Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 46

Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 46
Tíu ár eru síðan bruggun bjórs hófst í Ölvisholti en nýir eig­endur komu að rekstri brugg­ hússins árið 2015. Í dag er eigenda­ hópurinn að mestu samansettur af bjóráhugafólki sem sá tækifæri í þeirri þeirri miklu grósku sem á sér stað bæði á Íslandi og um allan heim í kraftbjóramenningunni að sögn Berglindar Snæland, fram­ kvæmdastjóra Ölvisholts. „Ölvis­ holt er eitt fyrsta handverksbrugg­ hús Íslands og hefur skapað sér góðan sess sem slíkur framleiðandi. Í því sáum við mikil tækifæri til að upphefja Ölvisholt og halda áfram með það sem stofnendur höfðu lagt upp með frá byrjun; að framleiða áhugaverða, góða og skemmtilega bjóra.“ Markmiðið með rekstri brugg­ hússins er einfalt að sögn Berg­ lindar, að framleiða góða og skemmtilega bjóra. „Við höfum lært ótrúlega mikið á þessum tíma frá því við keyptum Ölvisholt og sérstaklega merkinguna á bak við orðið handverksbjór. Ferlið sjálft í brugghúsinu er mjög handvirkt, allt frá því að mala kornið og bera það ofan í meskingarkerið yfir í að pakka bjórnum og handlíma lím­ miðana á allar öskjur. Við fylgjum bjórnum alla leið frá korni til umbúða og leggjum mikla áherslu á gæði vörunnar.“ Nýtt útlit Í dag framleiðir Ölvisholt sex tegundir sem eru í sölu allt árið. „Við leggjum upp með breitt úrval bjór­ stíla og í kortunum er að breikka það enn frekar. Auk föstu bjóranna höfum við framleitt tímabils­ bjóra eins og þorrabjór, páskabjór, sumarbjór, októberbjór og jólabjór. Við höfum verið gríðarlega ánægð og þakklát yfir móttökunum sem hafa styrkt okkur í frekari áætl­ unum.“ Ferlið sjálft í brugg- húsinu er mjög handvirkt, allt frá því að mala kornið og bera það ofan í meskingarkerið yfir í að pakka bjórnum og handlíma límmiðana á allar öskjur Berglind Snæland Hermundur Jörgensson mokar hratinu úr kerinu í Ölvisholti. Nýi bruggmeist- arinn í Ölvisholti heitir Ásta Ósk Hlöðversdóttir. Spennandi tímar eru fram undan hjá brugghúsinu. Tíu ár eru síðan bruggun hófst í Ölvisholti. Alla leið frá korni til umbúða Í Ölvisholti hefur bjórinn verið bruggaður í áratug. Nýlega hóf nýr bruggmeistari störf þar og eru því spennandi tímar fram undan. Nýr bruggmeistari er mættur í Ölvisholt og er það Ásta Ósk Hlöð­ versdóttir. Berglind segir góðan bruggmeistara skipta öllu máli. „Nýr bruggmeistari verður að geta bruggað núverandi uppskriftir en aðaláskorunin er þróun nýrra bjóra. Það verða því alltaf breytingar með nýjum bruggmeistara enda er við­ komandi listamaðurinn á bak við bjórana, ekki ósvipað og kokkur á veitingastað. Við teljum okkur ótrúlega heppin að hafa fengið Ástu Ósk í lið með okkur enda hefur hún viðamikla reynslu af bjórgerð, mikla ástríðu og fullt af hugmyndum sem lúta að bæði núverandi bjórum Ölvisholts sem og nýjum bjórum. Við erum því ótrúlega spennt fyrir samstarfinu og framtíðinni.“ En það er fleira nýtt í Ölvisholti en nýr bruggmeistari. Útlit bjóranna og vörumerkisins hefur einnig breyst. „Við fengum til samstarfs við okkur hönnuði hjá Margt og merki­ legt, ásamt listakonunni Ariönu Katrínu (Arikatkat) og höfum skil­ greint vöruna okkar út frá sveitinni og jörðinni sem Ölvisholt stendur á. Við vildum leggja áherslu á að bjórinn er handverksbjór og því er öll hönnun á miðunum hand­ teiknuð, bæði letur og myndir. Við breyttum einnig vörumerkinu okkar til einföldunar.“ Fleiri gestir Hvað bjórana sjálfa varðar hafa nýir eigendur haldið tryggð við þá föstu bjóra sem voru í framleiðslu þegar þeir tóku við. Þó hefur Sleipnir – Pale Ale, sem var októberbjórinn okkar í fyrra, bæst við þá flóru nú um áramótin. Við höfum líka lagt áherslu á að nýta tímabilin sem Vín­ búðin býður upp á til að gera nýja bjóra.“ Önnur stór breyting á rekstri brugghússins er móttaka innlendra og erlendra ferðamanna og hópa. „Þegar við keyptum fyrirtækið vorum við að kaupa brugghús og fara að brugga bjór. Eftir aðeins nokkrar vikur varð okkur ljóst að Ölvisholt væri ekki bara brugghús, heldur ætti það ekki síður fullt erindi sem ferðaþjónustuaðili.“ Bjórtúrismi hefur aukist mikið um allan heim og mörg dæmi um að fólk skipuleggi ferðalög í kringum brugghúsaheimsóknir. „Við höfum ekki farið varhluta af þessum áhuga og fáum fyrirspurnir um heimsókn í Ölvisholt, bæði frá Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Það gefur okkur gott tækifæri til að kynna okkur og vöruna okkar. Mikil áhersla er nú lögð á mat og matar­ menningu á Íslandi og ekki spurn­ ing að bjórinn sem framleiddur er úr íslenska vatninu á heima þar og vekur áhuga.“ 4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -F 9 4 8 1 C 9 2 -F 8 0 C 1 C 9 2 -F 6 D 0 1 C 9 2 -F 5 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.