Fréttablaðið - 30.03.2017, Síða 72
Leikhús
Tímaþjófurinn
HHHHH
eftir steinunni sigurðardóttur
Þjóðleikhúsið - kassinn
Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir,
Björn Hlynur Haraldsson, Edda Arn-
ljótsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir
og Oddur Júlíusson
Leikgerð: Melkorka Tekla Ólafs-
dóttir
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þór-
hallsdóttir
Leikmynd og búningar: Eva Signý
Berger
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist og hljóðmynd: Kristinn
Gauti Einarsson
Í Vesturbænum býr Alda Ívarsen
í virðulegu húsi fyrrverandi land
læknishjónanna, látinna foreldra
sinna, og flýtur í gegnum lífið.
Hún kennir þýsku í virtum fram
haldsskóla, tælir karlmenn þegar
henni hentar og ferðast til útlanda
á sumrin. Þessi ljóðræna skáldsaga
Steinunnar Sigurðardóttur er fyrir
löngu orðin klassík og fær nú endur
nýjað líf í Kassanum sem sviðsverk.
Áhorfendum er boðið að dýfa sér
ofan í öldurót hugarheims Öldu,
eins konar draumkenndan hliðar
heim þar sem tíminn er afstæður
og raunveruleikinn líka. Eva Signý
Berger hannar þessa veröld af mik
illi kostgæfni þar sem gráblá flauels
tjöld umlykja bert sviðið, glitrandi
en sjúskuð ljósakróna lafir baka til
og svartur flygill situr í einu horn
inu. Lýsing Ólafs Ágústs Stefáns
sonar er snjöll; í fyrstu skær og köld
en fylgir hugarástandi Öldu lipur
lega og verður að lokum djúpblá.
Kristinn Gauti Einarsson nálgast
hljóðmyndina á svipuðum nótum
þar sem andi Davids Lynch svífur
yfir vötnum í bland við tónlist frá
9. áratugnum, en lokalaginu er þó
algjörlega ofaukið.
Í þessum þokukennda bláma
dvelur Alda, leikin af Nínu Dögg
Filippusdóttur. Hlutverkið er
gríðarlega krefjandi enda hverfist
verkið um örlög og niðurbrot Öldu
í kjölfar sambandsslita. Eftir örlítið
höktandi byrjun þá vex Nínu Dögg
fiskur um hrygg. Hún finnur þessa
fínu línu á milli eymdar og bjartsýni
þar sem sveiflan á milli ofsagleði og
myrkasta þunglyndis er í senn breið
og hröð. Innri hrörnun Öldu endur
speglast í líkamsbeitingu Nínu
Daggar sem bognar meira og meira
eftir því sem líður á sýninguna, þó
verða sumir tælingartaktarnir leiði
gjarnir.
Björn Hlynur Haraldsson hefur
þann einstaka hæfileika að virðast
fullkomlega afslappaður á sviði en
draga áhorfendur til sín. Anton er
í raun ekkert sérlega spennandi
maður en Birni Hlyni tekst að gefa
þessum borgaralega bókabéusi
dýpt. Síðustu ár hefur Edda Arn
ljótsdóttir sinnt aukahlutverkum
í hinum ýmsu sýningum Þjóðleik
hússins en stundum gleymist hversu
hæf hún er sem leikkona. Hér er
hún í hlutverki Ölmu, stóru systur
Öldu, og á það til að stela senunni
með snörpum tilsvörum og beittum
fókus.
Yngri kynslóðin á líka sína full
trúa í sýningunni og framtíðin er
greinilega björt í þeim hópi. Snæ
fríður Ingvarsdóttir hefur alla burði
til þess að skara framúr en þó glitti
aðeins í reynsluleysi og taugatrekk
ing í fyrri hluta sýningar. Oddur
Júlíusson er fjölhæfasti og kannski
frambærilegasti ungi leikari lands
ins um þessar mundir; hér dansar
hann, syngur og er jafnvígur á
kómík og drama.
Leikarahópurinn er semsagt
gríðarlega sterkur en Una Þorleifs
dóttir á hrós skilið fyrir að láta raun
sæið fljúga út um gluggann og finna
tón í sviðsetningunni sem hentar
skáldverki Steinunnar einstaklega
vel. Sömuleiðis er vel til fundið að
bæta flæðandi sviðshreyfingum
Sveinbjargar Þórhallsdóttur við
framvinduna. Þær þenja út súrreal
íska andrúmsloftið og endurteknar
hreyfingar falla vel inn í sýninguna.
En spyrja má af hverju nafn
rithöfundarins er á forsíðu leik
skrár, eins og svo oft áður, en ekki
nafn Melkorku Teklu Ólafsdóttur
sem vinnur vel úr upprunalega
textanum. Þó verður að segjast
að fagurfræðilegur styrkur hand
ritsins orsakast að mestu af gæðum
bókarinnar. Umdeilt er hvernig eigi
að flokka leikgerðir og líka hversu
fyrirferðarmiklar þær eru í íslensk
um sviðslistum á kostnað annarra
nýrra verka. En ef leikgerðir á að
skilgreina sem ný íslensk leikrit, á
þá höfundur leikhandritsins ekki að
vera skrifaður fyrir texta sýningar
frekar en upprunalegur rithöfundur
skáldverksins?
Tímaþjófurinn er hnitmiðuð og
eftirminnileg sýning um hugar
ástand brotinnar konu. Una heldur
fast utan um framvinduna, vinnur
vel með gríðarsterkum leikhópi og
finnur frumlegar lausnir á flókinni
skáldsögu. Sigríður Jónsdóttir
NiðursTaða: Fagurfræðilega
sterk sýning.
Brotsjór ástarinnar
Björn Hlynur og Nína Dögg eru í aðalhlutverkum. MyND/ÞJóðLeikHúSið
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og
glæsileik
i
endalaus
t úrval af
hágæða
flísum
Finndu okkur
á facebook
Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík
Sími: 517 0900 / 777 1901
www.kaelivirkni.is
VIÐHALD OG VIÐGERÐIR
Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM
VIÐ
SJÁUM
UM
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
FERMINGAGJAFIR
Bensín- og rafmagnsvespur á góðu verði
199.900,-
Svört, rauð eða grá
149.900,-
Svört, rauð eða hvít
KEMUR
1. APRÍL
Þarf ekki próf,
tryggja eða skrá!
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Bækur
Móðurhugur
HHHHH
eftir kára Tulinius
útgefandi: JPV útgáfa
kápa: Halla Sigga / Forlagið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Lengd: 160 bls.
Móðurhugur er önnur skáldsaga
Kára Tuliniusar sem einnig hefur
verið virkur innan Meðgönguljóða
allt frá upphafsárum þess forvitni
lega forlags og starfs sem þar er
unnið. Það leynir sér heldur ekki í
skáldskap Kára að ljóðlistin stendur
honum nærri enda yrkisefni sögunn
ar nánast ljóðrænn heimur lykilper
sónanna.
Móðurhugur segir frá Ingu, ungri
íslenskri konu sem er búsett í
Bandaríkjunum þar sem hún er við
háskólanám í trúarbragðafræðum,
sambandi hennar við transmanninn
Abel sem endurgeldur ekki ást henn
ar og rithöfundinum Theodóru sem
er móðir Ingu. Framsetning þessarar
sögu er í senn einkar frumleg og for
vitnileg en inngangur sögunnar er
orðræða móður Ingu eftir að hún
hefur samþykkt að slökkt verði á
öndunarvél dóttur hennar – afleið
ing ástarsorgarinnar
yfir Abel. Í framhaldinu
skiptist skáldsagan í
þrjá hluta. Í fyrsta lagi
vefdagbók Ingu sem
hún ritar sjálf. Í öðru
lagi sögu Abels sem
Inga hefur unnið úr
netsamskiptum þeirra
á því átta ára tímabili
sem leið á meðan þau
þekktust einvörðungu
í netheimum og sam
band þeirra var ein
vörðungu vinasamband. Og loks
skrif móðurinnar sem leitast við að
skilja líf og dauða dóttur sinnar og
jafnvel skrifa hana til lífsins.
Þetta virðist kannski allt vera
dáldið flókið en er það í raun og veru
ekki. Innan þessa ramma tekst Kári
á við ástina, trúna, kynferði, kyn
vitund, samskipti á internetinu og í
veruleikanum, líf og dauða og síðast
en ekki síst hin forvitnilegu mörk á
milli veruleika og skáldskapar. Allt
eru þetta forvitnileg viðfangsefni og
allt virðist Kári nálgast af þekkingu
en vandinn er kannski að hér er
mikið í lagt. Helst til mikið fyrir ekki
stærri sögu og því skortir aðeins á að
persónurnar nái því að verða ljóslif
andi og höfði til samkenndar hjá
lesandanum. Hið breytilega sjónar
horn hlutanna þriggja eykur einnig
aðeins á hættuna á því
að persónurnar nái
ekki að verða nægilega
skarpar og ljóslifandi.
Kári er ótvírætt efni
legur höfundur og það
leynir sér ekki á oft og
tíðum lipurlega skrif
uðum málsgreinum að
hann er vel ritfær. En
hann ætlar sér mikið –
helst til of mikið. Stíllinn
á það til að verða ansi
flúraður, setningarnar
langar og hlaðnar myndmáli sem
hefði vel mátt einfalda og skerpa til
hins betra. Hið sama gildir um for
vitnilega þekkingu á trúarbragða
fræðinni og vísanir því tengdar sem
eru á stundum mjög fyrirferðar
miklar innan frásagnarinnar. Þetta
er forvitnilegt og getur þjónað sínum
tilgangi en ofhleðsla verður frekar
leiðigjörn og þreytandi á köflum.
Móðurhugur er þó forvitnilegt
verk þar sem margar spennandi
hugmyndir eru reifaðar og margt vel
gert. Vandinn er það er tekist á við of
mikið í þessari atrennu og því missir
verkið fókus.
Magnús Guðmundsson
NiðursTaða: Um margt forvitni-
legt verk sem ætlar sér þó of mikið
innan einnar skáldsögu.
Minna er stundum meira
3 0 . M a r s 2 0 1 7 F i M M T u D a G u r44 M e N N i N G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
3
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
9
2
-9
1
9
8
1
C
9
2
-9
0
5
C
1
C
9
2
-8
F
2
0
1
C
9
2
-8
D
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
8
s
_
2
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K