Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 32
Lena hefur alltaf haft mikinn áhuga á straumum og stefnum í tískuheiminum en hún lærði hárgreiðslu og útskrifaðist frá Tækniskólanum fyrir tæpum sex árum. Fljótlega eftir útskrift keppti hún í hár- greiðslu fyrir hönd Íslands í WorldSkills sem er heimsmeistarakeppni iðn- og verkgreina og náði ágætum árangri. „Mér finnst ekkert eins skemmtilegt og að búa eitthvað til með höndunum, hvort sem það tengist hári, fatahönnun eða teiknun. Hárgreiðslan er mitt aðalstarf en ég var ákveðin í því strax sem lítil stelpa að verða hárgreiðslukona. Undanfarið hef ég líka verið að hanna föt í samstarfi við þrjá aðra. Fatalínan heitir Riptide en auk mín eru það Stefán John Turner, Ásgeir Örn Eyjólfs- son og Arnar Þorri Sigþórsson,“ segir Lena, sem vinnur á hársnyrtistofunni Blondie í Mörkinni. Riptide fatalínan hefur vakið töluverða athygli og þau hafa selt flíkur til Banda- ríkjanna og Bretlands og fyrirhugað er að kynna fatalínuna hérlendis innan skamms. Vinkonurnar ýmsu vanar Lena hefur gaman af því að blanda saman alls konar stíl þegar kemur að fatavali. „Það fer eftir því í hvernig skapi ég er, hvernig ég klæði mig. Ég myndi segja að ég hafi minn eigin stíl, ég er óhrædd við að prófa ýmsar sam- setningar og hef mjög oft hneykslað vinkonur mínar sem hrista stundum hausinn yfir mér. Þær eru þó orðnar ýmsu vanar.“ Hún segir sinn helsta veikleika þegar kemur að tísku og útliti að hún geti verið dálítið sein að taka sig til. Henni finnst gaman að kaupa föt en heldur þó ekki upp á neitt sérstakt fatamerki. „Ég er ekkert merkjafrík. Ég kaupi það sem mér finnst fallegt og þægi- legt, sama hvað það heitir, þannig að það er allur gangur á því hvar ég kaupi fötin mín. Ég hef verið mikið úti í London og verslað aðeins í Primark og H&M eins og hver annar Íslendingur en uppáhaldsbúðirnar mínar eru Corner Shop í Smáralind, en ég elska að fara þangað og fæ hvergi betri þjónustu, Gyllti kötturinn, Bershka og Topshop í London.“ Uppáhaldsflík Lenu er úlpa úr Gyllta kett- inum sem er bæði falleg og þægileg og heldur vel á henni hita yfir kaldan veturinn. Lena segist ekki nota aðra fylgihluti dagsdaglega en hringana sína og Marilyn Monroe er efst á listanum yfir tískufyrirmyndirnar. Buxurnar eru úr Topshop, síða, svarta blússan er keypt í H&M, hvíta loðpeysan er úr náttfatadeildinni í Primark og rauðu skórnir eru líka úr Pri- mark. MYND/STEFÁN Blússan er úr Primark í London, her- mannabuxurnar úr Topshop í London, skórnir eru keyptir í Skónum þínum í Smáralind. MYND/STEFÁN Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Vörunúmer: 00501-0162 Í Danmörk kr 12.851* Í Svíþjóð kr 11.287* *Skv. Verðskrá Levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 24.03.17 501 ORIGINAL KR. 11.990 Leví s Kringlunni – Leví s Smáralind – Leví s Glerártorgi 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . m a r S 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -9 1 9 8 1 C 9 2 -9 0 5 C 1 C 9 2 -8 F 2 0 1 C 9 2 -8 D E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.