Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 38
34 Menning Helgarblað 15.–18. janúar 2016
B
ækur um Önnu í
Grænuhlíð komu
út hér á landi fyr-
ir mörgum árum í
þýðingum sem voru mjög
styttar. Fyrir nokkrum árum
tóku dugmiklar konur
sig til og ákváðu að gefa
bókaflokkinn út í óstyttri út-
gáfu. Það er Sigríður Lára Sigurjóns-
dóttir sem þýðir bækurnar og gerir
það bæði vel og skemmtilega. Nú er
fjórða bókin í flokknum komin út,
Anna í Asparblæ.
Sögurnar um Önnu státa af fjör-
mikilli aðalpersónu sem hefur auð-
ugt ímyndarafl. Anna er skemmtileg
persóna sem glatar aldrei forvitni sinni
og lífsgleði þótt árunum fjölgi. Anna
er aldrei leiðinleg eða nöldursöm og
þess vegna ákjósanleg fyrirmynd.
Auk hinnar eftirminnilegu Önnu eru
bækurnar sneisafullar af áhugaverð-
um aukapersónum og atburðarásin
viðburðarík. Eitt einkenni bókanna
er hversu duglegar persónur eru við
að vitna í fleygar setningar eftir ýmis-
leg skáld. Þannig leika bókmenntirnar
sitt hlutverk í bókunum um
Önnu.
Anna í Asparblæ er líkt
og fyrri bækurnar í flokknum
bráðskemmtileg aflestrar.
Hún er ekki einungis bók
fyrir ungmenni, fullorðnir
lesendur ættu ekki síður að
njóta lestursins. Að formi til
er ákveðinn galli fólginn í frá-
sagnaraðferðinni sem annars
vegar byggir á bréfasending-
um Önnu til unnusta síns og hins
vegar á þriðjupersónu frásögn. Þar er
seinni frásagnaraðferðin mun líflegri
en bréfaskriftirnar sem á einstaka stað
verða nokkuð stirðar. Það breytir þó
engu um heildarniðurstöðuna sem er
að hér er á ferð bók sem ekki er annað
hægt en að njóta. Enda er Anna í hópi
eftirminnilegustu persóna barnabók-
menntanna, eins og gríðarlegar vin-
sældir bókaflokksins víða um heim
bera glöggt vitni um.
Aðdáendur Önnu munu njóta
þessarar bókar og bíða eftir-
væntingarfullir eftir næstu bók. n
Óviðjafnanleg Anna
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Bækur
Anna í Asparblæ
Höfundur: L.M. Montgomery
Þýðandi: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Útgefandi: Ástríki
319 blaðsíður
„Hér er á ferð bók
sem ekki er annað
hægt en að njóta.
N
úverandi menntakerfi varð
til á tímum upplýsingarinn-
ar og iðnbyltingarinnar og
breiddist þá út um heim-
inn. Það var mótað til að
sinna þörfum iðnsamfélagsins. En
nú búum við hins vegar í allt annars
konar heimi, heimi sem byggir á
notkun upplýsinga frekar en fram-
leiðslu efnislegra hluta,“ segir tékk-
neski sýningarstjórinn Jaroslav And-
el, hugmyndasmiðurinn að baki
sýningunni Aftur í Sandkassann –
Listir og róttækar kennsluaðferðir
sem verður opnuð í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur í dag.
Á sýningunni er spurningum
um tengsl menntunar, lista, leiks
og framleiðslu velt upp. Ellefu lista-
menn og hópar víðs vegar að úr
heiminum eiga verk á sýningunni
en auk þess verða haldin málþing og
vinnustofur þar sem nýjustu rann-
sóknir taugavísindamanna, hug-
myndir róttækra kennslufræðinga
og verk listamanna verða notuð til að
rýna í grunnhugmyndir menntakerf-
isins. Listasafnið er fyrsti viðkomu-
staður verkefnisins því það mun
halda áfram og ferðast víða um heim
næstu tvö ár.
Þjóðfélagsgerðin endurframleidd
Að undanförnu hefur Jaroslav Andel
starfað sem listrænn stjórnandi hjá
DOX miðstöð nútímalista í Prag og
hefur þar staðið fyrir nokkrum stór-
um verkefnum þar sem rými listar-
innar hefur verið nýtt sem umræðu-
vettvangur um ástand heimsins og
leiðir að betra samfélagi.
„Á undanförnum árum hafa
dramatískar breytingar átt sér
stað á samfélögum manna. Þessar
breytingar krefjast þess af okkur að
við séum ekki þröngsýn eða horfum
einungis á sérsvið okkar – sama á
hvaða sviði við störfum – heldur lítum
fyrst og fremst á okkur sem borgara og
veltum fyrir okkur stærri málefnum
sem varða okkur öll,“ segir Jaroslav.
„Þess vegna hef ég unnið að sýn-
ingum sem hafa spurt spurninga um
stöðu lýðræðisins, því eins og margir
hafa bent á stendur lýðræðið höll-
um fæti víðs vegar um heim. Í sýn-
ingunni The Lucifer Effect, sem var
sett upp þegar umræðan um Abu
Ghraib-fangelsið stóð sem hæst,
var einblínt á siðferðileg mál eins
og illsku og valdníðslu. Í sýningu
sem nefndist Cartographies of Hope
var áherslan hins vegar á þær sög-
ur sem við segjum (e.
narrative) um samfé-
lagslegar breytingar,“
segir hann.
„Þá hafði ég ný-
lega tekið þátt í
Occupy Wall Street
þar sem mikið hafði
verið rætt um, mót-
mæli nægðu ekki
heldur þyrfti að
koma fram með
framtíðarsýn og
nýja valmöguleika.
Í þessu samhengi
eru sögurnar sem
við segjum okkur
um möguleik-
ann á betri fram-
tíð mikil vægar. Og
þetta var það sem ég reyndi að kort-
leggja. Þegar ég hef unnið að þess-
um verk efnum hef ég smám saman
gert mér grein fyrir því að menntun
er algjört grundvallaratriði og líklega
mikilvægara en nokkurt annað svið
mannlífsins. Ástæðan er einföld,
samfélagið endurframleiðir sjálft sig
að mestu leyti í gegnum menntun –
bæði einstaklinginn og þjóðfélags-
gerðina. Áhrifin eru ekki skammvinn
heldur vara mjög lengi og menntun
hefur gríðarleg áhrif á öll önnur svið
mannfélagsins: vísindi, stjórnmál og
svo framvegis.“
Lýðræði og menntakerfið
Einmitt á þeim æviárum sem heili
einstaklingsins er hvað sveigjanleg-
astur og móttækilegastur er hann
formaður í gamaldags mynd – í stað
þess að halda honum skapandi og
leikandi. Þetta hefur svo þau áhrif að
borgararnir eru verr í stakk búnir til
að takast á við vandamál samtímans
að sögn Jaroslavs.
„Í dag stöndum við frammi fyrir
mörgum ólíkum vandamálum sem
hreinlega hrannast upp, en við erum
í æ verr stakk búin til að takast á við
þau. Við höfum einfaldlega ekki réttu
tækin. Hitt sem er kannski enn mikil-
vægara er spurningin um lýðræði.
Því nútíminn og nútímavæðingin er
nátengt hinu lýðræðislega kerfi. Það
er hins vegar vandamál ef við ölumst
upp í menntakerfi sem krefur okkur
um hlýðni og byggir alltaf á yfirvaldi
og valdboði,“ segir Jaroslav.
Aðspurður segir Jaroslav að
listin geti lagt sitt af mörkum til um-
ræðunnar um menntamál á að
minnsta kosti tvennan hátt. Á hagnýt-
an hátt geti hún notað rýmið sem hún
fær fyrir óhefta sköpun til að ögra um-
ræðum um menntun og bjóða upp
á nýja nálgun á lærdóm – hann tek-
ur til dæmis lýðræðislegra skipulag
skólastofunnar. En hann segir einnig
að listin sé mikilvægt innlegg í um-
ræðuna vegna þess að hún getur leyft
sér að horfa á fyrirbæri heildstætt
og án þess að takmarka sig við
ákveðið fag eða sérsvið.
Margar tegundir af greind
Jaroslav segist vonast til þess
að sýningin geti verið innlegg
í eða haft snertifleti við þá um-
ræðu sem hefur átt sér stað um
menntamál hér á landi. Hann
segir að sú umræða sem hefur
skapast á Íslandi – og meðal
annars verið haldið uppi af
menntamálaráðherra – um mikil-
vægi þess að lestur barna mælist
vel í alþjóðlegum prófum á borð
við PISA sé alls ekki bundin við Ís-
land.
Sjálfur hefur hann efasemdir
um forsendur slíkrar gagnrýni
á menntakerfið, enda telji hann
slíkar prófanir oftar en ekki vera
sniðnar að skammtíma- frekar en
langtímahagsmunum samfélagsins.
„Það eru fjölmargar ástæður fyrir
því að ég er gagnrýninn á þessa of-
uráherslu á próf, en ég get til dæm-
is nefnt eina. Við vitum að það eru
til margar ólíkar gerðir af greind,
og þessar ólíku gerðir eru tengd-
ar. Ef við skoðum og prófum bara
eina gerð greindar tökum við ekki
eftir miklum fjölda hæfileikaríkra
einstaklinga, einfaldlega vegna þess
að við skiljum ekki nákvæmlega
virkni hugarstarfsins,“ segir Jaroslav.
Aftur í sandkassann
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Tengsl lista og róttækra kennslufræða eru virkjuð í alþjóðlegu verkefni í Listasafni Reykjavíkur„Á upplýsingaöld,
þegar safnið
varð til sem stofnun,
var grunnmarkmiðið
menntun borgaranna.
Rýnir í menntakerfið Jaroslav Andel
ferðast með verkefnið Aftur í sandkassann
víða um heim. Mynd ÞoRMaR ViGniR GunnaRsson
Óskarinn
2016
Revenant, Jóhann og Sly
Í gær var tilkynnt hvaða myndir
eru tilnefndar til Óskarsverð-
launanna 2016. Kvikmyndin The
Revenant hlaut flestar tilnefn-
ingar, eða tólf talsins, en kvik-
myndin Mad Max: Fury Road
hlaut tíu tilnefningar. Jóhann Jó-
hannsson hlaut tilnefningu, ann-
að árið í röð, fyrir tónlistina í kvik-
myndinni Sicario. Það þótti sæta
tíðindum að hasarmyndaleikar-
inn Sylvester Stallone hlaut til-
nefningu fyrir besta leik í auka-
hlutverki fyrir leik í Creed.
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki
Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is
→ Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við
fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.
Besta kvikmyndin
n Spotlight
n The Revenant
n Room
n Brooklyn
n Brigde of Spies
n The Martian
n Mad Max: Fury Road
n The Big Short
Besti leikari í aðalhlutverki
n Bryan Cranston í Trumbo
n Leonardo DiCaprio í The Revenant
n Michael Fassbender í Steve Jobs
n Eddie Redmayne í The Danish Girl
n Matt Damon í The Martian
Besta leikkona í aðalhlutverki
n Cate Blanchett í Carol
n Brie Larson í Room
n Saoirse Ronan í Brooklyn
n Jennifer Lawrence í Joy
n Charlotte Rampling í 45 Years
Besti leikstjóri
n Alejandro González Iñárritu fyrir The
Revenant
n Tom McCarthy fyrir Spotlight
n George Miller fyrir Mad Max: Fury
Road
n Lenny Abrahamson fyrir Room
n Adam McKay fyrir The Big Short
Besta erlenda kvikmyndin
n Embrace of the Serpent (Kólumbía)
n Mustang (Frakkland)
n Son of Saul (Ungverjaland)
n Theeb (Jórdanía)
n A War (Danmörk)
Bók um fagurfræðilega menntun nútímaskólans Priscila Fernandes vinnur út frá hugmyndum katalónska anarkistans og kennslufræðingsins Francesc Ferrer í innsetningu í safninu.