Mig langar að þú vitir hversu stolt ég hef alltaf verið af þér, elsku Egill minn. Þegar við ræddum saman undanfarin ár fóru umræðurnar að snúast um mikilvægari málefni en áður á uppvaxtarárunum, þú varst eldri en árin töldu – alltaf jafn ábyrgðarfullur. Þú varst fjöl- skyldumaður og umhugað um þína nánustu. Nú hugsa ég sárt til þeirra stunda sem aldrei verða, við áttum eftir að eiga svo margar fjölskyldustundir í framtíðinni, það var planið. Það er óraunverulegt að skrifa þessi orð. Mynd af þér brosandi birtist í huga mínum síendurtekið og ég skil ekki raunveruleikann. Hugur okkar er hjá þeim sem þér stóðu næst, þau eiga um sárt að binda nú, því missirinn er mikill, ólýsanlegur. Minning þín mun lifa um ókomin ár og Ásta Sigríður, litla fallega stúlk- an þín, fær að heyra sögur af þér frá ömmusystur þegar hún hefur þroska til. Þú varst mér svo kær – og nú kveð ég þig, elsku Egill, með sárum söknuði. Þín móðursystir, Harpa og fjölskylda. Elsku Egill minn, það er með mikilli sorg sem ég kveð þig, elsku vinur. Mér er hugsað til þess þegar ég hitti þig fyrst, á kaffihúsi í Kringlunni, þar sem þú ásamt öðrum varst að leita að ungum hægrimanni úr Menntaskólanum við Sund til þess að taka þátt í starfi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það þurfti ekki mikið til að sannfæra mig enda áttir þú mjög auðvelt með að fá fólk til liðs við þig enda vel að máli far- inn og sérstaklega heillandi. Þetta var örlagaríkur fundur, þar sem vinátta okkar varð til og ég met svo mikils. Minning- arnar eru ótal margar. Allt frá misskemmtilegum fram- kvæmdastjórnarfundum í SUS þar sem þú mættir alltaf með þín mál á hreinu til sumarbú- staðaferða þar sem þú sýndir frábæra takta á grillinu og Dav- íð sá um að blanda G&T fyrir hópinn. Það sem mér þótti einna vænst um í gegnum okkar vin- skap voru öll góðu og einlægu spjöllin sem við áttum. Í hvert sinn sem við hittumst tókum við stöðuna, ræddum hvað við vær- um að gera og hvað væri í far- vatninu. Í seinni tíð ræddir þú einna helst um hana Ástu litlu og hversu vel hún dafnaði, það þótti manni alltaf gott að heyra og þú brostir alltaf þínu breið- asta þegar þú talaðir um hana. Svo voru öll stóru verkefnin sem þú varst að vinna að hjá Fag- smíði og dáðist maður að þeim flottu hlutum sem þú varst að vinna að þar. Það var einkenn- andi fyrir þig hve vel þú kynntir þér hlutina til hlítar og gerðir allt að sama skapi ákaflega vel. Ég mun aldrei gleyma þér, Egill minn. Þó að það sé virki- lega sárt að kveðja þig þá veit ég að minningarnar um þig, þennan brosmilda, einlæga, káta, klára og myndarlega mann, muni hlýja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Hilmar Freyr Kristinsson. Mér er sérlega minnisstæður síðasti dagur þings Sambands ungra sjálfstæðismanna á Ísa- firði haustið 2009. Einn þingfull- trúa vatt sér að mér þá um morguninn. Hann hafði heyrt eitthvað um mig og kvaðst þurfa að kynnast mér betur. Þarna var Egill Örn mættur. Við spjölluðum lengi og fengum okkur sæti saman í flugvélinni á leiðinni suður. Þetta varð upp- hafið að mikilli vináttu. Hann var aðaldriffjöðrin í starfi okkar félaganna næstu misserin, þegar við söfnuðum liði fyrir aðalfund Heimdallar og höfðum að lokum sigur, en yfir 1.700 manns greiddu atkvæði á fundinum. Það var ekki hvað síst fyrir dugnað Egils Arnar, sem tók öllum opnum örmum. Hann hreif fólk með sér og hafði til að bera glæsimennsku sem átti sér enga líka. Sviplegt fráfall Egils Arnar er slík harmafregn að orð fá ekki lýst. Skarð er fyrir skildi en minningarnar ylja um ein- stakan drengskaparmann og góðan vin. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, Ernu Valdísi, litlu dóttur þeirra, Ástu Sigríði, og ástvinum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Egils Arnar. Björn Jón Bragason. Á fallegum degi í ágústlok fyrir rúmum níu árum gengu léttfætt ungmenni inn í Mennta- skólann í Reykjavík, uppfull af lífsgleði og spennu fyrir kom- andi skólaári og lífinu fram und- an. Í kennslustofunni mætti hópnum nýr einstaklingur, sá reyndist vera Egill Örn. Algjör heimsborgari, nýkominn frá Dóminíska lýðveldinu þar sem hann hafði dvalið árið á undan sem skiptinemi. Með spænskuna reiprennandi og salsataktinn í blóðinu, auk heils árs forskots í lífsreynslu, heillaði hann okkur öll samstundis með glettnum húmor, vináttu og heiðarleika. Egill var trausti vinurinn í bekknum sem alltaf var hægt að leita til, hvort sem okkur vant- aði aðstoð við reikningsdæmi eða skemmtisögu til að lífga upp á leiðinlegan dag. Það var ein- hvern veginn aldrei leiðinlegt í kringum Egil, hann hafði þetta blik í augunum. Hann var oftar en ekki miðpunktur athyglinnar og var elskaður jafnt af sam- nemendum og kennurum. Hann hafði sterkar skoðanir og lá alls ekki á þeim. Þær voru reyndar oftast heiðbláar út í gegn og féllu í misjafnan jarðveg hjá bekkjarfélögunum. Alltaf var hann samt til í að skoða málin frá öðrum sjónarhornum, rök- ræða og jafnvel skipta um skoð- un, að minnsta kosti að ein- hverju leyti. Eftir útskrift tvístraðist bekkurinn í leit að frekari menntun og réttri hillu í lífinu. Enn þá uppfull af lífsgleði og spennu, en sporin orðin ábyrgð- armeiri og við fundum alvöru lífsins færast nær. Heimsborg- arinn okkar hélt meira að segja alla leið til Kína þar sem hann lagði stund á fjármálanám eftir að hafa lokið BSc.-gráðu í verk- fræði. Við náðum ekki að hitta Egil, og hvert annað, eins oft og við hefðum viljað undanfarin ár. Samt var svo sérstakt að þegar við hittumst var eins og við hefðum síðast sést í gær. Skæl- brosandi Egill beið með fangið opið til þess að knúsa okkur, spyrja hvernig gengi og segja skemmtisögur. Þannig var bara Egill. Í dag göngum við þungum skrefum til Hallgrímskirkju þar sem við kveðjum elskulegan vin hinstu kveðju. Við höfum ekki öll tök á að fylgja Agli í dag en þeir bekkjarfélagar sem sjá sér ekki fært að komast biðja sér- staklega fyrir kveðju. Við þökk- um Agli af öllu hjarta fyrir góð- ar stundir sem við munum varðveita saman. Sagt er að á menntaskólaárunum eignumst við vini fyrir lífstíð. Við búum öll að vináttu Egils um ókomin ár. Fjölskyldu og öðrum vinum sendum við dýpstu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd bekkjarfélaga í 6.M, Guðrún Katrín Oddsdóttir. Mikið er það óraunverulegt að þurfa að kveðja Egil svona snemma. Fyrir níu árum kom hann í bekkinn okkar í MR og fljótlega urðum við góðir vinir. Við tengdumst í gegnum pólitík, hann var lengst til hægri og ég alveg jafnlangt til vinstri. Á þessum tíma vorum við einnig bæði mjög virk í ungliðahreyf- ingum okkar stjórnmálaflokka. Við sátum hlið við hlið á aftasta bekk, meirihlutann af lokaárinu okkar og rökræddum stjórnmál allan daginn, alla daga. Sumir kennaranna voru ekkert sérlega ánægðir með okkur þegar við vildum heldur tala um efna- hagsmál en eðlisfræði. Við viss- um bæði að við yrðum aldrei sammála, við reyndum aldrei að láta hitt skipta um skoðun en gleðin var í rökræðunum þótt við kæmumst aldrei að niður- stöðu. Lykillinn að okkar vin- áttu var sá að við bárum alltaf virðingu fyrir skoðunum hvort annars. Hann hlustaði á mína hlið af athygli áður en hann svaraði málefnalega á yfirveg- aðan hátt, fullkomlega fordóma- laus. Hann kenndi mér að allar rökræður eru skemmtilegar og af hinu góða ef allir aðilar bera virðingu fyrir hinum og skoð- unum þeirra. Ég hef haft þetta að leiðarljósi síðan enda mjög gott veganesti til að hafa í líf- inu. Við hjálpuðumst alltaf að með námsefnið, eyddum löngum stundum í að greina Íslands- klukkuna, stærðfræðireglur og Hávamál. Ef ég missti af degi þá kom Egill, óumbeðinn, til mín með heimaverkefni eftir skóla. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég man þegar við lærðum þetta erindi saman, ekki datt mér í hug að það myndi eiga við. Að minnsta kosti ekki svona snemma. Fljótlega þróaðist okkar vin- átta yfir í fallegt trúnaðarsam- band, eins miklar andstæður og við vorum þá skildum við hvort annað svo vel. Það var ekkert vandamál sem við gátum ekki leyst. Egill var hreinskilinn, for- dómalaus, skynsamur, bráð- fyndinn, heiðarlegur, eldklár, metnaðarfullur og traustasti vinur, einn besti maður sem ég hef kynnst. Síðustu misserin heyrðumst við sjaldnar en alltaf vissum við hvort af öðru. Okkar vinátta var ekki af ódýrari gerðinni, ég vissi alltaf að ég gæti leitað til hans. Þó það liðu langar stundir á milli, þá var alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær. Nú verður þessi kaffibolli aldrei drukkinn en ég mun drekka þá marga honum til heiðurs. Það er mikill missir að ung- um manni og ég mun sakna Eg- ils um langa framtíð. Brottför hans er reiðarslag fyrir fjölda fólks en allur sá fjöldi er ákveð- inn í að halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Ásta Sigríð- ur, litla stelpan hans, mun aldr- ei fá að gleyma þeim stórbrotna manni sem pabbi hennar hafði að geyma. Minningin mun lifa og hann mun alltaf eiga stað í huga mínum og hjarta. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Ernu Valdísar, Ástu Sigríðar, Gunnars, Ástu, Antons Arnar og Evu Lindar. Megi kærleikurinn umvefja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona alltaf, Ástríður Pétursdóttir. Egill Örn var sannur HK- ingur. Glaður, skemmtilegur, vel gefinn, metnaðarfullur og jarðbundinn drengur eru minn- ingar mínar af Agli. Alls staðar þar sem Egill Örn var heillaði hann fólk með nærveru sinni. Ávallt kurteis og með hlýja nærveru. Við eigum margar góðar minningar af Agli og er mér efst í huga Íslandsmeist- aratitlar í 4. flokki en Egill Örn varð Íslandsmeistari sumarið 2001 og 2002 en það voru ein- mitt fyrstu tveir Íslandsmeist- aratitlar HK. Einnig er æfinga- ferðin til Ólafsvíkur og keppnisferðin til Danmerkur í 3. flokki ofarlega í huga. Egill Örn er gullmoli sem við eigum eftir að sakna sárt en minningin um góðan dreng lifir. Elsku Erna Valdís, Ásta Sig- ríður, Ásta og Gunni, Anton og Eva, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Hilmar Rafn Kristinsson. Ég hef orðið þeirrar gæfu að- njótandi að vinna með ungu, efnilegu og góðu fólki, sem stundað hefur nám við Mennta- skólann í Reykjavík. Í þessum stóra hópi ríkir í senn eftir- vænting og kvíði fyrir því sem koma skal. Fljótlega tekur gleðin völdin þegar nemendur hafa stillt saman sína strengi. Við kennararnir fylgjumst með úr fjarlægð og reynum eftir bestu getu að tempra ærsla- ganginn þegar inni í kennslu- stofuna er komið. Nemendur láta að sér kveða á ýmsa lund, jafnt innan skólans sem utan. Í þessum stór hópi nemenda var Egill Örn. Hann stóð upp úr hópnum í víðasta skilningi þess orðs. Það er mjög átakanlegt að horfa á eftir þessum unga og efnilega manni. Engin orð geta lýst harmi aðstandenda og vina Egils. Egill vakti strax athygli mína fyrir fágaða og fallega fram- komu. Hann hafði skemmtilega kímnigáfu sem gaf líðandi stund ákveðinn blæ. Hann var mjög góður námsmaður, nálgaðist efnið á skipulagðan hátt. Kurt- eis var hann og horfði beint í augu viðmælanda með bros á vör. Fumlaus, hógvær og átaka- laus samskipti. Hann hafði góða nærveru. Eiginleikar hans gætu kristallast í einu orði, hann hafði persónutöfra, og fyllti út í allar útlínur þess orðs. Með okkur tókst mjög einlæg og góð vinátta. Lýsandi atvik fyrir góðvild og einlægni Egils þegar hann og bekkjarfélagi hans komu í heim- sókn til mín þar sem ég lá heima lærbrotinn á miðju haustmisseri árið 2008. Birtust þeir félagar með blómvönd og kveðjur frá bekknum. Egill fann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA THEÓDÓRSDÓTTIR frá Hörgsdal á Síðu, andaðist mánudaginn 19. desember á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum. Útför fer fram frá Prestsbakkakirkju fimmtudaginn 29. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Velunnarasjóð Klausturhóla, 0317-13-771176. . Börn hinnar látnu. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR KJARTANSDÓTTIR THORS, hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlandsbraut 66, Reykjavík, lést að heimili sínu 18. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 29. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir eða hjúkrunarheimilið Mörk. . Hrefna Sigurgeirsdóttir, Guðjón Jónsson, Kjartan Sigurgeirsson, Þórdís G. Bjarnadóttir, Jón Sigurgeirsson, Sigríður Harðardóttir, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Friðrik Hafberg, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.