Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 21
Umræða 21Helgarblað 15.–18. janúar 2016 Við fylgjumst grannt með Góða ferð, geimfari Ég var svo hrædd Ólöf Nordal segir ráðuneytið vart við óróa innan lögreglunnar. – DV Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur kveður David Bowie. – DVErna Hrund Hermannsdóttir upplifði fæðingarþunglyndi. – DV. Myndin Á hraðferð Snjórinn og færðin virðist ekkert hægja á hraða samfélagsins. MYND: ÞORMAR VIGNIR Betri kjör fyrir ríka? Á fram heldur ríkisstjórnin að þjóna ríkasta fólki lands­ ins í stað þess að huga að hagsmunum okkar allra. Fjármálaráðherra vill nú afnema bann við gengislánum til fólks en allir vita að þrátt fyrir að vextir þessara lána séu lægri en vextir lána í íslenskum krónum, er áhættan fyrir einstaklinga og þjóðina alla mikil, eins og dæm­ in sanna. Í ljósi slæmrar reynslu okkar af gengistryggðum lánum leggur ríkisstjórnin til að takmarka þessa heimild svo ekki fari jafn illa fyrir okkur og áður. Í því eru tve­ ir kostir: Annar er sá að einung­ is þeir sem hafa tekjur í erlendri mynt fái að taka þessi lán. Hinn er sá að einungis þeir sem eiga mikið og skulda lítið fái að taka þessi lán, sem skapar augljósan aðstöðumun milli ríkra og annarra. Og eins og jafnan fyrr tekur ríkis­ stjórn ríka fólksins verri kostinn. Í tillögu ríkisstjórnarinnar felst að efnaðasta fólkið fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það lög mun þjóðin öll bera áhættuna af slíkum lánveitingum, en lántakendurnir einir njóta ávinningsins. Þau borgara legu réttindi að fá að taka lán í þeim gjaldmiðli sem bestu kjörin veitir verða þannig bundin við ríkasta fólkið. Það er kaldhæðn­ islegt að þessi nýja flokkun réttinda eftir efnastöðu fólks skuli lögleidd nú rétt rúmum hundrað árum eftir að numið var úr lögum að einungis efnuðustu borgarar landsins mættu kjósa. Borga heila íbúð aukalega Það er áhyggjuefni að gjaldmiðill landsins sé svo veikburða að hann þoli ekki að fólk velji sér lánaform og eigi frjáls viðskipti með gjald­ miðla. En það er engu að síður stað­ reyndin. Við ættum auðvitað að búa við þær aðstæður að fólk gæti tekið lán á sambærilegum kjörum og tíðkast í nágrannalöndum okkar, en því er því miður ekki að heilsa. Þvert á móti leggur krónan við­ bótarbyrðar á allan almenning á Íslandi með ofurvöxtum, þannig að ungt fólk sem kaupir sína fyrstu íbúð þarf að borga sem svarar heilu íbúðarverði aukalega fyrir íbúðina sína, ef borið er saman við vaxta­ kostnað í nágrannalöndunum. Það er engin furða að ungt fólk sem sér tækifæri til að afla betri tekna í ná­ grannalöndunum flytji, því vaxta­ kostnaður af húsnæðislánum eykur enn á aðstöðumun milli Íslands og annarra landa, okkur í óhag. En lausnin getur því miður ekki verið að allir taki bara lán í erlendum gjaldmiðli og við búum samt áfram við krónuna. Allir muna hvernig gengistryggð lán ruku upp í kjölfar hrunsins og það munu þau gera aft­ ur með reglulegu millibili, ef marka má þróun krónunnar frá upphafi. Lánveitingar í erlendum gjald­ miðli til aðila sem ekki hafa tekjur í sama gjaldmiðli valda kerfisáhættu og sú áhætta getur, eins og dæmin sanna, rústað gjaldeyrismarkaðnum og keyrt upp verðbólgu og þar með öll verðtryggð og óverðtryggð lán heimilanna. Þessa áhættu munum við öll bera, verði frumvarp ríkis­ stjórnarinnar að lögum en hin auð­ uga forréttindastétt mun ein njóta lágra erlendra vaxta. Leiðin úr höft­ um og háum vöxtum er nýr gjald­ miðill en ekki aukin réttindi ríkra umfram aðra. Tvær þjóðir í einu landi Nú þegar njóta stærstu fyrirtækin þess að geta fengið lán á alþjóðleg­ um kjörum en minni fyrirtæki eru bundin við krónuna og ofurvexti hennar. Venjuleg minni fyrirtæki greiða nú vexti sem einungis skipu­ lögð glæpastarfsemi þarf að greiða í nálægum löndum. Nú vill ríkis­ stjórnin festa þessa skiptingu enn frekar í sessi. Í Sovétríkjunum var líka til forréttindastétt sem fékk að versla í dollarabúðum og almenn­ ingur sem var bundinn við rúblu sem hvergi var hægt að eiga viðskipti með utan landsteinanna. Hliðstæðan við krónuhagkerfið er orðið slá­ andi. Krónan býr því til tvær þjóðir í landinu: Forréttindahóp sem er laus við neikvæðar afleiðingar hennar og býr áhyggjulaus við alþjóðleg við­ skiptakjör og venjulegt fólk sem ber verðtrygginguna, ofurvextina – sem sagt allan kostnaðinn og áhættuna. Við sjáum nú hvorri þjóðinni ríkis­ stjórnin þjónar. n „Og eins og jafn­ an fyrr tekur ríkis­ stjórn ríka fólksins verri kostinn. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Kjallari Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Nýjar umbúðir Augnheilbrigði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.