Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 10
salan á búnaðarbankanum Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í kaupum félagsins á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rann- sóknarnefndar Alþingis á bug í til- kynningu sem hann sendi fjölmiðl- um í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guð- mundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknar- nefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndar- innar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðar- bankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á end- anum leitt til þess að íslenskir ráða- menn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir. „Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjalta- son í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurning- um blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæð- ingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans. „Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guð- mundur. haraldur@frettabladidis Fullyrða enn að þýski Hauck & Aufhäuser hafi keypt hlut Ólafur Ólafsson vísar afgerandi niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug. Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu, segir rangt að þeir hafi blekkt ráðamenn, almenning og fjölmiðla. Hafa ítrekað neitað að þátttaka þýska bankans hafi verið með öðrum hætti en kom fram opinberlega. Ólafur Ólafsson og samstarfsmenn hans eru bornir þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem er meðal annars byggð á tölvupóstssamskiptum og öðrum gögnum. FréttAblAðið/Pjetur „Þetta kom mér svo sannarlega á óvart. Ég hélt að það væri búið að skoða þetta og að Ríkisendurskoð- un og fleiri væru búnir að fara yfir þetta,“ segir Margeir Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sam- vinnulífeyrissjóðsins, sem tók þátt í kaupum S-hópsins á Búnaðarbank- anum árið 2003, um niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis. „Fyrir mig er þetta stórfurða því ef rétt er þá varð ég aldrei var við annað en að þetta væri löglegur gjörningur. Ég skal ekkert segja til um hvernig að þessu var staðið en við minni hluthafar, eins og við og Samvinnutryggingar, vissum ekki af þessu. Ég mun ræða við aðra aðila í þessu máli en það er nú ekki mitt að krefja menn svara ef ekkert glæp- samlegt athæfi átti sér stað,“ segir Margeir. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem var forstjóri VÍS þegar félagið tók þátt í kaupunum, vildi lítið tjá sig um niðurstöðuna þegar blaða- maður náði tali af honum í gær. „Ég hef ekkert um málið að segja því ég vissi ekki betur en að bankinn ætti þetta,“ sagði Finnur. Í viðtali við Fréttablaðið í maí í fyrra kannaðist Finnur ekki heldur við að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði verið leppur í viðskiptunum og vísaði í samantekt Ríkisendurskoð- unar um söluna frá 2006. „Finnst þér líklegt að alþjóðlegur banki standi í slíku?“ sagði Finnur þá. – hg Segja niðurstöðuna hafa komið á óvart Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Haarde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafs- son og Peter Gatti undirrituðu sam- komulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Dagg- ar Auðunsdóttur sem birtist í Frétta- blaðinu árið 2005. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hauck & Aufhäuser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankanna hafði falið breska bankanum HSBC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars: „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og til- kynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhäuser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóð- legum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhäuser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hauck & Aufhäuser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni forsætisráð- herra og Valgerði Sverrisdóttur við- skiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal ann- ars í svari Valgerðar við fyrirspurn á Alþingi um málið. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú saman- tekt kom út í mars 2006 og sagði þar „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, […] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsing- ar og gögn um hið gagnstæða.“ – jóe Efasemdir um aðkomu þýska bankans ekki nýjar af nálinni Vilhjálmur bjarnason á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með rann- sóknarnefnd Alþingis. FréttAblAðið/ANtON briNK Finnur ingólfs- son, fyrrverandi forstjóri VÍS. Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana. Guðmundur Hjaltason, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri Eglu Ekki er mögulegt að sækja nokkurn mann til saka fyrir þau brot sem kynnu hugsanlega að hafa verið framin í tengslum við söluna á Bún- aðarbankanum. Samkvæmt 81. grein almennra hegningarlaga fyrnist sök á tíu árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en tíu ára fangelsi. Hámarksrefsing fyrir auðgunarbrot er sex ár. Þeir lögfræðingar sem Fréttablað- ið ræddi við draga jafnframt í efa að hægt væri að heimfæra atburðarás- ina við sölu bankans upp á tiltekin refsilagaákvæði, þar sem seljandi bankans, ríkið, hafi hvorki orðið fyrir fjártjóni né fjártjónshættu. – jhh Enginn verður sóttur til saka „Auðvitað starfa stofnanir eftir ákveðnum lagaheimildum og maður hefur fullan skilning á því að þýska fjármálaeftirlitið getur ekki afhent okkur gögn ef það hefur ekki heimild til þess. En það eru engu að síður vonbrigði að það geti ekki liðsinnt okkur,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rann sóknar nefndar Alþingis, en þýska fjármálaeftirlitið var ósam- vinnuþýtt við rannsóknarnefndina. „Þeir gáfu þá skýringar að vegna ákvæða um þagnarskyldu gætu þeir einungis greint FME hér á landi frá atriðum sem vörðuðu við fjármála- eftirlit,“ segir Kjartan og bætir við að þetta breytti engu fyrir niður- stöðu nefndarinnar. – sg Þýska FME var ósamvinnuþýtt Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra sagði í Speglinum í gær að ekki væri aðkallandi að skoða einkavæðingu bankanna enn frekar. „Ef einhver getur bent mér á þætti í þessum málum sem væri skynsam- legt að fara ofan í enn frekar skal ég þó ekki vera á móti því fyrirfram.“ Búið sé að skoða það mál margoft og nægilega vel að hans mati. Þá sagði Bjarni að upplýsingar um sölu Búnaðarbankans væru dapur- legar. Greinilegt væri að sett hefði verið á svið leikrit til að láta líta út fyrir að kaupendur væru í sterkri stöðu. – þea Ekki aðkallandi að skoða aðra Kjartan bjarni björgvinsson 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -C 2 F 8 1 C 9 2 -C 1 B C 1 C 9 2 -C 0 8 0 1 C 9 2 -B F 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.