Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 15.–18. janúar 201622 Fólk Viðtal
S
vona áföll eyðileggja allt.
Það er ekki bara einstak
lingurinn sem deyr sem
hverfur heldur fer öll fjöl
skyldan í klessu og ég tala
ekki um þegar um svona ofbeldis
glæp er að ræða. Þetta eyðilagði
okkar fjölskyldu. Eitt líf tengist
mörgum öðrum lífum, fjölskyldu
hópum og vinum. Þetta hefur svo
víðtæk áhrif,“ segir Ragnheiður
M. Kristjónsdóttir, markaðsfull
trúi og fyrrverandi ritstjóri, en
litla systir Ragnheiðar, Áslaug
Perla Kristjónsdóttir, var myrt
á hrottafenginn hátt föstudags
kvöldið 26. maí árið 2000 þegar
henni var kastað fram af svölum
á tíundu hæð í blokk í Engihjalla í
Kópavogi.
Sjö árum yngri
Áslaug Perla hefði orðið 37 ára þann
4. janúar hefði hún lifað. Það eru því
16 ár síðan hún lést. „Ég sakna svo
þess sem hefði getað orðið og hugsa
oft hvernig hún myndi líta út í dag,
hvað við værum að bralla, hvort
hún ætti börn og hvað hún starf
aði við. Áslaug Perla var sjö árum
yngri en ég, sem var svolítið mikið
þá en hefði ekki verið neitt í dag. Ég
passaði hana mikið og sótti hana á
leikskólann en fór svo að vera með
stæla við hana þegar ég varð ung
lingur. Við áttum samt okkar stund
ir og elskuðum að horfa saman á
Santa Barbara og seinna urðu Fóst
bræður okkar þættir. Við vorum
alltaf að verða betri vinkonur.“
Syninum að þakka
Ragnheiður var einstæð móðir
þegar Áslaug Perla lést. „Sonur
minn var tæplega þriggja ára og var
í pössun hjá mömmu þegar hún
fékk fréttirnar. Grey karlinn. Þetta
hefur örugglega verið hrikalegt
áfall. Mamma brjálaðist algjörlega.
Sonur minn hefur aldrei rætt þetta
og ég veit svo sem ekki hvað börn
muna og ég hugsa að hann hafi lok
að á þessa minningu. Hins vegar
getur enginn sagt mér að þetta hafi
ekki haft áhrif á hann; þegar ein
hver svona náinn bregst svona við.
Það er honum að þakka að mér
tókst að halda áfram. Ég varð að
sinna honum, halda áfram í háskól
anum, borga af íbúðinni og gera
það sem þurfti að gera. Fyrst á eftir
var maður í einhverri leiðslu. Það
tekst ekki öllum að komast í gegn
um svona og mömmu reyndist það
ofviða að missa barnið sitt. Mér
tókst að skríða í gang en mamma
hefði þurft á hjálp að halda til að
halda áfram en hún fékk ekki mikla
hjálp.“
Hugurinn fór ekki þangað
Aðspurð um daginn örlagaríka
segir hún fyrstu viðbrögð allra hafa
verið að gera ráð fyrir að um slys
hefði verið að ræða. „Pabbi hringdi
í mig og sagði mér að koma. Ég yrði
að koma strax. Ég átti ekki bíl en
tók leigubíl. Pabbi var það alvarleg
ur í símanum að ég vissi að það var
eitthvað að en kom ekkert svona til
hugar. Hugurinn fór ekki þangað.
Ég bað leigubílstjórann að bíða því
Mun ekki fyrirgefa
Ragnheiður M. Kristjónsdóttir
Ragnheiður hefur ekki fyrirgefið
morðingjanum og býst ekki við að
gera það. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon
Áslaug Perla Ragnheiður vill að fólk minnist hennar sem stúlku sem átti alla framtíðina
fyrir sér. Mynd úR einKaSafni
Áslaug Perla Kristjónsdóttir lést árið 2000 þegar henni var hrint
niður af svölum blokkar í Engihjalla. Systir hennar, Ragnheiður M. Kristjóns dóttir,
segir fjölskylduna ekki hafa jafnað sig eftir missinn. Indíana Ása Hreinsdóttir
ræddi við Ragnheiði um Áslaugu Perlu, daginn örlagaríka, fyrirgefninguna,
ástina, sorgina og söknuðinn eftir því sem hefði getað orðið.
indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is