Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Page 10

Jólablað verkakvenna - 01.12.1931, Page 10
Bann við vinnu kvenna í atvinnugrein- um, sem eru skaðlegar heilsu konunnar. Fullt jafnrétti kvenna og karla í öllum greinum, konur taki þátt í öllum störf- um verklýðshreyfingarinnar, í stjórnum verklýðsfélaga, í verkfallsnefndum o. s. frv. Flokkurinn safnar húsmæðrunum úr alþýðustétt til baráttu fyrir þeim mál- um, sem sérstaklega snerta þær, gegn húsaleiguokrinu, gegn tollum og skött- um, gegn atvinnuleysisbölinu o. s. frv. Þess vegna verkakonur og húsmæður úr verklýðsstétt: Inn i fylkingar stétta- baráttunnar! Inn í verklýðsfélögin! Inn í Kommúnistaflokkinn! Brot úr sögu öreígakonu. Sönn saga Það var komið svarta myrkur þegar ég loksins kom heim frá gegningunum. Mér varð iitið inneftir bæjardyragöngunum, og gegnum myrkur og reyk glórði í dumbrauða taðglóðína í hlóðunum í eld- húsinu, sem var beint inn af bæjardyra- göngunum. Ólöf gamla, eldabuskan, hafði opnað eidhúshurðina til þess að hleypa dálitlu aí reyknum framm í göngin. Það var eins og reykurinn væri of þykkur til þess að geta komizt upp um strompinn. Ég gekk rakleitt inn í eldhúsið, heils- aði Ólöfu, og tók hún kveðju minni al- varlega en vinalega. Hún brá svuntu- horninu upp að rauðum augunum, til þess að þurka úr þeim tárin sem reykur- inn orsakaði. Rétt í þessu kom vinnumaðurinn inn, það var fjörugur og fasmikill 19 ára ungl- ingur. Hann seildist upp í rjáfrið, og braut dálítinn bút af einni bjúgunni sem hékk þar uppi, og stífði hana úr hnefa. Varaðu þig á að eta þetta hrátt, dreng- ur minn, þetta er búið til úr lungum og allskonar úrgangi, sagði Ólöf. Ég er svo fjandi svangur, sagði hann í hálfum hljóðum og þaut út. Það er ljóti bölvaður sulturinn alstað- ar í sveitinni og það er fjandann ekkert betra á ríku heimilunum, enda vill fólk ekki vera í sveitinni lengur. Það er sagt að það hafi það miklu betra í Eyjunum, sagði Ólöf eins og við sjálfa sig, um leið og hún bætti á eldinn. Ég var ekki búinn að vera lengi á þessu heimili, en var þó búinn að kynnast öllu fólkinu töluvert nema Ólöfu. Það eina sem ég vissi um hana, var það, að hún var ekkja og átti mörg börn, sem voru hingað og þangað í sveitinni. Ólöf var stór vexti, nokkuð stórskorin í and- liti. Þó bauð það góðan þokka; hún var alvarleg, næstum þunglynd. Ég þóttist vita að margt hefði á daga hennar drifið og langaði því að spyrja hana eitthvað um hennar fyrri æfi. Er langt síðan þú komst hingað? spurði ég. Tvö ár. Ég kom hingað eftir að maðurinn minn var dáinn. Fyrst í stað varð ég að spyrja hana um ýmislegt, til þess að fá hana til að halda áfram, en ég sleppi hér spurning- um mínum, svo að þráðurinn í frásögn hennar slitni ekki. Ég bjó á Borg í tuttugu og eitt ár. Eins og þú veizt, þá stendur bærinn niðri á sjóbyggðinni. Þorvaldur átti jörð- ina — við unnum bæði baki brotnu en ekkert dugði, allt sem hægt var áð spara saman fór í leigur og landskald. Þorvald- ur gekk nú eftir sínu, það mátti nú segja. 8

x

Jólablað verkakvenna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað verkakvenna
https://timarit.is/publication/1224

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.