Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 2.–4. febrúar 20162 Fréttir Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.is | thrif@centrum.is Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif Ekki drekka vatnið Ekki er óhætt að drekka vatn úr krönum á Seyðisfirði vegna bilunar í tækjabúnaði í vatns- hreinsistöðinni þar. Sýnir hún gerlamengun í vatninu þannig að það stenst ekki gæðakröfur neyslu- vatnsreglugerðar. Seyðfirðingar þurfa því að sjóða allt neysluvatn sem notað er til drykkjar. Þetta á sérstaklega við um neysluvatn fyrir ung börn, aldraða og veika, en öll- um er ráðlagt að sjóða allt vatn. Unnið er að viðgerð. Mistök og leiðrétting Þau leiðu mistök urðu við vinnslu forsíðufréttar DV síðastliðinn þriðjudag að rangt orð slæddist inn í fréttina. Um er að ræða frétt um tölvupóst sem þjóðleikhús- stjóri Ari Matthíasson sendi á Jón H. B. Snorrason aðstoðar- lögeglustjóra. Fullyrt var að orðið „kvendi“ hefði komið fyrir í tölvu- póstinum. Það er rangt og var það orð notað á forsíðu DV. Hið rétta var að orðið „kvenna“ var notað. DV harmar þessi mistök og eru þau hér með leiðrétt. Þrír stjórnarmenn skipta á milli sín 170 milljónum n Stjórnarformaður Glitnis HoldCo fær 500 þúsund evrur á ári n ESÍ sat hjá Þ rír stjórnarmenn Glitnis HoldCo, hins nýja íslenska eignarhaldsfélags sem held- ur utan um óseldar eignir Glitnis, munu fá samtals 170 milljónir króna í sinn hlut fyrir stjórnarsetu á árinu 2016. Á fyrsta hluthafafundi félagsins, sem fór fram síðastliðinn föstudag á Hótel Nord- ica, samþykktu hluthafar að Bretinn Mike Wheeler fengi samtals 500 þús- und evrur, jafnvirði ríflega 70 millj- óna króna, í þóknun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns, samkvæmt heimildum DV. Aðrir stjórnarmenn Glitnis HoldCo, Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl, munu hvor um sig fá 350 þúsund evrur, jafnvirði 50 milljóna króna, í þóknun fyrir stjórnarsetu á árinu 2016. Fram kemur í fundargerð, sem DV hefur undir höndum, að fyrir utan einn hluthafa, sem á aðeins um 0,02% hlut í félaginu, þá hafi tillagan um þóknun fyrir stjórnarsetu hlotið samþykki allra hluthafa sem mættu á fundinn og greiddu atkvæði. Full- trúi Eignasafns Seðlabanka Íslands, sem er í hópi stærstu hluthafa Glitn- is HoldCo, sat hins vegar hjá við at- kvæðagreiðsluna. Mætt var á fundinn fyrir hönd tæplega 76% hlutafjár í Glitni HoldCo. Þremenningarnir voru einir í framboði til stjórnar næstu tvö árin og því sjálfkjörnir. Til samanburðar fengu Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson, sem hafa núna látið af störfum í slitastjórn Glitnis, samtals 190 milljónir króna í þóknun fyrir störf sín á árinu 2014. Þær greiðslur jukust hins vegar talsvert á árinu 2015 þegar samþykkt var að hækka tímagjald slitastjórnar úr 35 þúsund krónum í tæplega 60 þúsund krónur. Lítið af óseldum eignum Stærsti hluthafi hins nýja eignarhaldsfélags Glitnis er sem kunnugt er Burlington Loan Management. Aðrir helstu hluthafar Glitnis HoldCo, eins og DV hefur áður greint frá, eru meðal annars bandarísku vogunarsjóðirnir Solus Alternative Asset Management, Silver Point og Nomura Corporate Funding Americas. Í kjölfar þess að Glitnir lauk formlega slitameðferð með sam- þykkt nauðasamnings fékk slitabúið undanþágu frá höftum undir árslok 2015 til að inna af hendi greiðslu upp á 520 milljarða í erlendum gjaldeyri til almennra kröfuhafa. Þá hefur slita- búið einnig nýlega framselt eignir til íslenska ríkisins sem eru metn- ar á um 230 milljarða króna miðað við bókfært virði þeirra. Það verð- ur hlutverk stjórnar Glitnis HoldCo að halda utan um þær óseldu eign- ir sem eftir eru í eigu félagsins og umbreyta þeim í laust fé á komandi árum og greiða út til hluthafa. Þá gefur félagið út skuldabréf sem er afhent samningskröfuhöfum í hlutfalli við fjárhæð krafna þeirra á Glitni. Afborganir af bréfinu verða ársfjórðungslega og ræðst fjárhæð- in hverju sinni af því hvernig til tekst að umbreyta eignum í reiðufé. Fyrir utan fjármögnun í erlendri mynt til Íslandsbanka munu eignir félagsins að stærstum hluta samanstanda af ríflega 30 milljarða króna útlánasafni í erlendum gjaldeyri. Samkvæmt sjóðsstreymisáætlun Glitnis er gert ráð fyrir því að búið verði að um- breyta þeim eignum í reiðufé á árinu 2017. Hætti við að fara í stjórn Tilkynnt var um það í september árið 2012, þegar væntingar voru um að hægt yrði að ljúka slitum búsins innan skamms, að slitastjórn Glitnis hefði tilnefnt Svíann Jan Kvarn- ström, sem var meðal annars í fram- kvæmdastjórn Dresdner Bank, sem formann stjórnar bankans eft- ir nauðasamninga. Þremur mánuð- um síðar var sagt frá því að hin- ir stjórnarmenn félagsins yrðu þeir Mike Wheeler, Steen Parsholt, Tom Grøndahl og Steinunn. Ári síðar var hins vegar tilkynnt um að samkomu- lag hefði náðst milli slitastjórnar Glitnis og Jans Kvarnström um að hann myndi ekki taka við stjórnar- formennsku eins og ráðgert hafði verið. Þá var greint var því í DV í sept- ember í fyrra að Steinunn hefði hætt við að taka sæti í stjórn Glitnis eftir nauðasamninga. Sagði Steinunn við það tilefni að hún hefði gert það upp við sig fyrir „nokkru síðan“ að taka ekki sæti í stjórninni enda teldi hún að nú væri „rétti tíminn til að ljúka afskiptum sínum af Glitni og takast á við nýtt hlutverk.“ n Framseldi 95% hlut í Íslands- banka til ríkisins Slitabú Glitnis innti af hendi allt stöðug­ leikaframlag sitt til íslenska ríkisins í lok síðustu viku og munaði þar mestu um 95% eignarhlut í Íslandsbanka. Er bank­ inn því núna að fullu í eigu ríkisins en miðað við bókfært eigið fé Íslandsbanka er 95% hlutur metinn á um 185 milljarða. Þá samanstendur stöðugleikafram­ lag Glitnis meðal annars af eignarhlut­ um í íslenskum félögum á borð við Sjóvá, Reiti, Lýsingu og Lyfju auk þess sem íslenska ríkið mun eignast um 7 milljarða kröfu á hendur Reykjanesbæ. Hörður Ægisson hordur@dv.is 70 milljónir 50 milljónir 50 milljónir Steen Parsholt Tom GrøndahlMike Wheeler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.