Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 39
Menning 35Helgarblað 15.–18. janúar 2016
Óður til allra afa
H
ver var Halldór Laxness, eru
börnin spurð. Því virðist í
fljótu bragði
auðsvarað;
Hann var afi Dóra
DNA. En hann var
meira en það. Hann
var líka afi Auðar Jóns-
dóttur, sem einnig er
rithöfundur og fjallar
hér um kollega sinn
og ættingja.
Maður er kannski
efins um að það vanti
enn eina dýrlinga-
söguna um þjóð-
skáldið, en bókin er
hin skemmtilegasta.
Hún var endurútgefin í haust
á 60 ára afmæli Nóbelsafhendingar-
innar, en margt annað var merkilegt
við Laxness.
Við kynnumst manninum, og
ekki síst barninu. Sem dæmi má
nefna að Dóri litli lék sér með dúkk-
ur, sem taka má sem innlegg í kynja-
hlutverk barnaleikja en virðist held-
ur hafa auðgað ímyndunaraflið.
Í fyrstu er um hreinræktaða
barnabók að ræða, þar sem Auður
blandar saman eigin minningum
og þeirri æsku sem Halldór lýsti
sjálfur í verkum sínum. En síðan vex
hann úr grasi og bókin verður ágæt-
is aldarspegill, Ísland breyttist óðum
á þessum tíma, heimsstyrjaldir og
heimskreppur dundu á. Þannig er
bókin ekki bara inngangur að bók-
menntasögu landsins, heldur einnig
að sögu 20. aldar, og geri aðr-
ar barnabækur betur.
Laxness var
lítið fyrir að taka til
hendinni á heimil-
inu eða úti á túni, sem
hefur þótt skrýtið í
gamla bændasamfé-
laginu. Ef hann skrif-
aði eins og hann hefði
aldrei gert annað, þá
var það einmitt vegna
þess að hann gerði
aldrei annað. En bók-
in er ekki síður óður til
allra afa, sem ef til vill
eiga erfitt uppdráttar
nú á tímum tölvunnar. Flestir hafa
þeir sögur að segja, líka þeir sem ekki
eru Halldór Laxness. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Bækur
Skrýtnastur er maður
sjálfur: Hver var
Halldór Laxness?
Höfundur: Auður Jónsdóttir
Útgefandi: Mál og menning
Endurútgáfa - bókin kom fyrst út árið 2002
Hann segir það hins vegar vera
kröfur markaðarins og samfélags
sem vill ávallt sjá mælanlegar niður-
stöður sem ráði því að prófin skipti
jafn miklu máli og raun ber vitni.
„Skammtímasjónarmið ráða för hjá
stjórnmálamönnum því tíminn til
næstu kosninga er ævinlega stuttur:
„Ef ég sýni ekki fram á betri niður-
stöður í næstu lestrarkönnun verð ég
ekki kosinn aftur“,“ segir Jaroslav.
Safnið sem skóli
Sú greining og gagnrýni sem liggur
að baki verkefninu er að mennta-
kerfið sé fast í úreltu gildismati og
kennsluaðferðum sem takmarki
sköpunarkraft barna. En er safnið
ekki líka slík stofnun sem tekur þátt
í að takmarka sköpunarkraftinn, sem
krefst þess að hæfileikanum til sköp-
unar sé komið fyrir í sýnilegum og
seljanlegum einingum?
„Jú, á síðustu 20 árum hefur hlut-
verk safnsins verið að breytast. Slag-
orðið á framhlið byggingarinnar eftir
Luis Camnitzer, „Safnið er skóli“,
minnir okkur hins vegar á upphaflegt
markmið safnsins. Á upplýsingaöld,
þegar safnið varð til sem stofnun, var
grunnmarkmiðið menntun borgar-
anna. Þetta þróaðist smám saman og
á 20. öldinni var safnið fyrst og fremst
rými fagurfræðinnar,“ segir Jaroslav.
„Skref fyrir skref hefur efnahags-
lífið og markaðurinn hins vegar farið
að stýra samfélögum okkar. Það hefur
haft mikil áhrif á starfsemi listasafna
um allan heim. Það sem hefur orðið
mikilvægast er hið efnahagslega. Það
er alltaf fyrst spurt um tekjuáætlun og
fjölda gesta og svo framvegis. Það er
ekki lengur litið á gestinn sem þátt-
takanda í samræðu borgaranna og
sameiginlegri menntun, heldur sem
viðskiptavin og neytanda. Við höfum
breytt menningunni í neytendamál.
Vandamálið er að þessi hugsunar-
háttur hefur verið tekinn upp innan
safnanna – og þetta er alltaf að versna.
Nú þurfum við að spyrja okkur: hvert
á hlutverk safnsins að vera? Fólk talar
um hinar skapandi greinar og að söfn
eigi að vera hluti af þeim. En það er
mjög misráðin sýn finnst mér. Ef hið
efnahagslega er helsta hlutverk list-
arinnar þá erum við að líta framhjá
því sem skiptir raun og veru máli í
henni,“ segir Jaroslav.
Á laugardag talar Jaroslav Andel á
málþingi Í Listasafninu. Ásamt hon-
um tala leikfangasmiðurinn og lista-
maðurinn Michael Joaquin Gray og
portúgalska listakonan Priscila Fern-
andes. Málþingið hefst klukkan 15.00
og kostar 1500 krónur inn. n
Hið upphaflega
markmið safnsins
Þýsk-úrúgvæski lista-
maðurinn Luis Camn-
itzer hefur komið fyrir
slagorði á framhlið
Listasafns Reykjavík-
ur – Hafnarhúsi. Mynd
ÞorMar ViGnir GunnarSSon
Alan Rick-
man látinn
Breski stórleikarinn Alan
Rickman er látinn, 69 ára
að aldri. Banamein hans
var krabbamein, en hann
lést á heimili sínu í Lund-
únum á fimmtudag. Rick-
man var lærður sviðsleik-
ari og starfaði meðal annars
með The Royal Shakespeare
Company í upphafi ferilsins.
Hann sneri sér síðar að sjón-
varpsmyndum en er þó helst
þekktur af almenn-
ingi fyrir leik
sinni í kvik-
myndum
á borð við
Die Hard,
Harry
Potter,
Sense and
Sensibility og
Love Actually.
Hann var afar fjölhæfur
leikari og lék jöfnum hönd-
um fúlmenni og heiðvirða
menn. Túlkun hans á Hans
Gruber í Die Hard var sér-
lega kröftug og þar skapaði
hann eitt eftirminnilegasta
illmenni sem sést hefur á
hvíta tjaldinu.
Rickman var gríðar-
lega virtur og hlaut meðal
annars Golden Globe- og
Emmy-verðlaun árið 1997
fyrir leik sinn í sjónvarps-
myndinni Rasputin, og
BAFTA-verðlaunin fyrir leik
í kvikmyndinni Robin Hood:
Prince of Thieves.
Rickman lætur eftir sig
eiginkonu.
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002
Sama veRð í 8 áR!
Linsur fyrir
öll tækifæri
2500 kr.