Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 80

Fréttablaðið - 25.02.2017, Page 80
Algengast hefur verið að skipt sé um ósæðarlokuna í opinni hjartaað- gerð þar sem gamla lokan er tekin burt og nýrri komið fyrir í stað- inn. Við opna hjartaaðgerð þarf að kljúfa bringubeinið, opna inn á hjartað, tengja sjúkling við hjarta- og lungnavél, stoppa hjartað og skipta svo um lokuna. Í lok aðgerð- ar er hjartað stuðað aftur í gang og bringubeini og sárum lokað. Að- gerðin krefst svæfingar, gjörgæslu- legu í 1-2 sólarhringa og 7-10 daga legu á sjúkrahúsinu. Bringubeinið er um sex vikur að gróa og endur- hæfingin tekur tvo til þrjá mánuði. Nýja lokan er ýmist úr lífrænu efni (lífræn loka) eða úr ólífrænu efni t.d. málmi eða öðru hörðu efni (mekanisk loka). Ókostur við mek- anisku lokurnar er að sjúkling- ar þurfa ævilanga blóðþynningu með warfarini, en kostur við slík- ar lokur er að þær endast lengur en lífrænu lokurnar. Ending lífrænnar loku er þó talin um 10-15 ár. Þræðingalokur Fyrir um tíu árum var farið að skipta um ósæðarlokur með þræð- ingatækni. Þessar lokur, sem kalla má þræðingalokur, eru byggðar upp þannig að á grind úr málm- blöndu eru saumuð lokublöð úr líf- rænu efni. Grindina er hægt að krumpa á æðalegg sem er færð- ur upp að ósæðarlokunni gegnum slagæð og henni sleppt þar eða hún blásin upp með belg. Þessar lokur eru úr svipuðu efni og lífrænar lokur sem settar eru í opnu hjarta- aðgerðunum. Lokublöðin eru oft gerð úr gollurshúsi svína eða naut- gripa. Algengast er að færa þessa nýju loku upp í hjartað frá náraslagæð- inni enda hefur sú leið reynst gefa bestan árangur og minnsta fylgi- kvilla. Þó er hægt að fara aðrar leiðir að hjartanu t.d. milli rifja í vinstri síðu og beint í gegnum hjartabroddinn, um slagæð undir viðbeini eða slagæð á hálsi. Einn- ig er hægt að fara beint gegnum ósæðina en þá þarf að opna brjóst- holið svipað og við opna hjartaað- gerð. Þræðingalokurnar endast að líkindum eins og aðrar lífrænar lokur en það á eftir að staðfesta það þegar lengri reynsla fæst af þeim. Í upphafi stóðu þræðingalokur einungis til boða sjúklingum sem ekki var treyst í opna aðgerð. Þeir voru oftast aldraðir, með marga sjúkdóma og höfðu margir áður farið í opna hjartaaðgerð. Síðan hafa rannsóknir sýnt gagnsemi þræðingatækninnar einnig hjá eldri sjúklingum með minni sjúk- dómsbyrði. Nú fara fram rannsókn- ir á enn yngri sjúklingum með litla áhættu við opnar aðgerðir. Í fram- tíðinni má því jafnvel búast við að yngri og hraustari sjúklingar geti fengið þræðingaloku ef þær koma vel út. Lokuaðgerðir með þræðinga- tækni eru mikilvægt framfara- skref og góð viðbót við opnu að- gerðirnar. Opin aðgerð verð- ur samt áfram betri kostur fyrir suma sjúklinga t.d. þá sem eru að- eins með lokuleka, þá sem þurfa kransæðahjáveituaðgerð samtím- is lokuskiptum, eða ef þrengingar eru í náraæðum svo lokunni verði ekki komið upp þá leið. Heildarkostnaðurinn er svipað- ur við þræðingaloku og við opna aðgerð. Verð þræðingalokanna er að lækka og sennilegt að þessi meðferð verði fljótlega ódýrari en opin aðgerð. Eftir þræðingaloku- aðgerð er að jafnaði ekki er þörf á gjörgæslumeðferð, legutíminn er styttri, og hægt er að hefja endur- hæfingu fyrr en eftir opna aðgerð. Kostnaður sparast við heimilisað- stoð, hjúkrun og umönnun. Eftir báðar gerðir aðgerða fækkar svo spítalalegum og bráðamóttöku- heimsóknum, auk þess sem lífs- gæði batna. Þræðingalokur á Íslandi Ósæðarlokuaðgerðir með þræð- ingatækninni hafa verið fram- kvæmdar á Landspítalanum síðan í janúar 2012 eða í fimm ár. Á þeim tíma hafa aðgerðirnar þró- ast mikið. Bæði hefur tækninni fleygt fram og aðgerðirnar hafa verið einfaldaðar, þær taka styttri tíma og reyna minna á sjúkling- ana. Þannig hefur verið hætt að svæfa sjúklingana og aðeins sumir þurfa æðalegg í háls og tímabund- inn gangráð sem þurfti hjá öllum sjúklingunum áður. Ekki er leng- ur þörf á þvaglegg, öndunarvél eða hjartaómskoðun um vélinda. Áður þurfti að forvíkka allar gömlu lok- urnar með belg áður en nýju lok- unni var komið fyrir en nú er það aðeins gert í völdum tilvikum t.d. ef mikið kalk er til staðar. Síðast en ekki síst er slíðrið sem notast er við í náraslagæðina orðið grennra en áður sem minnkar hættu á blæð- ingum. Vegna þessa alls er ekki lengur þörf á gjörgæslulegu eftir aðgerðina. Stórt teymi bæði lækna og starfsfólks frá ýmsum deildum spítalans kemur að aðgerðunum, eða milli 15-20 manns. Nú hafa sjötíu sjúklingar fengið þræðingaloku á Landspítala. Með- alaldur þeirra er 84 ár. Aðgerðirn- ar hafa gengið vel og flestir sjúkl- inganna hafa bætt áreynslugetu sína og hafa minni sjúkdómsein- kenni. Fylgikvillar hafa verið fá- tíðari en búist var við á grundvelli erlendra rannsókna. Enginn sjúkl- ingur hefur andast í aðgerð og að- eins einn sjúklingur hefur látist í sjúkrahúslegunni eftir aðgerð. Aðrir hafa útskrifast af sjúkrahús- inu og flestir eru enn á lífi þrátt fyrir háan meðalaldur við aðgerð. Frekari þróun og framtíðin Þræðingalokurnar eru taldar end- ast í að minnsta kosti 10 ár og sennilega lengur. Ef lokan bilar t.d. eftir 10 ár er hægt að setja nýja þræðingaloku inn í þá gömlu á ný. Það á einnig við um þær lífrænu lokur sem settar eru í opnu aðgerð- unum í dag, í þær er hægt að setja þræðingaloku síðar ef þörf er á. Þær lokur sem notaðar hafa verið hér á Íslandi kallast Core- Valve og Evolute-R. Á þessu ári er vonast til að framkvæmdar verði 20-30 þræðingalokuaðgerðir á Landspítala með slíkum lokum. Einnig er stefnt að þátttöku í fjöl- þjóðlegri vísindarannsókn, þar sem sjúklingar sem eru yngri en 70 ára gangast annað hvort undir opna að- gerð eða fá þræðingaloku og hóp- arnir verða svo bornir saman. Síðasta nýjungin, stærri loka að þvermáli en áður hefur þekkst eða 34 mm, kom á markað nú í janúar 2017. Með henni er hægt að bjóða sjúklingum með mjög stórar lokur aðgerð með þræðingu, sem áður urðu að fara í opna aðgerð eða vera án aðgerðar. Nú þegar hafa tvær slíkar lokur verið settar í á Land- spítalanum með góðum árangri. Því voru tveir íslenskir sjúklingar með þeim fyrstu í heiminum að fá svo stóra loku. Áfram verður fylgst náið með framförum og rannsóknum á loku- aðgerðum erlendis og Landspítal- inn stefnir að því að bjóða sjúkl- ingum bestu meðferð og nýjustu úrræðin. Framtíðin verður því að teljast björt varðandi meðferð sjúklinga með sjúkdóma í ósæðar- loku. Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur Fyrir um tíu árum var farið að skipta um ósæðarlokur með þræðingatækni. Þessar lokur eru byggðar upp þannig að á grind úr málmblöndu eru saumuð lokublöð úr lífrænu efni. Grindina er hægt að krumpa á æðalegg sem er færður upp að ósæð- arlokunni gegnum slag- æð og henni sleppt þar eða hún blásin upp með belg. Ísetning ósæðarloku í þræðingu. Hér sést hvernig nýja lokan þenst út. Lokan sjálf. Ör framþróun í ósæðarlokuaðgerðum Ósæðarlokan er sú hjartaloka sem algengast er að þarfnist viðgerðar vegna lokuþrengsla og/eða lokuleka. Ósæðarlokuaðgerðir með þræðingatækni hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum síðan í janúar 2012. Á þeim tíma hafa aðgerðirnar þróast mikið og til hins betra. Allir í rauðu Starfsmenn Hjartaverndar rauðklæddir. Starfsmenn Hjartaheilla klæddust rauðu. Starfsfólk hjarta- deildar tekur alltaf þátt í rauða deginum. Starfsmenn Ráðhúss Hafnarfjarðar eru til fyrirmyndar. Rauði dagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur 3. febrúar sl. Hér eru örfáar myndir frá deginum. Fylgist með á facebook á GoRed Ísland. HjARtAmánuðuR - GO RED Kynningarblað 25. febrúar 20176 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 5 0 -0 2 4 8 1 C 5 0 -0 1 0 C 1 C 4 F -F F D 0 1 C 4 F -F E 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.