Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. „Skilgreiningin á flóttamanni er gyðingur í seinni heimsstyrjöldinni“ n „Fleiri barnafjölskyldum vísað úr landi á næstu misserum“ n Íslendingar nota Dyflinnar- Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is M álefni hælisleitenda, eða þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd hér­ lendis, eru flókin og erfitt að átta sig á því af hverju sumir fá vernd en öðrum er úthýst. Lögfræðingur Rauða krossins segir nánast ómögulegt fyrir fólk frá Balkan­ löndunum að fá hér hæli. „Það verður fleiri barnafjölskyldum vísað úr landi á næstu misserum,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir í yfirferð um mála­ flokkinn með blaðamanni. Fréttir af málefnum hælisleit­ enda hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda er málefnið að­ kallandi og í raun eitt af stóru vanda­ málum samtímans. Umsóknum um hæli, eða alþjóðlega vernd, fer fjölg­ andi hérlendis eins og annars staðar og því er ljóst að fréttaflutningur af slíkum málum mun síst minnka. Þjóðin skiptist í fylkingar um hvern­ ig taka eigi á málunum og til þess að fá betri mynd af málefninu ræddi blaðamaður við lögfræðing Rauða krossins, Arndísi Önnu K. Gunnars­ dóttur, sem sérhæfir sig í réttarstöðu hælisleitenda. Skilgreiningin á flóttamanni Fyrsta spurning var hvort að hún gæti útskýrt hvaða skilyrði einstaklingur þyrfti að uppfylla til þess að fá ör­ ugglega hæli hérlendis: „Skilgrein­ ingin á flóttamanni er gyðingur í seinni heimsstyrjöldinni. Þar værum við með einstakling sem er ofsóttur af sínu eigin ríki fyrir trúarbrögð sín. Slíkur einstaklingur fengi örugglega hæli hérlendis,“ segir Arndís. Eins og DV greindi frá um miðjan mánuðinn þá sótti metfjöldi um hæli hérlendis á síðasta ári. Alls 354 manns. Allt útlit er fyrir að það met verði stórbætt á árinu sem nú er nýhafið. Þrír möguleikar Þegar einstaklingur sækir um al­ þjóðlega vernd hérlendis eru þrír möguleikar hvað varðar flokkun um­ sóknar hans. Að viðkomandi sé að sækja um stöðu flóttamanns, við­ bótarvernd eða dvalarleyfi af mann­ úðarástæðum. Á tveimur fyrrnefndu réttarstöðunum er engin munur hér­ lendis en sömu sögu er ekki að segja frá Evrópu. „Flóttamannahugtakið er í raun ekki sniðið utan um fólk sem er að flýja stríð heldur fólk sem er að flýja persónulegar ofsóknir. Þá er yfir­ leitt átt við ofsóknir af hálfu ríkisins en þó einnig ef ríkið getur ekki verndað þig fyrir slíkum ofsóknum. Röksemd Útlendingastofnunar varðandi það að Albönum sé ekki veitt hæli hér­ lendis er yfirleitt sú staðreynd að þar geisi ekki stríð. Þeir einstaklingar sem hingað koma frá Albaníu eru hins vegar að flýja persónulegar ofsóknir og það leikur vafi á hvort yfirvöld í Al­ baníu séu fær um að vernda það fólk,“ segir Arndís. Sýrlendingar fá vernd „Viðbótarvernd var í raun hugtak sem var fundið upp innan Evrópu til þess að ná utan um þá sem eru að flýja stríðsátök. Sums staðar í Evrópu veit­ ir þetta ekki sömu réttindi, til dæmis hvað snertir fjölskyldusameiningu,“ segir Arndís. Dvalarleyfi af mannúðar­ ástæðum er þriðji kosturinn en að sögn Arndísar er það ekki gott leyfi. Meðal annars gildir það aðeins í eitt ár og er í raun eins konar „ruslakista“ þegar allt annað þrýtur. En hverjir eru að fá grænt ljós frá yfir völdum hér­ lendis? „Kristnir Sýrlendingar eru að fá stöðu flóttamanns hérlendis sem og Íranir sem storkað hafa klerkaveldinu þar í landi. Einnig einstaklingar frá Pakistan og Erítreu, þar ganga stjórn­ völd mjög hart gegn ákveðnum þegn­ um,“ segir Arndís. Nota Dyflinnarreglugerðina miskunnarlaust Hún segir að aðrir Sýrlendingar fái undantekningarlaust viðbótarvernd nema ef þeir hafi þegar fengið hæli í öðru Evrópulandi, þá eru þeir einfald­ lega sendir þangað. Ef þeir hafa um­ sókn í gangi, jafnvel aðeins ef fingra­ för þeirra hafa verið tekin í einhverju Evrópulandi, þá eru þeir sendir þang­ að á grundvelli Dyflinnarreglugerðar­ innar. „Það að viðkomandi hafi þegar fengið hæli annars staðar eða notkun Dyflinnarreglugerðarinnar er eina ástæðan fyrir synjun Sýrlendinga. Þeir eru ekki sendir til heimalandsins. Íslensk stjórnvöld beita reglugerðinni miskunnarlaust og ganga mun harðar fram í þeim efnum en önnur ríki. Við getum ekkert gert og fólk er sent af hörku til dæmis til Búlgaríu og Ítalíu þar sem ástandið er slæmt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að fólkið geti bara leitað réttar síns fyrir þarlendum dómstólum,“ segir Arndís. „Þau vilja ekki liggja á kerfinu“ Útlendingastofnun hefur afgreitt um­ sóknir frá Balkanlöndunum sem til­ hæfulausar umsóknir. Þær raddir hafa heyrst í umræðunni að slíkir um­ sækjendur, sem ættu að vita að þeim verði hafnaði séu aðeins hér til þess að fá ókeypis húsaskjól og uppihald. Með öðrum orðum að lifa á kerfinu. Aðspurð hvort að slíkt sé vandamál hérlendis segir Arndís: „Útlendinga­ stofnun telur umsóknir frá Balkan­ löndunum vera tilhæfulausar um­ sóknir, það er nánast útilokað að ná slíkum umsóknum í gegn. Hins vegar vill fólk láta á þetta reyna enda vill það vera hérna og yfirgnæfandi meirihluti sækir fast að fá vinnu, sérstaklega þeir sem eru frá Balkanlöndunum. „Þau vilja ekki liggja á kerfinu heldur vinna á meðan umsókn þeirra er í vinnslu. Flestir útvega sér vinnu þrátt fyrir að það sé mjög flókið ferli. Fólk verður til dæmis að útvega eigið húsnæði, það má ekki vera í húsnæði sem yfirvöld útvega. Um leið og þú færð tekjur þá Tungumála- og staðháttapróf Blaðamaður ber undir Arndísi þá flökku- sögu að einstaklingar hafi fengið hæli hérlendis á þeim forsendum að þeir séu frá stríðshrjáðu landi þegar raunin sé sú að þeir séu frá allt öðru landi. Til dæmis herma heimildir DV að nokkrir Marokk- ómenn hafi sótt um hæli hérlendis á þeim forsendum að þeir séu frá Sýrlandi. Arndís telur litla hættu á að slíkt geti gerst. „Allir sem hafa fengið jákvæð viðbrögð við umsókn um hæli eru settir í tungumála- og staðháttapróf. Það framkvæmir erlent fyrirtæki sem sér- hæfir sig í slíku. Þá mætir viðkomandi og talar í síma við sérfræðing í 30 mínútur og þar er hann spurður út í alls konar staðhætti varðandi borgina eða bæinn sem hann segist vera frá. Einnig greina þeir hreim og orðanotkun viðkomandi þannig að þeir geta til dæmis sagt með nokkur vissu hvort viðkomandi sé frá Suður-Aleppo eða Damaskus. Ef leikur einhver vafi á uppruna þínum þá ferðu í slíkt próf.“ Flótta- menn „Skil- greiningin á flóttamanni er gyðingur í seinni heim- styrjöldinni.“ Arndís Anna K. Gunnarsdóttir Sérhæfir sig í réttarstöðu hælisleitenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.