Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 2

Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 2
Uppnám í Leifsstöð Rýma þurfti Leifsstöð í gær vegna þess að flugvél lenti sem var að koma frá Nuuk á Grænlandi þar sem farþegar höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Þurftu þeir því að fara í slíka leit í Keflavík. Isavia þakkaði farþegum biðlundina en eins og sjá má var ágætis stemning. Mynd/Víkurfréttir Veður Austlæg átt 5-13 m/s í dag, hvassast syðst. Rigning með köflum sunnan til á landinu en úrkomuminna á Norður- landi. Hiti 2 til 9 stig að deginum. sjá síðu 38 Ný Góu páskaegg með bragðgóðum marsipandýrum LögregLumáL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur hneppt Halldór Viðar Sanne í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar- hagsmuna. Fjölmargir Íslendingar hafa kært Halldór á síðustu dögum og vikum vegna svika og pretta. Halldór á sér langa sögu og hefur áður hlotið þungan dóm fyrir fjár- drátt. Grímur Grímsson, yfirlögreglu- þjónn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, staðfestir að maður sé í haldi lögreglu grunaður um fjár- svik tengd leigustarfsemi. „Það er rétt að við yfirheyrðum í fyrradag mann sem grunaður er um fjár- svik í tengslum við leigu íbúðar- húsnæðis. Vegna rannsóknarhagsmuna var hann í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald,“ segir Grímur. „Ég get ekki farið nánar út í það en við munum vinna að rannsókn þessara mála áfram og afla okkur allra nauðsynlegra upp- lýsinga á meðan.“ Halldór hefur nú ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að hús- næði til leigu. Hefur Halldór tekið íbúðir á leigu og framleigt þær öðrum, stolið undan leigu- greiðslum þeirra og greitt aðeins fyrsta mánuðinn til réttra eigenda. Lögreglan gerir sér ekki alveg grein fyrir því á þessari stundu hversu mörg málin verða þegar öll kurl verða komin til grafar. „Til að mynda kom inn á borð lögreglunnar ein kæra í gær [fyrra- dag] og því getum við ekki með vissu sagt hversu mörg málin eru. Hins vegar get ég staðfest að þau eru nokkur sem um ræðir.“ Halldór Sanne hefur ítrekað ratað á síður blaðanna vegna svindls, svika og pretta. Til að mynda hlaut hann þungan dóm í Danmörku og var gerður brottrækur þaðan fyrir umfangs- mikið símasvindl þar sem hann vélaði um 800 farsíma af fólki með loforði um skjótan hagnað. Afplán- aði Halldór hluta þess dóms á Kvía- bryggju. Halldór verður í gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 4. apríl. Á þeim tíma mun lögregla taka skýrslu af aðilum málsins, leita gagna um samskipti Halldórs við fórnarlömb sín og átta sig á umfangi svikanna. sveinn@frettabladid.is Alræmdur svindlari í viku gæsluvarðhald Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarð- hald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. Ekki vitað hve málin eru mörg. Það er rétt að við yfirheyrðum í fyrradag mann sem grunaður er um fjársvik í tengslum við leigu íbúðarhúsnæðis. Vegna rannsóknar hags muna var hann í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sAmFÉLAg Aðfluttir umfram brott- flutta á árinu 2016 voru 4.069 manns. Það eru mun fleiri en árið 2015 en þá fluttust 1.451 fleiri til landsins en frá því. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Á árunum 2006 og 2007 fluttust 5.200 fleiri til landsins en frá því og eru það einu árin sem flutnings- jöfnuður hefur verið hærri en í fyrra. Flestir hinna aðfluttu eru erlend- ir ríkisborgarar en flutningsjöfnuð- ur meðal íslenskra ríkisborgara var neikvæður. 146 fleiri Íslendingar fluttu frá landinu en til þess. 2016 fluttust tæplega 11 þúsund til landsins og er það fjölgun um rúmlega 4 þúsund milli ára. Tæplega 7 þúsund fluttust frá landinu samanborið við rúmlega 6 þúsund árið 2015. – jóe Fjölgaði um fjögur þúsund á síðasta ári sAmFÉLAg Eyjólfur Árni Rafnsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífs- ins. Eyjólfur var kjörinn í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrir- tækja SA í aðdraganda aðalfundar SA sem fram fór í dag. Eyjólfur hlaut 93 prósent greiddra atkvæða. Hann hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins frá 2014 og í fram- kvæmdastjórn samtakanna síðast- liðið ár. Frá árinu 2014 hefur hann átt sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins og jafnframt verið varaformaður SI. Eyjólfur Árni er húsasmiður að mennt og lauk síðar doktorsnámi í byggingaverkfræði. Hann hefur undanfarin 20 ár verið í stjórn- unarstörfum í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags í 12 ár til ársloka 2015. Frá 2016 hefur Eyjólfur Árni sinnt ýmsum ráðgjafar- og stjórnar- störfum. Hann er fæddur árið 1957 og er kvæntur Egilínu S. Guðgeirsdóttur og eiga þau fjóra uppkomna syni. – tpt Eyjólfur Árni formaður SA Eyjólfur Árni rafnsson, formaður SA. Eyjólfur hlaut 93 prósent atkvæða í rafrænni atkvæða- greiðslu aðildarfyrirtækja innan samtakanna. 3 0 . m A r s 2 0 1 7 F I m m T u D A g u r2 F r É T T I r ∙ F r É T T A B L A ð I ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -8 C A 8 1 C 9 2 -8 B 6 C 1 C 9 2 -8 A 3 0 1 C 9 2 -8 8 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.