Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 19
Maður er nefndur Andrey Krutskikh. Hann er ráð-gjafi ríkisstjórnar Rúss- lands um öryggis- og upplýsinga- mál. Hann hélt ræðu á ráðstefnu í Moskvu í febrúar 2016 þegar bar- áttan um forsetaembættið í Banda- ríkjunum var nýhafin. Í ræðu sinni sem hann hélt á rússnesku sagði Krutskikh að stórveldin tvö stæðu nú í sömu sporum og 1948, þ.e. árið áður en Rússar byggðu fyrstu kjarnorkusprengju sína fjórum árum á eftir Bandaríkjamönnum. Eftir það gátu Rússar staðið jafn- fætis kananum í hernaðarlegu tilliti. Það flýtti fyrir Rússum að austur-þýzkur kommúnisti, Klaus Fuchs, lak upplýsingum til þeirra. Fuchs hafði unnið í Los Alamos þar sem bandarísku bomburnar tvær sem var varpað á Hiroshima og Nagasaki 1945 voru búnar til. Enginn vissi þá nema Truman Bandaríkjaforseti og menn hans að þriðja sprengjan var ekki til. Ég vara ykkur við, sagði Krutsk- ikh í ræðu sinni í Moskvu, við erum að ná slíku valdi á upp- lýsingahernaði að við getum aftur talað við Bandaríkjamenn sem jafningjar. Sterkt Rússland getur sagt Vesturlöndum fyrir verkum, bætti hann við skv. frá- sögn Washington Post, sjónvarps- stöðvarinnar CNBC o.fl. miðla. Frá grun til vissu Fyrr höfðu vaknað grunsemdir sem jaðra við fullvissu um að Rúss- ar hafi gert tölvuárás á Eistland 2007 og síðan einnig Georgíu 2008 áður en Rússar réðust þangað inn með vopnavaldi. Tölvuárásirnar fólust í að láta vefsetur stjórnvalda kikna undan álagi, brjótast inn í þau til að breyta innihaldinu o.fl. Þannig birtist t.d. mynd af Hitler á vefsetri forsætisráðherra Georgíu. Í þessu ljósi hlaut grunur að beinast að Rússum þegar stolnir tölvupóstar demókrata tóku að birtast á vefsetri Wikileaks í aðdraganda forsetakjörsins vestra í haust leið. Upplýsingar um skipu- legar lygaherferðir á vefnum og samfélagsmiðlum lögðust á sömu sveif. Þessi grunur hefur nú breytzt í fullvissu yfirvalda í Bandaríkjun- um enda verður ekki séð að Rússar reyni að hylja sporin, ekki frekar „Ég vara ykkur við“ Ósvífnasta „dópingsvindl“ sem þú veist um. Með þessari dæmalausu ósvífni endaði nýjasta greinin þín sem þú skrifaðir þann 16. mars síðast- liðinn. Það er óþolandi að sitja stöðugt undir ásökunum þínum, nú síðast nærri 16 árum eftir að ég var sýknuð af Lyfjadómstóli ÍSÍ. Svo virðist sem þú hafir aldrei áttað þig á kjarna þessa máls, eða það sem verra er, viljir ekki gera það and- stætt betri vitund. Ég er körfuknattleikskonan sem fékk árið 1997 greiningu hjá bæði heimilislækni og lungnasérfræð- ingi um astma og áreynsluastma og uppáskrift um viðeigandi innönd- unarlyf í framhaldinu. Í lyfjapróf- inu umrædda árið 2001, eins barns- lega og það hljómar, láðist mér að taka fram að ég væri á umræddu astmalyfi. Það voru mistök sem samkvæmt ströngustu reglum var samt sem áður ekki nægjanlega alvarlegt brot til að gert væri ráð fyrir viðurlögum samkvæmt laga- bókstafnum sem um málið gilti. Því var ég sýknuð af dómstólnum sem í sat mikilsmetið fagfólk með þekk- ingu á svið lífvísinda og lögfræði. Í málinu var ljóst að mér höfðu orðið á mistök sem enginn ásetn- ingur lá á bak við en þau var sem betur fer hægt að útskýra með ein- földum hætti. Læknaskýrslur um greiningu mína voru lagðar fram ásamt álitsgerð prófessors um að lyfið væri ekki árangursbætandi en gott til að meðhöndla áreynslu- astma. Hefur einhver einhvern tím- ann heyrt um að körfuboltamaður hafi notað astmapúst til að bæta árangur í íþrótt sinni? Þannig var óvart framið brot á formsatriðum sem voru leiðrétt og báru ekki með sér nein refsiákvæði. Það kom einnig skýrt fram í yfirlýsingu frá alþjóða körfuknattleikssamband- inu FIBA sem var að finna í máls- gögnunum en þú reyndir að stinga undir stól á einstaklega óheiðar- legan hátt. Ef lyfið væri árangursbætandi eða ef ég hefði verið að taka það án ávísunar læknis skildi ég kannski heift þína. Miðað við staðreyndir málsins er hins vegar óskiljanlegt hvernig þú virðist hafa bitið þetta mál í þig eins og raun ber vitni. Ef það er vegna gremju út í tengda- föður minn út af alls óskyldum málum bið ég þig að láta af þessari vindmylluorrustu sem lýsir sér sem ítrekuð og fólskuleg árás á mig og íþróttaferil minn. Einbeittu þér þá frekar að honum einum, hann er alveg maður til þess að svara sjálfur fyrir sig. Ég var fyrirliði míns félagsliðs og landsliðsleikmaður og tók þau hlutverk alvarlega. Ég hefði aldr- ei reynt að ná mér í forskot með óheiðarlegum hætti. Hver sem kynnir sér málið sér að það snerist ekki um firnaflókið samsæri til að tryggja að tengdadóttir Kára Stef- ánssonar kæmist upp með að gera sig að ofurhetju með pústi af leyfðu en tilkynningarskyldu astma lyfi sem hún var með læknaávísun fyrir, heldur er hér á ferðinni árátta sorgmædds einstaklings sem virð- ist ekki sætta sig við staðreyndir og dómsniðurstöðu. Dæmalaus ósvífni Kristín Björk Jónsdóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta Ef það er vegna gremju út í tengdaföður minn út af alls óskyldum málum bið ég þig að láta af þessari vind- mylluorrustu sem lýsir sér sem ítrekuð og fólskuleg árás að mér og mínum íþrótta- ferli. Einbeittu þér þá frekar að honum einum, hann er alveg maður til þess að svara sjálfur fyrir sig. Þorvaldur Gylfason Í dag en þeir sáu ástæðu til að þegja um fyrstu atómbombu sína 1949, þvert á móti. Sumir telja að með þessu hafi Rússar e.t.v. ráðið úrslitum for- setakosninganna í Bandaríkjunum. Grunur um landráð Vísbendingar hrannast nú upp um að Trump forseti og menn hans kunni að hafa haft samráð við Rússa m.a. um tölvuhernaðinn gegn Bandaríkjunum. Fyrst tóku menn eftir því að menn Trumps báðu um aðeins eina breytingu á stefnuskrá Repúblikanaflokksins á flokksþinginu í sumar leið: þeir báðu um að gagnrýni á hernað Rússa gegn Úkraínu yrði numin burt. Þeim var alveg sama um allt hitt. Skömmu síðar, í lok júlí 2016, hóf alríkislögreglan FBI rannsókn á meintu samneyti Trumps og manna hans við Rússa eins og nú er komið á daginn. Forstjóri FBI greindi í tvígang fyrir kosningar frá rannsókn lögreglunnar á tölvu- póstum Clintons, frambjóðanda demókrata, en sagði ekki orð um hina rannsóknina sem snýst þó að því er virðist um hugsanleg landráð. Menn tóku einnig eftir því að Trump hallaði hvergi orðinu á Pútín forseta og stjórnarhætti hans, öðru nær, ólíkt nær öllum repúblikönum á þingi. Nú er komið í ljós að kosningastjóri Trumps, Paul Manafort, var launaður leynilegur erindreki ríkisstjórnar Pútíns auk annarra ávirðinga. Áður hafði nýr dóms- málaráðherra í ríkisstjórn Trumps, Jeff Sessions frá Alabama, þurft að segja sig frá rannsókn á Rússa- tengslum Trumps og manna hans vegna funda sem hann átti með Rússum. Nýskipaður öryggismála- ráðgjafi forsetans, Michael Flynn, var staðinn að lygum um samtöl við Rússa og neyddist til að segja af sér. Tengdasonur og helzti ráðgjafi forsetans, Jared Kushner, átti fund með bankastjóra sem er hand- genginn Pútín forseta; bankinn er á svörtum lista bandarískra yfirvalda, þ.e. háður lögbundnu viðskiptabanni. Rannsókn þingsins í uppnámi Báðar deildir Bandaríkjaþings hófu rannsókn á málinu, hvor í sínu lagi. Repúblikanar hika og hafa meiri hluta í báðum deildum en demókratar heimta rannsókn og engar refjar enda snýst málið um hugsanleg landráð. Enginn veit nú hvort nefndir þingsins reynast vandanum vaxnar. Enginn veit heldur hvort rannsókn lög- reglunnar fær að renna sitt skeið eða ekki. Óháð rannsókn er trúlega eina vitið ásamt skipun sérstaks saksóknara ef nauðsyn krefur en slík rannsókn verður ekki sett í gang nema fyrir tilstilli þingsins. Enn hallar á bandarískt lýðræði eins og margir Bandaríkjamenn viðurkenna nú opinberlega, þ. á m. Steven Hall sem fór með málefni Rússlands í leyniþjónustunni CIA 1985-2015. Það veit þó kannski á gott að margir bandarískir þingmenn og aðrir vilja komast til botns í málinu. Það er meira en hægt er að segja um viðbrögðin sem fyrir- spurnir á Alþingi um meint Rússa- tengsl íslenzkra banka hafa fengið. Það veit þó kannski á gott að margir bandarískir þing- menn og aðrir vilja komast til botns í málinu. Það er meira en hægt er að segja um viðbrögðin sem fyrirspurnir á Alþingi um meint Rússa- tengsl íslenzkra banka hafa fengið. Dagskrá Krafa um hagkvæmni við úthlutun stofnframlaga Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs Lóðaframboð og lóðaverð Almar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Byggingarkostnaður Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði Færanleg snjallhús til að leysa bráðavanda í Stokkhólmi Claes Eliasson, Junior Living Bygging hagkvæmra íbúða Hagkvæmar íbúðir í Urriðaholti Þórarinn Ævarsson, IKEA Forsteyptar einingalausnir Guðjón Jónsson, Loftorka Snjallhús Óskar Jónasson, EcoAtlas Treaeiningar Haraldur Ingvarsson, Fibra-hús Málþing um hagkvæmar íbúðir 569 6900 8–16www.ils.is Leitast verður við að svara því hvernig byggja megi sem flestar íbúðir með þeim ármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög. Forsmíðaðar einingar Berta Gunnarsdóttir og Jakob Helgi Bjarnason, Modulus Hagkvæm íbúðarhús úr steinullar- einingum og límtré Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir, arkitektar FAÍ Snjallar lausnir Þorvaldur Gissurarson, ÞG verktakar Lokaorð Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnisstjóri Byggingarvettvangs Fundarstjóri er Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði • • • • • • • Staður Íbúðalánasjóður, Borgartúni 21. Stund Fimmtudaginn, 30. mars, kl. 13–16. Skráning á ils.is. S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F i M M T u d a g u R 3 0 . M a R S 2 0 1 7 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -A 5 5 8 1 C 9 2 -A 4 1 C 1 C 9 2 -A 2 E 0 1 C 9 2 -A 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.