Morgunblaðið - 22.12.2016, Page 39

Morgunblaðið - 22.12.2016, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Skáldsagan Eyland hefst áendalokum ástarsambands,en rétt eftir að ástarsam-bandið slitnar, slitnar sam- band Íslands við umheiminn. Án þess að ástæður þess séu ljósar er Ísland skyndilega gjörsamlega ein- angrað. Í fyrstu vekur þetta ugg, óþægindi og jafn- vel einhverja spennu hjá al- menningi og aðal- persónu sög- unnar, blaða- manninum Hjalta, en fljót- lega koma aðrar og alvarlegri af- leiðingar í ljós. Eyland er frumraun fréttakon- unnar Sigríðar Hagalín Björns- dóttur en lítill byrjendabragur er á verkinu. Þetta er spennusaga skrif- uð af nákvæmni og jafnvel á köflum af hlutleysi fréttamannsins. Höf- undur skoðar frá raunsæislegum og hagrænum sjónarmiðum hvað Ís- land þyrfti í raun og veru að gera til að verða sjálfu sér nægt sem er ákaflega fróðleg lesning. Öllu skelfi- legri en um leið sannfærandi eru þær félagslegu og siðferðislegu spurningar sem vakna – hvað gerist ef öll okkar afkoma byggir á mat- vælaframleiðslu? Ef lyf og eldsneyti klárast? Ef ljóst er að matvælafram- leiðsla stendur ekki undir þeim 350.000 sem landið byggja? Hver ákveður hverjir fá matinn, lyfin, nauðsynjar? Hér er spurt að því hvað sameini okkur – hvað geri manneskjur að fjölskyldu, að þjóð og hvernig tengsl gildi þegar kreppir að. Útlendingahatur, þjóðremba og rasismi fá byr undir báða vængi í þeim aðstæðum sem höfundur skap- ar en þótt aðstæðurnar séu skáld- skapur eru hugmyndafræðin og hat- ursorðræðan afskaplega kunnug- legar og tengslin við skelfilega stöðu flóttafólks í heiminum í dag augljós. Vangaveltur höfundar um vald eru kannski ekki nýjar af nálinni en engu að síður er vel með þær unnið og samhengið afskaplega sannfær- andi. Sigríður beinir líka sjónum sínum að stöðu fjölmiðla – ef öllu skiptir að fá Íslendinga til að vera bjartsýna og standa saman – hvað verður um þá sem spyrja óþægilegra spurninga og jafnvel gagnrýna aðferðafræði stjórnvalda? Ekki þarf að leita lengi til að finna samhljóm úr samtíma okkar þar sem fjölmiðlar hafa mátt sæta alvarlegri gagnrýni og jafnvel hótunum vegna fréttaflutnings síns. Hafi einhverjum þótt slíkt athæfi broslegt hljóðnar hláturinn snögg- lega við lestur Eylands. Sigríður kastar fram gríðarlega áhugaverðum spurningum og svörin sem hún færir okkur eru mörg skelfileg – og skelfilega trúverðug. Eins og í öllum góðum vísindaskáld- sögum liggja þræðir beint í okkar samtíma og samfélag – mögulega má allt í kringum okkur finna vísa að því þjóðfélagi sem verður til í bókinni. Eyland er frumraun en merkilega heildstætt og kröftugt skáldverk, á stöku stað er frásögnin dálítið dreifð og hefði mátt vinna betur með þróun aðalpersónunnar Hjalta en það kem- ur ekki að sök – Eyland er hárbeitt ádeila og gríðalega spennandi lesn- ing. Morgunblaðið/Eggert Sigríður „… hárbeitt ádeila og gríðalega spennandi,“ segir rýnir. Óhugnanlegt Ísland morgundagsins Skáldsaga Eyland bbbbn Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 2016. 252 bls. MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR BÆKUR sem kallar á að þetta sé karlmaður frekar en kona. Karlar hafa ekki einkarétt á siðblindu,“ segir Gísli sposkur. Hann játar því þó að vissu- lega breytist ýmislegt í verkinu þeg- ar Jagó verður kona. „Jú, nú er það t.d. kona sem segir eiginmanni að eiginkonan sé honum ótrú. Í því er allt önnur dýnamík en þegar tveir karlar ræða þetta sín á milli.“ „Ekkert annað en pungsháttur“ „Svo kemur auðvitað enn annar vinkill þegar Óþelló velur annan karlmann sem næstráðanda sinn og gengur framhjá Jagó í ráðningunni – þegar Jagó verður kona erum við hér komin með dæmi um strákaklíkuna sem margar konur glíma við í nútím- anum þegar þær sækjast eftir stjórnunarstöðum,“ segir Gísli og bætir því við að hér sé ekki um klisju að ræða. „Þetta er ískaldur raunveruleiki kvenna í dag. Fyrir nokkrum árum spruttu upp nokkrar sýningar þar sem konur léku Hamlet og þá heyrði ég því oft fleygt að það væri „í tísku“ að láta konu leika Hamlet. Með öðrum orðum var verið að segja að hér væri tímabundinn gluggi sem stæði konum opinn, en að hann myndi lokast þegar þessi tísku- bóla springi og þá yrði allt aftur eins og það ætti að vera. Þetta er ekkert annað en pungsháttur. Ef maður stingur upp á því í dag að láta konu leika Hamlet í London er svarið að það hafi verið gert fyrir þremur ár- um í Manchester. Þetta eru sorgleg viðbrögð. Menn vilja gleyma því að góður leikur er alltaf góður, hvert sem kynið eða kynþátturinn er. Ég gæti fyllt heilu opnurnar í um- ræðunni um þetta.“ Leikgerð Óþelló ku vera allt öðruvísi en hún var í Rómeó og Júlíu, þótt leikstjórinn og leikhópurinn séu þeir sömu. „Það helgast af því að þetta er einfaldlega allt öðruvísi verk. Í Rómeó og Júlíu var mikið um loftfimleika og elskend- urnir ungu bókstaflega bárust á vængjum ástarinnar yfir sviðið. Óþelló býður ekki upp á slíkt.“ Leik- húsgestir eiga engu að síður von á góðu. „Verkið byggist að talsverðu leyti upp á samtölum persónanna og við leggjum þess vegna mikið upp úr því áhorfandinn upplifi nálægð við þessi afdrifaríku samtöl á sviðinu,“ segir Gísli að lokum. Ljósmynd/Eddi „Ég vann þýðinguna einn en Gísli Örn vann síðan leikgerð upp úr henni,“ segir Hallgrímur Helgason um þýðingu sína á Óþelló sem ný- lega hlaut tilnefningu til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2016. Þetta er í annað sinn sem þeir Gísli vinna saman að verki eftir Shakespeare. „Ég þýddi Rómeó og Júlíu þegar Vesturport setti það upp árið 2002. Það gekk vel,“ segir Hall- grímur og segist óneitanlega hafa búið að þeirri reynslu við þýðingu Óþelló. „Ég vissi betur að hverju ég gekk í þetta skiptið og gekk kannski ákveðnari til verks. Shake- speare er magnaður höfundur og fer í öllum verkum sínum djúpt inn í mannssálina. Í Óþelló sýnir hann okkur hvernig lygin getur gert út af við góðan mann og hversu stutt er milli hamingju og helvítis í sam- búð karls og konu. Eitt lúmskt orð er nóg.“ Ekki er hlaupið að því að þýða Shakespeare. „Þetta er snúinn texti. Ein lína er fimm bragliðir, hver bragliður er tvö atkvæði og það þarf að koma miklu efni fyrir í hverri línu. Þetta var stundum eins og að pakka fyrir flug með Wow, maður var að reyna að troða tíu dögum ofan í eina litla ferða- tösku,“ segir Hallgrímur. „Einstaka sinn- um kom fyrir að ég þurfti að skilja eitt sokkapar eftir eða setja það í aðra línu.“ „Maður kemst í ham við að þýða Shake- speare. Það er eins og textinn hafi einhver orkugefandi áhrif á mann – sem er hentugt, því það þarf mikla orku til að þýða svona texta. Maður kýlist upp. Shakespeare er áfengur og víman sem hann gefur er einmitt sú sem þarf til að þýða hann. Ég er búinn að eyða hálfu ári með þessu verki og finnst ég enn ekki sjá það í einni sjónhendingu. Óþelló er enn fjall sem ég sé aldrei allt í einu því enn er þriggja dægra gangur í kringum það. Verk skreppa yfirleitt saman þegar maður fer svona oft í gegnum þau en það gerir Óþelló ekki, heldur er frekar eins og fjallið stækki þeim mun oftar sem maður gengur á það.“ Stutt milli hamingju og helvítis HALLGRÍMUR HELGASON ÞÝÐIR SHAKESPEARE Í ANNAÐ SINN Hallgrímur Helgason Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Janúarsýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Mán 26/12 kl. 13:00 24.s. Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 4/1 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s. Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Ræman (Nýja sviðið) Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Jólaflækja (Litli svið ) Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas. Síðasta sýning. Jesús litli (Litli svið ) Mán 26/12 kl. 20:00 aukas. Síðasta sýning. Hún Pabbi (Litla svið ) Fös 6/1 kl. 20:00 Frums. Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn Lau 7/1 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Salka Valka (Stóra svið) Mið 28/12 kl. 20:00 Fors. Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 29/12 kl. 20:00 Fors. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Fös 6/1 kl. 19:30 Frums Fim 12/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Gísli á Uppsölum (Kúlan) Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30 Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 12/1 kl. 20:00 1.sýn Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan) Fim 29/12 kl. 17:00 Lau 14/1 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.