Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 31
blómavasa, hellti vatni í, kom
blómunum fyrir á áberandi stað
í stofunni. Ekkert hik, ekkert
fát, engin feimni, gengið hreint
til verks.
Það var þétt handtakið þegar
leiðir skildi eftir stúdentsprófið
og því fylgdu þakkir til mín fyr-
ir samstarfið.
Með þessum fáu orðum reyni
ég af veikum mætti að lýsa Agli
og kynnum mínum af honum.
Sumu er ekki hægt að lýsa í
orðum, aðeins nærveran er lýs-
andi.
Ég votta aðstandendum og
öllum vinum Egils mína dýpstu
samúð. Sá mikli orðasmiður og
hugsuður, Þórarinn Eldjárn,
sagði eitt sinn að sorg og sökn-
uður þyrfti ekki að vera það
sama og óhamingja. Við Egill
vorum sammála um það sem
tengdist fræðigreininni okkar,
efnafræðinni. Efni sem koma
saman geta hvarfast og um-
myndast í önnur efni. En til
þess verður að hlúa að efnunum
og gæta þess að þau fari rétta
leið. Ég er viss um að Egill
væri mér sammála að sorg og
söknuður gæti ummyndast í fal-
lega minningu með tíð og tíma.
Mannlegur máttur getur stýrt
því ferli rétta leið.
Ég kveð vin minn og sam-
ferðamann með söknuð og
þakklæti í huga.
Skarphéðinn P. Óskarsson.
Það er alltaf erfitt að skrifa
ótímabærar minningargreinar,
en þannig er staðan nú hvað
varðar Egil, vin minn. Ég var
heppin að fá að kynnast honum
snemma á lífsleiðinni og vera
honum samferða í fótbolta hjá
HK, í Digranesskóla, MR og
SUS, auðvitað alltaf skrefinu á
eftir enda árinu yngri. Egill var
besti vinur frænda míns, hans
Gunnsteins, sem fetaði sömu
braut. Þeir félagar voru eins og
tvær hliðar á sama peningnum.
Ég man hvað mér fannst ég
vera heppin að eiga Gunnstein
sem frænda og besta vin hans
sem fylgdi með. Þeir voru fyr-
irmyndir mínar enda báðir ein-
staklega klárir, myndarlegir,
skipulagðir og frábærir í alla
staði. Við vorum oft saman og
bý ég að mörgum góðum minn-
ingum um þær stundir.
Lítið atvik kemur upp í hug-
ann. Einn morguninn vorum við
Egill að bíða eftir fari í MR. Ég
var að segja honum frá bók
sem ég þurfti að lesa í skól-
anum og var lítið spennt fyrir
lesningunni. Hann kannaðist
við bókina og spurði glettnis-
lega: „Hvað meinar þú eigin-
lega með að bókin sé óspenn-
andi? Aðalpersónan sefur hjá
vinkonu móður sinnar. Getur
það orðið nokkuð betra?“ Í dag
er þetta ein af uppáhaldsbókum
mínum.
Egill var í skiptinámi í Dóm-
iníska lýðveldinu og þegar hann
kom til baka vorum við á sama
ári í MR. Eitt afdrifaríkt kvöld
fórum við saman í bæinn. Hann
spurði mig hvaða staðir væru
vinsælastir á Íslandi nú þegar
hann sneri til baka frá útlönd-
um. Ég tjáði honum að Kúltúra
væri vinsæll staður. Við löbb-
uðum inn á staðinn og þar var
nú engin önnur en hún Erna
Valdís sem síðar varð stóra ást-
in í lífi Egils. Ég sá Egil ekki
meira það kvöldið.
Þær eru margar fallegu
minningarnar. En upp úr
stendur alltaf brosið hans Egils
sem gat breytt óbærilegum
degi í góðan dag. Þannig smit-
aði hann frá sér gleði og ham-
ingju til þeirra sem voru í kring
um hann.
Ég kveð Egil með sorg í
hjarta en bros á vör, því minn-
ingarnar um Egil kalla ætíð
fram bros. Ljós í myrkri er fal-
lega dóttirin, hún Ásta Sigríð-
ur. Ég votta Ernu Valdísi og
fjölskyldu hans mína dýpstu
samúð.
Guðrún Anna Atladóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
✝ Guðrún Stef-anía Jakobs-
dóttir fæddist 15.
júní 1938 í Dverga-
steini á Ólafsfirði.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Horn-
brekku 10. desem-
ber 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob Ingi-
mundarson, f. 21.7.
1905, d. 20.12.
1988, og kona hans Sigríður
Pálmadóttir, f. 20.12. 1908, d.
14.9. 1958. Guðrún giftist 26.10.
1963 Agnari Baldri Víglunds-
syni, f. 5.4. 1930, d. 27.3. 2012.
Foreldrar hans voru Víglundur
Nikulásson, kennari og sjómað-
ur í Ólafsfirði, f. 3. júní 1891 á
Garðabrekku í Staðarsveit,
Snæfellsnesi, d. 27. ágúst 1979,
og kona hans, Sigurlaug Magn-
úsdóttir, f. 7. nóv. 1895 í Ólafs-
firði, d. 21. ágúst 1969. Börn
veig Bláfeld, f. 17.11. 1974, gift
Viðari Páli Hafsteinssyni, f.
21.8. 1974, saman eiga þau fjög-
ur börn.
Guðrún gekk í barnaskóla
Ólafsfjarðar. Hún fór suður
með sjó ung að árum til að
vinna á vertíð ásamt vinkonum
sínum. Snéri aftur til Ólafs-
fjarðar árið 1958 þar sem hún
hóf fljótlega búskap og fór að
eiga börn. Guðrún var heima-
vinnandi og hugsaði um börn og
bú . Þegar öll börnin voru orðin
stálpuð hóf hún störf við fisk-
vinnslu. Lengst af og allt þar til
hún hætti störfum vegna aldurs
hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar,
en þar á undan vann hún hjá
Stíganda við síldarsöltun, í Salt-
húsi hjá Önnu hf. og mörg
haust í sláturhúsi Kaupfélags
Ólafsfjarðar. Guðrún var með-
limur í Kvenfélaginu Æskunni á
Ólafsfirði í tugi ára. Guðrún var
mikil handavinnukona. Guðrún
bjó lengst af á Kirkjuvegi 18,
síðan seinni ár á Strandgötu 5
og síðustu árin á dvalarheim-
ilinu Hornbrekku.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 22.
desember 2016, kl. 14.
Guðrúnar og Agn-
ars: 1) Sigríður
Jakobína, f. 20.12.
1959, gift Sigurjóni
Magnússyni, f.
11.3. 1959, saman
eiga þau þrjú börn
og átta barnabörn.
2) Steinar, f. 19.7.
1962, k. I (skildu)
Jónína Símonar-
dóttir, saman eiga
þau eitt barn og
þrjú barnabörn. K. II Kristín
Rósa Hjálmarsdóttir, f. 3.1.
1965, saman eiga þau tvö börn.
3) Jakob, f. 10.5. 1964, kvæntur
Dagbjörtu Gísladóttur, f. 2.7.
1963, saman eiga þau þrjú börn
og þrjú barnabörn. 4) Úlfar, f.
12.1. 1967, k. I (skildu) Helga
Björg Guðmundsdóttir, saman
eiga þau tvö börn og eitt barna-
barn. K. II (skildu) Ólöf María
Jóhannesdóttir, f. 20.2. 1968,
saman eiga þau tvö börn. Sól-
Amma Gunna er orðin engill
eins og afi Aggi, sagði ein lítil. Við
eigum eftir að sakna hennar heil
ósköp. Við mamma töluðum sam-
an í síma á hverjum einasta degi
og að geta ekki tekið upp tólið og
heyrt í henni er erfiðara en orð fá
lýst. Það sem ég er glöð að hafa
gert mér ferð norður á dögunum
til að eyða tíma með henni þótt
hún hafi ekki verið upp á sitt
besta þá tjaldaði hún öllu til
morguninn sem ég kvaddi hana
og var hún hin hressasta og áttum
við dýrmæta stund saman. Þolin-
mæði og umburðarlyndi eru orð
sem koma upp í hugann, móðir
fimm barna. Ég örverpið átti ynd-
islega æsku, húsið alltaf fullt af
vinum eða systkinabörnum mín-
um sem voru tíðir gestir. Eitt af
því skemmtilegasta að gera með
mömmu var að horfa á gaman-
þætti í sjónvarpinu, hún hló alltaf
svo mikið og hátt að maður smit-
aðist algjörlega með henni í rok-
unum. Vinir mínir komu heim til
mín til að horfa á Tomma og
Jenna því að það var svo gaman
að horfa á þá með mömmu af því
að hún hló svo mikið. Laugar-
dagskvöldin voru æði, þá fékk ég
að fara í sjoppuna og kaupa app-
elsín í gleri og fullan poka af kúl-
um handa henni og ég fékk kók í
gleri, lakkrísrör og eitthvert
nammi, þetta er eitthvað sem ég
man eftir alla tíð. Mamma og
pabbi fluttu á Hornbrekku árið
2011 og þar fór mjög vel um þau
og kann ég starfsfólki Horn-
brekku bestu þakkir fyrir. Bara
eins og mamma sagði sjálf á
sjúkrahúsinu á Akureyri í vikunni
áður en hún dó hundveik og hélt
sér varla vakandi þá tilkynnti hún
hjúkkunum þar að hún yrði að
fara að komast út í Ólafsfjörð, þar
væri hugsað svo rosalega vel um
hana og sér liði miklu betur þar.
Mamma var mikil handavinnu-
kona, fyrir nokkrum árum fór
hún að sauma Bucilla-jólasokka
og jóladót. Hún var eins og vél
þegar að hún fór af stað og saum-
aði hvern sokkinn á fætur öðrum
og áður en við vissum af voru öll
börnin og afkomendur komin með
sokka í jólapakkann sinn. Sokkar,
veggteppi og dagatal eru meðal
annars hlutir eftir hana sem hafa
fallið mér í skaut í gegnum árin
og þykir mér agalega vænt um
það. Mamma var afskaplega stolt
af barnabörnunum sínum og ég
fékk að heyra af öllum sigrum
þeirra í símanum. Þótt hún hafi
verið veik síðustu daga þá brann
það á henni að krakkarnir tækju
góð jólapróf og það veit ég að þau
gera. Mamma saknaði pabba svo
svakalega mikið en núna er hún
komin til hans. Ég á ótal minn-
ingar og börnin mín um ömmu
Gunnu sem við geymum í hjarta
okkar. Elsku mamma, ég bið að
heilsa pabba og ég veit að vel hef-
ur verið tekið á móti þér í Sum-
arlandinu, ég sakna þín alveg heil
ósköp en ég veit að þú ert sátt og
líður vel, þá verð ég að vera sátt.
Þú ert gull og gersemi góða
mamma mín.
Dyggðir þínar dásami eilíflega
dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi, væntum-
þykja úr augum skín.
Hugrekki og hugulsemi og huggun
þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem
prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm,
lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
Ástarkveðjur og kossar þang-
að til við hittumst aftur, þín dótt-
ir,
Sólveig Bláfeld.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan
geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái
skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
(Matthías Jochumsson)
Í dag kveðjum við kæru
tengdamóður mína eftir erfið
veikindi. Það er skammt stórra
högga á milli, aðeins mánuður frá
því faðir minn kvaddi en þar átti
hún stóra hluttekningu í að
hugga mig og mína, en þannig
var einmitt Gunna. Fyrir mér var
hún dugnaðarkona sem hlífði sér
ekki í verkum sínum. Ys og þys
einkenndi heimili þeirra hjóna og
á þeim tíma var þar ávallt mikið
rætt, skrafað og þrætt. Húsmóð-
irin var þar hin rólegasta og oft-
ast í eldhúsinu að elda, baka og
eða undirbúa mat, veislur og ann-
að er þurfti að gera klárt. Þar á
heimilinu tóku allir vel til matar
síns og var henni það einni lagið
að koma því sem til þurfti á borð
svo allir fengju meira en nóg.
Þegar við sonur hennar hófum
búskap var gott að geta leitað til
hennar varðandi mat og bakstur
því allt þurfti að vera eins og hjá
„mömmu“.
Einnig voru þau hjónin alla tíð
með kindur, en var hún mikill
dýravinur og tók hún virkan þátt
í vinnunni í fjárhúsunum sem og
sá um að allir fengju nóg að bíta
og brenna eftir átökin. Henni
var mjög umhugað um kindurn-
ar og fór hún ávallt í réttir, sauð-
burð heimsótti fjárhúsin þó hún
væri orðin slæm til heilsunnar.
Ég dáðist að henni alla tíð og
umburðarlyndi því sem hún
sýndi fólkinu sínu og börnum
alla tíð. Gunnu þótti mjög vænt
um börnin sín og lét sig ekki
vanta ef þannig atvikaðist og
stóð ávallt þétt við bak þeirra og
passaði þau af öllum sínum
mætti sem og barnabörnin, sem
áttu ávallt öruggt skjól hjá
ömmu Gunnu. Lagin var Gunna
við föndur ýmiss konar og er
margt fallegt sem eftir situr og
fjölskyldan fær að njóta, en þar
var enginn skilinn eftir og lýsir
það því hvernig hún vildi öllu
sínu fólki vel.
Stundirnar okkar hefðu þó
alltaf mátt vera fleiri, þegar
maður hugsar til baka, og er ég
því svo þakklát fyrir að hafa átt
með þér síðustu ár á Dvalar-
heimilinu kærkomnar stundir
þar sem við tvær spjölluðum um
hvað lífið kennir og það sem bet-
ur hefði mátt fara í amstri dags-
ins. Að gefa okkur tíma fyrir
okkur sjálf, en við erum ekki
ólíkar á hlaupaskónum. Og
margt fleira sem kom okkur báð-
um á óvart, hverju við heilluð-
umst sameiginlega af, þegar
samtölin voru orðin djúp og ein-
læg. Ég er svo þakklát fyrir hvað
við náðum vel saman, skemmti-
legar stundir sem ég geymi með
mér, mikið á ég eftir að sakna
þeirra.
Við ráðum ekki við allt sem
verður á vegi okkar, en svo er
tíminn liðinn hjá. Elsku tengda-
mamma mín, nú er þinni lífs-
göngu og verkum lokið og veit ég
í hjarta mínu að Agnar tengda-
pabbi hefur tekið á móti þér með
fögnuði og hlýju. Það sem þú
saknaðir hans mikið og veit ég að
þú ert sátt og í senn á góðum
stað með þínu fólki sem farið er á
undan.
Ég þakka þér allt það sem þú
varst mér, börnunum og barna-
börnunum. Ég bið Guð að geyma
þig, og engla að umvefja þig ljósi
friðar í sumarlandinu þar sem við
öll sameinumst á ný.
Þín tengdadóttir,
Meira: mbl.is/minningar
Dagbjört Gísladóttir.
Með tárvotar kinnar sit ég hér
og skrifa minningargrein um
elsku ömmu Gunnu. Amma
Gunna var einstaklega falleg sál
með hjarta úr gulli. Ég hef alla
tíð verið mikil ömmustelpa og
elskaði ömmu Gunnu óendanlega
mikið enda er hún, verður og hef-
ur alltaf verið stór hluti af lífi
mínu þar sem hún og afi Aggi
eiga stóran þátt í að ala mig upp
og gera mig að þeirri manneskju
sem ég er í dag. Kom amma mér í
gegnum alla grunnskólagöngu
mína með toppeinkunnir enda
hlýddi hún mér yfir fyrir öll próf
og hætti ekki fyrr en ég kunni allt
utan að – meira að segja fyrir
enskupróf þótt hún hafi ekki skil-
ið stakt orð í ensku.
Amma var mikil húsmóðir og
hikaði ekki við að henda mér í
djúpu laugina og kenndi hún mér
öll góðu ráðin í eldhúsinu. Ég er
svo þakklát fyrir allt sem hún
kenndi mér og fáar unglingstúlk-
ur sem kunnu að gera saltkjöt og
baunir, góða kjötsúpu, gera slát-
urkeppi, uppstúf eða hvíta sósu
eins og margir segja eða henda í
formköku eða baka sjö sortir af
smákökum fyrir jólin. Já, við
eyddum mörgum stundum í að
dunda okkur saman og þolin-
mæðin sem hún hafði fyrir mig
var endalaus. Hún gat tekið 50
spil á dag án þess að fá leið á því.
Amma Gunna var góð sál og
knúsin hennar svo hlý og góð og
var hún alltaf svo yfirveguð og
róleg nema þegar hún horfði á
spennandi fótboltaleik eða hand-
boltann, þá gat hún sko öskrað og
fagnað.
Amma var hógvær og sterk
kona og alltaf með bestu ráðin,
amma var mikil baráttukona í
sínum veikindum og alveg sama
þótt hún hafi verið lasin, þá var
sko allt í fínu lagi með hana að
hennar sögn. Með sárt hjartað lít
ég til baka og hugsa um allar þær
góðu stundir sem við eyddum
saman, þær voru sko margar. Að
fara heim eftir skóla var að fara
heim til ömmu og afa þar var
heimili mitt, og þar beið alltaf
heitur hádegismatur, lummur
eða pönnukökur handa manni.
Það yljar mér um hjartarætur að
vita að afi Aggi tók vel á móti
henni og þau loks sameinuð á ný.
Elsku amma Gunna, það sem ég á
eftir að sakna þín og það verður
erfitt að koma heim í fjörðinn
fagra og geta ekki komið beint til
þín að knúsa þig. Það er alltaf erf-
itt að missa einhvern frá sér og er
stórt skarð í líf mitt sorfið en ég
veit að þú ert stolt af stelpunni
þinni sem stóð sig heldur betur
vel í lokaprófunum og skilaði auð-
vitað toppeinkunnum og er loks
útskrifuð sem hárgreiðslukona.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín litla ömmustelpa,
Edda Heiðrún Úlfarsdóttir.
Guðrún Stefanía
Jakobsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR
búfræðings,
fyrrverandi útibússtjóra Kaupfélags
Eyfirðinga á Siglufirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar,
hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, fyrir framúrskarandi
umhyggju og aðhlynningu.
.
Jónas Guðmundsson, Anh-Dao Tran,
Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson
og barnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRGVINS JÓNSSONAR
vélstjóra,
Fróðengi 9.
Innilegar þakkir til starfsfólks á 13G á
Landspítalanum.
.
Erna Særún Vilmundardóttir,
Smári Björgvinsson, Kristín Arnardóttir,
Þorsteinn Örn Björgvinsson, Hulda Sigurðardóttir,
Vildís Björgvinsdóttir, Charles Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar og ömmu,
KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Aðalstræti 9, Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru færðar sr. Sveini
Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar.
.
Lars Emil Árnason,
Erla Árnadóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar