Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Blaðsíða 40
36 Menning Helgarblað 15.–18. janúar 2016
Í
hverjum mánuði frá því í janúar
og fram í nóvember 2015 samdi
tónlistarmaðurinn Rúnar Þóris
son nýtt lag, tók upp og setti á
netið. Að lokum safnaði hann
lögunum tíu saman og gaf út á plötu
á afmælisdegi föður síns, Þóris Sæ
mundssonar, sem hefði orðið átt
ræður þá í nóvember. Rúnar mun
fagna útgáfu plötunnar, sem nefn
ist Ólundardýr, á tónleikum í kvöld,
föstudag, á Café Rósenberg.
Eitt lag á mánuði
„Mig langaði að gera eitthvað á þessu
afmælisári. Það var mjög gott sam
band á milli okkar feðga. Hann var
ekki eingöngu faðir minn heldur líka
einn af mínum allra bestu vinum.
Þegar ég var ungur leitaði ég ávallt til
hans ef eitthvað bjátaði á en einnig
til að rökræða og eiga góðar stundir
með. Þar sem mig langaði líka að taka
upp nýja tónlist ákvað ég að sameina
þetta tvennt, að minnast hans og um
leið að skapa eitthvað nýtt,“ segir Rún
ar um tildrög plötunnar.
Ólundardýr inniheldur tíu lög
eftir Rúnar auk eins sem faðir hans
samdi við ljóð Davíðs Stefánssonar.
„Hann var ekki tónlistarmaður en
spilaði á gítar og samdi svolítið af
lögum. Lag hans á plötunni er eitt
af tveimur lögum sem ég mundi eft
ir frá því að ég var krakki án þess að
það hefði verið hljóðritað eða skrifað
niður. Þetta lag hefur bara setið í mér
og mér fannst skemmtilegt að hafa
það með,“ segir Rúnar.
Ólundardýr og söknuður
„Þegar ég sem tónlist reyni ég í senn
að vera tilraunakenndur og framsæk
inn en hugsa líka um að melódían fái
að njóta sín. Tónlistin á þessari plötu
er allt frá því að vera prog yfir í að vera
ljúf og kántríslegin, en samt finnst
mér hún mynda nokkuð góða heild,“
segir Rúnar.
En hvaðan kemur nafnið á plöt
unni, Ólundardýr? „Þetta orð er nú
ekki til í orðabók en því skaut bara upp
í kollinn á mér þegar ég var að semja
eitt lagið. Ólundin er gremja, áhyggjur
eða önnur óþægindi í sálinni. Ól
undardýrið er þá þetta dýr í sálinni
sem lætur mann ekki í friði. Við þekkj
um þetta, einn daginn vaknar mað
ur hress og annan ekki jafn hress.
Það getur verið eitthvað sem angrar
mann undir niðri eða eitthvað sem
veldur okkur áhyggjum – til dæmis
áhyggjur af framtíðinni og hvað verði
um börnin okkar og barnabörn, alla
þá sem erfa þessa jörð. Sömuleiðis
getur ólundin falist í sorg og söknuði
sem tengist því að missa einhvern ná
inn en fæstir komast í gegnum lífið án
þess að upplifa það. Um leið og við
gleðjumst yfir lífinu erum við að kljást
við sorgina,“ segir Rúnar.
Fjölskyldan og sköpunin fara
saman á fleiri vegu á plötunni því
dætur Rúnars, þær Lára og Margrét,
og tengdasynirnir, Arnar Þór Gísla
son trommuleikari og Birkir Rafn
Gíslason gítarleikari, skipa hljóm
sveitina sem spilar á plötunni auk
eins fjölskylduvinar, Guðna Finns
sonar bassaleikara. „Þetta er sama
fólkið og er með mér í sunnudags
steikinni og jólaboðinu,“ segir Rúnar.
Útgáfutónleikarnir fara fram eins
og áður segir á Café Rósenberg föstu
daginn 15. janúar og hefjast klukkan
22.00. n
Plata til heiðurs pabba
Rúnar Þórisson gaf út plötuna Ólundardýr í tilefni að 80 ára afmæli föður síns
L
jósmyndahátíð Íslands hófst á
fimmtudag. Hátíðin fer nú fram
í þriðja sinn, en á bak við hana
standa Ljósmyndasafn Reykja
víkur og FÍSL Félag íslenskra sam
tímaljósmyndara. Hugmyndin að
baki hátíðinni er að efla tengsl ís
lenskrar ljósmyndunar við alþjóð
legan ljósmyndaheim og að kynna
ljósmyndina sem listform.
Upphafsfyrirlestur hátíðarinnar
hélt Holly Roussell PerretGentil sem
var aðstoðarsýningarstjóri á hinni
umfangsmiklu rannsókn á landslags
ljósmyndun á 21. öld, Landmark: The
Fields of Photography. Í fyrirlestri sem
fór fram í gær ræddi hún hvernig sam
tímaljósmyndarar hafa endurskoðað
hefð landslagsljósmyndunar út frá
tækniþróun og nýjum aðferðum.
Fjölmargar ljósmyndasýningar
verða opnaðar um helgina. Sýn
ingarnar Tvöföld Hamingja eftir
Katrínu Elvarsdóttur og Uppsprettur
eftir Ingvar Högna Ragnarsson verða
opnaðar í Gerðarsafni, Stemning
eftir Friðgeir Helgason verður
opnuð í Ljósmyndasafni Reykja
víkur, sýningin Andvari í sýningar
stjórn Katrínar Elvarsdóttur og sýn
ingin Sjálfstæðar mæður eftir Annie
Ling verða opnaðar í Ljósmynda
safni Íslands í Þjóðminjasafninu. Þá
opnar Stilla, sýning Söruh Gerats
og Hallgerðar Hallgrímsdóttur, í
RAMSKRAM gallerí og samsýningin
Án titils verður opnuð í galleríinu
Listamenn við Skúlagötu, en þar
sjá Helgi Már Kristinsson og Pétur
Thomsen um sýningarstjórn
Einnig fer fram ljósmyndarýni
þar sem listamönnum og ljósmynd
urum gefst tækifæri til að kynna verk
sín fyrir erlendu fagfólki í greininni
og heyra álit þess. Meðal rýnenda
eru þekktir erlendir sýningarstjórar,
galleristar, listrænir stjórnendur
listahátíða og útgefendur ljós
myndabóka. Úthlutað verður í þriðja
sinn úr Minningarsjóði Magnúsar
Ólafssonar ljósmyndara (1862–1937)
og nemur styrkurinn 400.000 krón
um en allir þeir sem taka þátt í rýn
inni eru sjálfkrafa umsækjendur í
sjóðinn.
Sérstök áhersla hátíðarinnar í ár
er lögð á ljósmyndabækur. Á loka
kvöldi hátíðarinnar á Kex Hostel fer
fram bókasýning og umræður um
ljósmyndabækur í umsjón Péturs
Thomsen og Davids Barreiro. n
kristjan@dv.is
Haldin í þriðja sinn
Ljósmyndahátíð Íslands fer fram um helgina
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is „Um leið og við gleðj-
umst yfir lífinu erum
við að kljást við sorgina.
m
y
n
d
Þ
o
R
m
a
R
v
iG
n
iR
G
u
n
n
a
R
ss
o
n
Úr listheiminum
n Tökur eru hafnar á nýrri ís
lenskri kvikmynd í leikstjórn
Baltasars Kormáks. Myndin
sem nefnist
Eiðurinn er
spennutryllir
skrifaður af
Ólafi Agli
Eglissyni
og fram
leidd af
RVK Studi os.
Baltasar Kor
mákur leikur sjálfur aðalhlut
verkið en Hera Hilmars dóttir og
Gísli Örn Garðarsson eru í öðrum
stórum hlutverkum.
n Framundan er mikil opnunar
helgi í myndlistarheiminum.
Það er vissulega gleðilegt að
mikið sé í gangi en listheimur
inn veltir fyrir sér hvort stærstu
liststofnanir landsins mættu
ekki samræma sig og reyna að
dreifa opnunardögunum meira.
Á föstudag verður opnuð sýn
ingin Kvartett í Listasafni Ís
lands. Sama dag verða opnað
ar þrjár sýningar í hinu stóra
safninu, Listasafni Reykjavíkur
– Hafnarhúsi: Aftur í sandkass
ann, Hugboð og ÁVÖXTUN %.
Um helgina verða svo opnað
ar fjölmargar sýningar í tengsl
um við Ljósmyndahátíð Íslands,
meðal annars í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, Þjóðminjasafninu
og Gerðarsafni. Nýjar sýningar
verða einnig opnaðar í mörg
um smærri sýningarrýmum til
dæmis Hverfisgalleríi, Harbin
ger, Anarkíu og Ekkisens. Á Akur
eyri verða enn fremur opnaðar
þrjár nýjar sýningar um helgina,
ein í listarýminu Kaktus og tvær
í Listasafninu: … úr rústum og
rusli tímans eftir Jón Laxdal Hall
dórsson og Samúel eftir Samú
el Jóhannsson. Sem sagt, nóg af
myndlist og fríu víni um helgina.
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af