Fréttablaðið - 10.03.2017, Síða 23

Fréttablaðið - 10.03.2017, Síða 23
Kynningarblað Það að er engin spurning um að fiskeldið er afar landsbyggðarvæn grein. Það hefur orðið viðsnúningur í sumum bæjum þar sem atvinnulífið hefur verið einsleitt á köflum. Fiskeldi 1 0 . m a r s 2 0 1 7 „Við erum ekki með neina efna- notkun í okkar framleiðslu og íslenskan eldislax má því skilgreina sem græna matvæla- framleiðslu, sem er frábært.“ MYND/ANTON BRINK Laxeldi er greinilega í mikilli sókn á Íslandi, bæði í land-stöðvum og ekki síður í sjókvíaeldi. Þar er mesti vöxturinn fram undan, enda umhverfisvæn og hagkvæm prótínframleiðsla miðað við margar aðrar greinar,“ segir Höskuldur. Umframeftirspurn er eftir laxi á heimsvísu og hafa íslenskar laxeldisstöðvar vart undan við að anna eftirspurn. „Sushi-byltingin hefur líka haft áhrif á eftirspurn- ina. Um langt skeið hefur verið mikil eftirspurn eftir eldislaxi og íslensku fiskeldisfyrirtækin selja um 99% af sinni framleiðslu til útflutnings.“ Vottaður lax í Whole Foods Langmest er selt á Bandaríkja- markað en þar í landi kann fólk vel að meta íslenskan eldisfisk. „Við erum í aðstöðu til að framleiða vottaðan lax og þeir eru spenntir fyrir því. Við erum ekki með neina efnanotkun í okkar framleiðslu og íslenskan eldislax má því skilgreina sem græna matvælaframleiðslu, sem er frábært. Það þýðir engin efnanotkun, engin sýklalyf og engin aflúsunarlyf. Matvælalandið Ísland á auðvitað að vera þar. Þetta tikkar í box hjá verslanakeðjum eins og Whole Foods, sem leggur mikla áherslu á að bjóða aðeins fyrsta flokks hráefni frá vottuðum fram- leiðendum. Framleiðendur fá einnig gott verð fyrir sína vöru,“ segir Höskuldur. Aðrir mikilvægir markaðir eru í Evrópu og útflutningur til Asíu hefst innan skamms. Þá er áhugi í Ástralíu fyrir að kaupa eldislax af Íslendingum. Aukning ár frá ári „Framleiðsla á eldislaxi í sjókvíum var um 6.000 tonn á ári en á síðasta ári var heildarframleiðslan í íslensku fiskeldi um 15.000 tonn. Við sjáum fram á að eftir tvö ár verðum við komin yfir 20.000 tonn á ári í laxinum og fyrir árið 2020 verður framleiðslan vonandi komin vel yfir 40.000 tonn. Ef það gengur eftir verður eldisfiskur á Íslandi orðinn stærri búgrein en land- búnaðurinn,“ segir hann og nefnir einnig að í fyrra hafi verið framleidd 4.000 tonn af eldisbleikju. „Hvergi í heiminum er framleitt jafnmikið af bleikju og á Íslandi.“ Landsbyggðarvæn grein Landsbyggðin hefur notið góðs af fiskeldi og atvinnuuppbygg- ingu í kringum greinina. „Það er engin spurning um að fiskeldið er afar landsbyggðavæn grein. Það hefur orðið viðsnúningur í sumum bæjum þar sem atvinnulífið hefur verið einsleitt á köflum. Á sumum stöðum er sýnileg breyting og greinilegt að unga fólkið er að flytja heim, leikskólarnir eru að fyllast og bekkir í grunnskólum að stækka. Fiskeldið leiðir ekki aðeins af sér bein störf heldur mikið af afleiddum störfum, svo sem í iðnaði, vél- smiðjum, bátaþjónustu og tækni- störfum.“ Að sögn Höskuldar er umhverfis- lega séð hagkvæmt að geta nýtt strandlínuna til matvælaframleiðslu því þá þarf hvorki að taka upp land né ganga á vatnsauðlindir landsins. „Strandnýting er að aukast um allan heim. Sjókvíaeldi er ekki aðeins að aukast við strendur Íslands heldur um allan heim og er farið að tala um Bláu byltinguna. Eldið mun draga vagninn í dýraprótínfram- leiðslu framtíðarinnar, enda getur mannkynið ekki gengið endalaust á auðlindir sínar.“ Njótum góðs af sushi-byltingunni Fiskeldi er í mikilli sókn, að sögn Höskuldar Steinarssonar, framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva. 1 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 A -F A 2 4 1 C 6 A -F 8 E 8 1 C 6 A -F 7 A C 1 C 6 A -F 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.