Fréttablaðið - 30.03.2017, Page 36

Fréttablaðið - 30.03.2017, Page 36
 Ég hef mjög gaman af því að klippa mig sjálf en vinkona mín litar á mér hárið. Það fer alltaf mjög skemmtilegt ferli í gang þegar við förum í hárið á mér. Við erum alveg óhræddar við tilraunir. Ása Bríet Brattaberg Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Ása Bríet Brattaberg Ingólfsdóttir klæðskeri stefnir á að ganga bara í sérsaumuðu í árslok. mynd/Anton BrInk Sjálfsmynd unnin með hátískuperlu- saumi. Ása lærði perlusauminn í St. martins í London. Þennan kjól hannaði Ása og vinkona hennar saumaði. Ef mig vantar nýja flík korter í djamm sauma ég eitthvað eða bæti einhverju við eldri flík. Markmiðið er að vera bara í sérsaumuðu í lok árs,“ segir Ása Bríet Brattaberg Ingólfsdóttir, klæðskeri og nemandi í textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík en hún saumar á sig föt fyrir öll tæki- færi. „Ef ég ætti að lýsa eigin stíl væri kannski hægt að segja „stíl- hreinn rokkari“. Ég set mitt tvist á hlutina. Er oftast í svörtu, bara af því það er svo þægilegur litur, en poppa útlitið upp með útsaumi úr perlum eða glingri,“ segir hún. „Útsaumur er róandi og þægi- legt að grípa í hann á kvöldin. Ég fór á námskeið hjá St. Martins í London í „haute couture“ útsaumi en hann er unninn á sérstakan ramma með sérstakri nál, bæði með perlum og með útsaumsþræði. Ég vinn mikið með afstraktform en svo gerði ég sjálfsmynd í perlusaum sem kom skemmtilega út. Ég setti þá mynd á kápuna mína. Mér finnst skemmtileg pæling að gera „selfie“ með útsaumi.“ Sjálfsmyndin vakti athygli enda fer hárlitur Ásu ekki framhjá neinum. „Ég er með eldrautt, áberandi hár og sérstaka klippingu. Ég hef mjög gaman af því að klippa mig sjálf en vinkona mín litar á mér hárið. Það fer alltaf mjög skemmti- legt ferli í gang þegar við förum í hárið á mér. Við erum alveg óhræddar við tilraunir,“ segir Ása hlæjandi og segist í gamni vera að byggja upp ákveðna ímynd fyrir framtíðina í tískubransanum. „Fólk man eftir þessu hári. Ég verð bara eins og Karl Lagerfeld með köttinn. Ég vissi strax hvað það var sem ég vildi læra. Ég stunda núna nám í textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík en ég útskrifaðist sem klæðskeri frá Tækniskólanum síðasta vor. Mig langaði að byggja upp meiri grunn og kynnast efnum í undirbúningi fyrir fata- hönnun. Stefnan er að klára BA úti í Glasgow og fara svo í fram- haldsnám í fatahönnun, annað- hvort í London eða París. Ég fór í starfsnám fyrir tveimur sumrum til London, hjá fatahönnuðinum Todd Lynn og er að fara núna til Parísar til fyrirtækis sem sérhæfir sig í textíl. Maður öðlast mikla reynslu í slíku starfsnámi, meira en að vera bara í skólanum.“ Stílhreint og rokkað Ása Bríet Brattaberg Ingólfsdóttir hefur einsett sér að eiga bara sérsaumaðar flíkur í fataskápnum í lok árs. Hún saumar sjálf og hannar og lærði perlusaum í London. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Nýjar vörur Fréttablaðið eykur þjónustu sína við lesendur á landsbyggðinni. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi sölustöðum víðsvegar um landið: www.likamioglifsstill.is 6 kynnInGArBLAÐ FÓLk 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m mt U dAG U r 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -E F 6 8 1 C 9 2 -E E 2 C 1 C 9 2 -E C F 0 1 C 9 2 -E B B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.