Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Helgarblað 15.–18. janúar 2016
Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
Mono Laserprentari: 24.900 kr.
1.600 síðna hylki: 6.590 kr.
Sérfræðingar í prenthylkjum
Hneykslismál skekja
breska Sports Direct
n Markaðsvirði íþróttavörukeðjunnar hefur fallið um 200 milljarða króna frá áramótum
M
arkaðsvirði bresku íþrótta
vörukeðjunnar Sports
Direct hefur hrunið um
jafnvirði rétt tæplega 200
milljarða króna frá ára
mótum í kjölfar hrinu hneykslismála.
Fyrirtækið sendi frá sér afkomuvið
vörun í síðustu viku og hlutabréf þess
hafa fallið í verði um 26% það sem af
er ári. Eigandi Sports Direct á Íslandi
vildi ekki tjá sig um tíðindin frá Bret
landi þegar DV náði tali af honum.
Minni hagnaður
Samkvæmt afkomuviðvöruninni er
gert ráð fyrir að hagnaður fyrirtæk
isins á yfirstandandi fjárhagsári, sem
nær frá 1. apríl 2015 til 31. mars 2016,
verði 40 milljónum punda, jafn
virði 7,6 milljarða króna, minni en
fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ástæðan sé
minni sala í verslunum í dýrari versl
unargötum og hið góða veður sem
gekk yfir Bretland í jólamánuðin
um. Fyrri spár fyrirtækisins höfðu
gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á
420 milljónir punda eða 79 milljarða
króna.
Afkomuviðvörunin kom í kjölfarið
á afhjúpun breska fjölmiðilsins The
Guardian á launakjörum hlutastarfs
manna íþróttavörukeðjunnar. Sam
kvæmt henni er tímakaup þúsunda
þeirra undir lágmarkslaunum sem
nema 6,7 pundum á klukkustund eða
1.267 krónum.
Lánaði tengdasyninum
Til að bæta gráu ofan á svart hafa
breskir fjölmiðlar síðustu daga
greint frá ásökunum um að Mike
Ashley, stofnandi smásölurisans og
eigandi enska knattspyrnufélagsins
Newcastle United, hafi ráðið kærasta
dóttur sinnar í yfirmannsstöðu hjá
fyrirtækinu. Eigandinn umdeildi hafi
einnig lánað tengdasyninum tilvon
andi 10,7 milljónir punda eða tæpa
tvo milljarða króna.
Í nýlegri umfjöllun breska við
skiptamiðilsins Business Insider
segir að hinn 26 ára gamli kærasti,
Michael Murray, hafi verið fenginn
til að stýra 250 milljóna punda fast
eignasjóði og vinna að markaðssetn
ingu á nýrri íþróttavörulínu Sports
Direct. Murray, sem hefur enga
reynslu af fjárfestingum í fasteign
um, vann þar til í fyrrasumar við að
skipuleggja tónleikahátíð í Bretlandi
og stýra þarlendum næturklúbbi.
Jákvæð afkoma
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson,
framkvæmdastjóri og eigandi Sports
Direct í Lindum í Kópavogi, vildi,
sem fyrr segir, ekki tjá sig um nýjustu
fréttir af bresku íþróttavörukeðjunni.
Verslun Sigurðar var rekin með
21 milljónar króna hagnaði á síð
asta fjárhagsári hennar sem náði
yfir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apr
íl 2015. Samkvæmt nýjasta ársreikn
ingi rekstrarfélags hennar, NDS ehf.,
námu eignir félagsins 289 milljónum
í lok tímabilsins en skuldirnar 265
milljónum. Eignarhald verslunar
innar er skráð á félag í Lúxemborg,
Rhapsody Investments S.A. Sigurð
ur sagði í viðtali við Viðskiptablaðið
í mars 2014 að ástæðan fyrir því væri
sú að stjórn Sports Direct í Bretlandi
hefði ekki viljað setja fjármagn inn í
íslenskt félag. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Stofnaði verslunarrisa Mike Ashley
hefur lengi verið tíður gestur á síðum bresku
dagblaðanna.
Sports Direct Breska íþróttavörukeðjan var stofnuð árið 1982 og rekur í dag yfir 500 verslanir um allan heim.
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson Opnaði Sports Direct á Íslandi sumarið 2012.
Má nota pastasigtið
Segist vera hluti af spagettíkirkjunni
R
ússneskur maður fær að
vera með pastasigti á höfð
inu á ökuskírteininu sínu.
Þetta er niðurstaða dóm
stóls þar í landi, en maðurinn er
hluti af spagettíkirkjunni svoköll
uðu. Talað er um að þeir sem eru
hluti af Kirkju fljúgandi spagettí
skrímslisins (e. Church of the
flying spaghetti monster), séu
„Pastafarians“. Kirkjan gerir grín
að trúarbrögðum og trúboði og
sagði maðurinn, Andrei Filin, að
sigtið væri trúartákn sem hon
um væri mikilvægt. Hann fær fyrir
vikið að vera með sigtið á höfðinu
á myndinni. Þeir sem vilja til
heyra kirkjunni þurfa ekki að taka
þátt í nokkrum hátíðum, athöfn
um eða greiða gjald. Fljúgandi
pastaskrímslið er helgitákn safn
aðarins, það ku vera ósigrandi, al
máttugt og lítur út eins og spagettí
og tvær kjötbollur. n
Húfa og sigti
Maðurinn á sér-
hannaða húfu,
sem er alveg
eins og sigtið
hans góða.
MynD BBC