Fréttablaðið - 30.03.2017, Page 38

Fréttablaðið - 30.03.2017, Page 38
Elín Albertsdóttir elin@365.is Ofurfyrirsætan Gigi Hadid í leggings í New York. Beyoncé hikar ekki við að troða upp í leggings á tónleikum. Fyrirsætan Kylie Jenner, hálfsystir Kim Kardashian, á leið í verslun í Los Angeles í stuttum bol og leggings. Flugvélin var að fara frá Denver til Minneapolis. Stúlkurnar voru stöðvaðar við land- ganginn en þær voru á frímiða vegna tengsla við flugfélagið. Mjög ákveðnar reglur eru um klæða- burð þeirra sem ferðast á vegum félagsins. Það var annar flugfar- þegi, Shannon Watts, sem varð vitni að þessum atburði og tísti um hann á netinu. Hún er þekkt fyrir baráttu sína fyrir hertum vopna- lögum í heimalandinu. Í framhaldi skrifa hennar fór Twitter nánast á hliðina. Konum þótti flugfélagið ganga allt of langt í því að stöðva þessar ungu stúlkur. „Hvenær varð flugfélag að einhvers konar tísku- löggu?“ spurði ein konan á Twitter. Fréttin um stelpurnar á leggings hefur þar fyrir utan birst í öllum helstu dagblöðum heims. Leggings hafa verið afar vinsælar undanfarin ár enda finnst mörgum konum þær vera þægilegar. Áður en leggings urðu tískuvara voru þær helst notaðar í æfingasal, sér- staklega í jóga og svo er reyndar enn. En þær eru ekkert nýtt fyrir- bæri, segir í tímaritinu Time. „Legg- ings hafa verið til í aldir,“ segir þar. Þær voru helst notaðar í hagnýtum tilgangi. Til dæmis hafa hestamenn lengi gengið í leggings, það er mjög þröngum buxum. Hægt er að rekja leggings til indíánakvenna því þær fóru gjarnan í eins konar legghlífar til að hlífa fótum fyrir gróðri og sníkjudýrum. Börn klæddust yfirleitt legg- ings, öðru nafni gamm ósíum sem margir eldri Íslendingar muna frá því í gamla daga. Þegar Jane Fonda varð heims- fræg fyrir eróbikk æfingar sínar um 1980 klæddist hún spandex- leggings sem urðu gríðarlega vinsælar. Á undanförnum árum hafa leggings orðið venjulegur klæðnaður allra kvenna, hvort sem mjög þröngar buxur sem liggja þétt að líkamanum og eru notaðar daglega eða undir pils, kjóla og síðar peysur. Kardashian-systurnar hafa verið óhræddar við að ganga um í legg- ings jafnvel við háhælaða skó. Kim Kardashian hefur sýnt að maður getur klætt sig í leggings þótt vöxturinn sé ítarlegur. Systurnar, Kim og Kylie, systir hennar, eru mjög leiðandi í tísku og eðlilegt að unglingsstúlkur vilji klæðast eins og þær. Súpermódelið Gigi Hadid hefur sést á flugvöllum í leggings og gallabuxnajakka. Leggings þykir nefnilega þægilegur fatnaður í löngu flugi. Meira að segja Hollywood- stjarnan Audrey Hepburn klæddist mjög þröngum svörtum buxum við svartan rúllukragabol og ballerínu skó sem ung kona. Allt tryllt út af leggings Það vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum þegar tveimur unglingsstúlkum var meinaður aðgangur að flugvél United Airlines á sunnudag af því að þær voru klæddar leggings-buxum. Fræga fólkið gengur um í leggings óáreitt. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . m A r s 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -E A 7 8 1 C 9 2 -E 9 3 C 1 C 9 2 -E 8 0 0 1 C 9 2 -E 6 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.