Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 15.–18. janúar 20166 Fréttir F jármálaeftirlitið (FME) telur mikilvægt að í frumvarpi fjármálaráðherra- og efna- hagsráðherra um fasteigna- lán til neytenda verði bætti inn ákvæði sem kveði á um hámark greiðslubyrðarhlutfalls sem getur numið frá 25% til 50% af ráðstöfunar- tekjum. Lánastofnunum væri þannig óheimilt að veita fasteignalán til neytenda ef greiðslubyrði þeirra færi yfir hámarkshlutfall en það gæti ver- ið sett lægra fyrir tekjuminni hópa en þá sem eru tekjuháir. Þetta kemur fram í umsögn FME um frumvarpið sem barst efnahags- og viðskiptanefnd í síðustu viku. Þjóðhagsvarúðartæki á borð við há- mark greiðslubyrðarhlutfalls neyt- enda er ætlað að takmarka skuld- setningu heimila og vinna þannig gegn bólumyndun á fasteignamark- aði. Í aðdraganda bankahrunsins, þegar aðgengi neytenda að lánum var mikið, urðu skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af landsfram- leiðslu á meðal þeirra hæstu í hópi þróaðra ríkja. Á síðustu árum hafa skuldirnar hins vegar lækkað mikið og er núna á svipuðum slóðum og á árinu 2003. Mikilvæg viðbót Í frumvarpi ráðherra, sem var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga, er lagt til að Fjár- málaeftirlitinu verði veitt heimild til að setja reglur um hámark veð- setningarhlutfalls fasteignalána að fengnum tilmælum fjármálastöð- ugleikaráðs. Samkvæmt frumvarp- inu getur hámark veðsetningarhlut- falls numið á bilinu 60–90% og verið mismunandi eftir tegundum lána og hópum. Í umsögn FME er vísað til rann- sóknar írska seðlabankans um virkni ólíkra þjóðhagsvarúðartækja er tengjast fasteignamarkaði þar sem niðurstaðan hafi sýnt að takmörkun á heildarfjárhæð fasteignalána mið- að við tekjur hafi meiri virkni en veð- setningarhlutfall við aðstæður þar í landi. Þótt ekki sé hægt að heimfæra þær niðurstöður beint á Ísland þá tel- ur FME að slíkt sé vísbending um að þörf sé á því að hafa fleiri stjórntæki tiltæk til að takmarka fasteignalán til neytenda en veðsetningarhlutfallið eingöngu. Þannig komi meðal annars fram í nýjasta fjármálastöðugleikariti Seðlabankans að „þjóðhagsvarúðar- tæki sem takmarkar hvað heimili geta nýtt af ráðstöfunartekjum sínum í af- borganir og vexti af fasteignalánum sé mikilvæg viðbót við önnur tæki sem er ætlað að varðveita fjármála- stöðugleika.“ „Miklar ófyrirséðar aukaverkanir“ Í umsögn FME er vakin athygli á því að við núverandi aðstæður á fast- eignamarkaði hérlendis þá væri hætta á því að hámark veðsetn- ingarhlutfalls hefði ekki mikla virkni nema það yrði ákvarðað mjög lágt. Slík aðgerð kynni hins vegar að hafa „miklar ófyrirséðar aukaverkanir.“ Undir þetta er óbeint tekið í um- sögn Samkeppniseftirlitsins sem segir að ef 60% hámarksveðhlutfall- ið yrði sett með almennum hætti hefði það „mjög mikil áhrif á verð fasteigna og/eða skapa hættu á að fasteignaviðskipti stöðvist (mark- aðurinn frjósi)“. Telur Samkeppnis- eftirlitið því ljóst að beiting þessa tækis sé vandmeðfarin og geti hamlað gegn því að stór hópur skuldara gæti endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum við vaxta- lækkun ef hámarks veðhlutfall yrði sett mjög neðarlega. „Slíkt myndi hafa í för með sér hindrun gegn því að lántakendur gætu endurfjár- magnað lán sín hjá þeim aðila sem býður hagstæðustu kjör og þannig unnið gegn virkni samkeppni á fasteignamarkaði,“ segir í umsögn eftirlitsins. Lægsta hámarks veð- hlutfall sem er í gildi í grannríkjum Íslands er 80%. n FME vill fleiri stjórntæki til að takmarka fasteignalán Ákvæði um hámark greiðslubyrðarhlutfalls verði innleitt í frumvarp um fasteignalán L ögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson var dæmdur í Hæstarétti Íslands á fimmtudag fyrir að hafa brotið þagnarskyldu í starfi með því að hafa með tölvuskeyti sent öðrum manni lýsingu á 13 ára gömlum dreng, sem hann nafngreindi og skýrði frá ástæðu afskipta lögreglu af drengnum. Gunnar var sýknaður í Héraðs- dómi Reykjavíkur af brotum sínum, en þar var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna sem voru þolendur kynferðisbrota, í málaskrárkerfi lögreglunnar og skoðað þar upplýsingar um kon- urnar, án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans sem lögreglu- manns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um þær. Hann var sýknaður alfarið af þeim brotum í Hæstarétti. Málið vakti töluverða athygli í samfélaginu og var kallað Löke-mál- ið í daglegu tali, en Löke er upplýs- ingakerfi sem lögreglan ein hefur að- gang að og öll mál eru skráð í. n valur@dv.is Dæmdur fyrir brot á þagnarskyldu Sendi tölvupóst með upplýsingum um 13 ára dreng Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Umhverfisvænir pokar sem brotna niður í umhverf inu Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 • Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar • Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni • d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma þe irra loknum svo að þe ir samlagist nát túrunni á sama hát t og laufblað Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt fengið hjá okkur íblöndunarefni. Pokar í s töðluðum stærðum eða séráprentaðir „Engin mál- efnaleg rök“ fyrir lán- tökugjaldi Samkeppniseftirlitið telur að nýta ætti tækifærið við innleiðingu sérstakra laga um fasteignalán og lögfesta ákvæði sem fæli í sér að lánastofnunum væri bannað að innheimta sérstakt lántökugjald við veitingu fasteignalána til neytenda. Er það mat eftirlitsins að markaðurinn myndi virka betur ef gjöld við töku íbúðalána væru aðeins föst krónutala sem tæki mið af kostnaði við skjalagerð og afgreiðslu láns. Algengt er að viðskiptabankarnir innheimti 1% lántökugjald við veitingu íbúðalána sem þýðir að neytendur þurfa til dæmis að greiða 200 þúsund krónur í þóknun taki þeir lán fyrir 20 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið segir að þóknun í formi slíkra forvaxta „dragi úr virkni lántakenda til að leita bestu kjara á íbúðalánamarkaði sem skaðar samkeppni á markaðnum. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru engin mál- efnaleg rök fyrir því að forvextir séu inn- heimtir við veitingu íbúðalána. Ekki fæst séð að gjald sem þetta sé hagkvæm leið til þess að verðleggja áhættu.“ Hörður Ægisson hordur@dv.is Ný lög um fasteignalán FME og Samkeppniseftirlitið óttast afleiðingar þess ef hámarks veðhlutfall yrði ákvarðað mjög lágt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.