Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 16

Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 16
Öryggishnappinn er hægt að fá sem armband eða hálsmen! Nánar á oryggi.isÖryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400 PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 71 48 4 ÖRYGGISHNAPPUR Það er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Öryggishnappurinn getur verið dýrmætt öryggistæki fyrir okkar nánustu. Þegar þrýst er á hnappinn berast boð til stjórnstöðvar, talsamband opnast og jafnframt er öryggisvörður sendur strax af stað í útkall. Reykskynjari tengdur stjórnstöð fylgir frítt með Bretland Donald Tusk, forseti leið- togaráðs Evrópusambandsins, tók í gær við bréfi frá Theresu May, for- sætisráðherra Bretlands, þar sem hún óskar formlega eftir úrsögn Bretlands úr ESB. „Hvað get ég sagt?“ sagði hann. „Við söknum ykkar nú þegar.“ Hann sagðist ekki geta verið ánægður á þessum degi, en tók þó fram að útganga Bretlands, Brexit, hefði sitthvað jákvætt í för með sér: „Brexit hefur gert okkur ákveðnari og samhentari en áður,“ sagði hann. Fram undan er tveggja ára ferli með flóknum samningaviðræðum, en Tusk sagði markmið viðræðn- anna vera að lágmarka allan kostn- að fyrir íbúa Evrópusambandsins, fyrirtæki þess og aðildarríkin. „Við áttum okkur á því að það hefur afleiðingar að Bretland segi skilið við ESB,“ sagði hún í bréfi sínu til Evrópusambandsins. „Við vitum að við munum missa áhrif á þær reglur sem móta efnahagslíf Evrópu. Við vitum að bresk fyrir- tæki sem eiga í viðskiptum við ESB munu þurfa að laga sig að reglum sem settar eru af stofnunum sem við eigum ekki lengur aðild að, rétt eins og við gerum á markaðssvæðum annars staðar. Við föllumst á það.“ Hún sagði Breta ekki óska eftir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og tók fram að hún skildi vel að ESB gæfi engan afslátt af fjórfrelsinu. Hins vegar vonist hún til þess að eftir aðskilnaðinn verði samband Bretlands og Evrópusambandsins „djúpt og sérstakt“, eins og hún orðar það. Meðal annars vonast hún til þess að Bretland og ESB geti gert „djarfan og metnaðarfullan“ samn- ing um frjáls viðskipti: „Hann ætti að verða víðtækari og metnaðarmeiri en nokkur slíkur samningur sem áður hefur verið gerður.“ Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP-flokksins og um árabil helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagðist vera himin- lifandi: „Í dag er draumurinn um hið ómögulega að rætast.“ Michel Barnier, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands, verður aðalsamningamaður Evrópusam- bandsins í viðræðunum við Bretland. Breska dagblaðið The Independent fullyrðir, en vitnar í ónafngreindan heimildarmann, að Barnier hafi kraf- ist þess að viðræðurnar við Breta fari fram á móðurmáli hans, frönsku, og jafnframt verði öll skjöl í tengslum við þessar viðræður á frönsku. Bretar þurfa því að styðjast við skjalaþýðingar og túlka, sem ESB greiðir að vísu kostnaðinn af. gudsteinn@frettabladid.is Vonast eftir góðum samningi © GRAPHIC NEWSHeimild: Financial Times, Bloomberg Myndir: Associated Press 29. mars, 2017: Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virkjar 50. grein Lissabonsamningsins með því að tilkynna ESB formlega um uppsögn aðildar Bretlands 2017 2017 2017 2017 2018 2018 2019 Mars-Apríl: Hin 27 ESB-ríkin koma sér saman um meginmarkmið sín fyrir samningaviðræðurnar 29. apríl: Leiðtogafundur aðildarríkjanna 27 staðfestir meginmarkmið samningaviðæðnanna og ákveðin „rauð strik“ sem verða ófrávíkjan- leg. Michel Barnier verður aðalsamningamaður ESB Maí, London: Stóra ógildingarfrumvarpið lagt fram á breska þinginu. Það nemur úr gildi bresku Evrópusambandslöggjö”na og þar með 80 þúsund reglugerðir frá ESB. Jafnframt verður Evrópudómstóllinn sviptur lögsögu í Bretlandi. Maí-sept: Framkvæmdastjórn ESB þróar samningsumboð sem aðildarríkin 27 þurfa að samþykkja áður en viðræður við Bretland geta ha”st. Þetta ferli gæti tekið allt að hálfu ári. Des: Barnier vill semja fyrst um aðskilnað en bíða með viðræður um viðskiptasamning þangað til Bretland fellst á að greiða 60 milljarða evra fyrir útgönguna, tryggja réttindi 3,3 milljóna ríkisborgara annarra ESB-ríkja sem búa í Bretlandi, og ganga frá landamærum Norður-Írlands og stöðu Gíbraltar. Mars 2018: Breska stjórnin vonast til að þá liggi fyrir samkomulag um fyrirkomulag brotthvarfsins úr ESB. Því lengur sem það dregst því meiri hætta þykir á því að fyrirtæki žytji Ÿárfestingar sínar frá Bretlandi. Október: Lokafrestur Barniers til að ná samkomu- lagi. Takist það fá aðildarríki ESB, Evrópuþingið og ráðherraráðið ”mm mánuði til að staðfesta samninginn. Mars 2019: Reiknað með staðfestingu samningsins ljúki. Breska þingið kjósi jafnframt um samninginn. ✿ tveggja ára ferli hafiðVill ekki aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu en vonast til að ná frí- verslunarsamningi við ESB. Forseti leiðtogaráðs ESB segist strax byrjaður að sakna Bretlands. Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, er himin- lifandi. tækni Samsung kynnti í gær nýjustu snjallsímana í Galaxy-línu sinni, Samsung Galaxy S8 og S8+. Þrátt fyrir að innvolsið sé nýrra og öflugra er stærsti munurinn fólginn í hönnun símanna. Í stað hinna hefðbundnu ramma í kringum skjá símans nær skjárinn nærri út á allar brúnir framhliðarinnar. Einungis mjó ræma er skilin eftir auð neðst á símanum og þá fá hátalari og sjálfu- myndavél pláss efst. Þetta veldur því að enginn heima- takki er sjáanlegur á símanum. Hann er í staðinn falinn undir snertiskjánum. Samsung kallar hönnunina „Endalausan skjá“ og gerir nýja hönnunin það að verkum að skjár- inn er mun stærri en á símum sömu stærðar. Þannig er skjárinn á S8 alls 5,8 tommur samanborið við 4,7 tommu skjáinn á iPhone 7. Skjárinn á S8+ er 6,2 tommur samanborið við 5,5 tommu skjá iPhone 7 Plus. – þea Endalaus skjár á Galaxy S8 Samsung Galaxy S8. NordicphotoS/AFp 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F i m m t U d a G U r16 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -8 7 B 8 1 C 9 2 -8 6 7 C 1 C 9 2 -8 5 4 0 1 C 9 2 -8 4 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.