Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 2.–4. febrúar 2016 250 milljarða aflandskrónu- útboð handan við hornið n Stefnt að útboði í apríl og haftalosun á Íslendinga í kjölfarið n Benedikt ráðgjafi við útboðið A llt útlit er fyrir að útboð til að hleypa eigendum aflandskróna að fjárhæð um 250 milljarða út fyrir höft muni fara fram í apríl en Seðlabanki Íslands stefnir að því að birta skilmála vegna útboðsins í næsta mánuði, samkvæmt heim­ ildum DV. Þá eru væntingar um að frumvörp sem miða að því að losa um höft á heimili og fyrirtæki gætu í kjöl­ farið komið fram á þessu þingi. Benedikt Gíslason, helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við vinnu að áætlun um losun fjármagnshafta síð­ ustu ár, hefur að undanförnu aðstoð­ að við undirbúning að framkvæmd útboðsins sem ráðgjafi fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, samkvæmt heimildum DV. Benedikt gegndi lykil­ hlutverki, sem varaformaður fram­ kvæmdahóps um losun hafta, við að útbúa lausn gagnvart skuldaskilum föllnu bankanna sem hefði ekki nei­ kvæð áhrif á gjaldeyrisstöðu þjóðar­ búsins. Vinna við hið risavaxna aflandskrónuútboð hefur verið á borði Seðlabankans frá því í apríl í fyrra en til stendur að bjóða aflandskrónueigend­ um upp á ólíka valkosti til að losa um krónueignir sínar í skiptum fyrir er­ lendan gjaldeyri eða ríkisskuldabréf til lengri tíma. Þegar heildstæð áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt í júní í fyrra var gert ráð fyrir því að út­ boðið yrði haldið í október sama ár. Fljótlega varð þó ljóst að Seðlabank­ anum myndi ekki takast að standa við þá tímasetningu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við DV um miðjan desembermánuð síð­ astliðinn að vinnan við útboðið væri „mjög langt á veg komin og ég held að það fari að líða að því að hægt verði að negla niður dagsetningu.“ Bætt gjaldeyrisstaða Talsverðrar gremju gætir á meðal aflandskrónueigenda, sem eru í raun aðeins fimm erlendir fjárfestinga­ sjóðir, með fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda, sem telja óforsvaran­ legt að þeir þurfi að gefa eftir skuldir sem sjóðirnir eiga á íslenska ríkið með talsverðum afslætti. Ljóst er þó að aðgerðirnar njóta stuðnings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eru í samræmi við þær leiðir sem hafa verið farnar í öðrum löndum sem hafa staðið frammi fyrir greiðslu­ jafnaðarvanda. Til stendur að halda annars vegar gjaldeyrisuppboð þar sem aflandskrónueigendur myndu greiða „verulegt álag“ fyrir útgöngu úr höftum. Hins vegar útgáfu ríkis­ skuldabréfs í krónum til 20 ára sem samræmist greiðslujöfnuði þjóðar­ búsins og útgöngugjaldi fyrstu sjö árin eða skuldabréfi til meðallangs tíma í evrum. Þeir aflandskrónu­ eigendur sem fallast ekki á þessi skilyrði stjórnvalda myndu enda með krónueignir sínar á læstum reikningum til langs tíma á engum vöxtum. Fjárfestingasjóðirnir fimm sem halda utan um nánast allar aflandskrónur í eigu eða vörslu er­ lendra fjármálafyrirtækja eru, eins og áður hefur verið upplýst um í DV, vogunarsjóðirnir Discovery Capi­ tal, Autonomy Capital og Southpaw Asset Management ásamt sjóða­ stýringarfyrirtækjunum Loomis Sayles og Eaton Vance. Það er ekk­ ert launungarmál að sjóðirnir telja ótækt að þeir þurfi að sætta sig við „verulega“ niðurskrift á krónueign­ um sínum – stjórnvöld hafa horft til þess að afföllin þurfi að vera um 30–40% miðað við hið opinbera gengi – á sama tíma og gjaldeyris­ staða þjóðarbúsins hefur tekið stakkaskiptum á síðustu misserum. Frá því í ársbyrjun 2014 hefur Seðla­ bankinn keypt gjaldeyri fyrir nærri 400 milljarða og nemur óskuldsettur forði bankans í dag ríflega 300 millj­ örðum króna. Ekki þvingaðir til þátttöku Sú staðreynd að um er að ræða er­ lenda fjárfestingasjóði sem eiga skuldabréf á hendur íslenskra rík­ inu, ólíkt þeirri stöðu sem var uppi gagnvart slitabúum föllnu bank­ anna, hefur að einhverju marki gert vinnu Seðlabankans við hönnun útboðsins erfiðari en ella. Ljóst er að fulltrúar aflandskrónu­ eigenda halda þessum sjónarmið­ um mjög á lofti. Þannig mátti lesa í tilkynningu lánshæfismatsfyrir­ tækisins Standard & Poor's (S&P) í síðasta mánuði – í tilefni þess að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins var hækkuð – að „möguleg laga­ leg áhætta“ fylgdi þeim aðgerð­ um sem boðaðar hefðu verið til að leysa aflandskrónuvandann. Þá sagði S&P að hugsanlega myndu of margir aflandskrónueigend­ ur kjósa að skipta krónum sín­ um strax fyrir erlendan gjaldeyri í stað þess að taka við skuldabréfi til langs tíma. Slíkt kynni að setja þrýsting á gjaldeyrisforða Seðla­ bankans. Á það hefur hins vegar verið bent að þeir sem eiga aflandskrón­ urnar, sem hefur verið sérstakur eignaflokkur á læstum reikning­ um allt frá setningu hafta 2008, verða ekki þvingaðir til að taka þátt í útboði Seðlabankans. Þannig kom fram í grein Sigurðar Hannessonar, sem var varaformaður fram­ kvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta ásamt Benedikt, í Kjarnanum í desember að þeir aflandskrónu­ eigendur sem kysu að taka ekki þátt í útboðinu eða settu fram óhag­ stæð tilboð gætu haldið sínum fjárfestingum í ríkisskuldabréfum. Þegar þau bréf falla í gjalddaga, sem mun gerast að langstærstum hluta á næstu fimm árum, þá greiðist höfuðstólsgreiðslan inn á sömu læstu bankareikningana en í þetta skiptið með engum vöxt­ um eða jafnvel neikvæðum. „Lykil­ atriðið er að boðið er upp á valkosti og enginn er þvingaður til þess að selja eignir og því síður eru eignir teknar af kröfuhöfum. Þá er öllum ljóst að efndir á skuldabréfum ís­ lenska ríkisins geta átt sér stað með greiðslu inn á læsta reikninga,“ segir í grein Sigurðar. n Haftalosun á Íslendinga veltur á aflandskrónuútboðinu Tímasetning aflandskrónuútboðsins ræður miklu um hvenær stjórnvöld geta komið fram með frumvörp sem miða að því að losa um höft á íslensk heimili og fyrirtæki. Það verður ekki hægt fyrr en aflandskrónuvandinn er leystur – og því ljóst að leiðtogar ríkisstjórnarinnar þrýsta mjög á að það takist að halda útboðið sem allra fyrst. Mikil áhersla er lögð á að slík frumvörp líti dagsins ljós á yfirstand- andi vorþingi, samkvæmt heimildum DV. Áður en útboðið verður haldið þarf að gera breytingar á lögum og þá telur Seðlabankinn að það þurfi minnst sex vikur að líða frá tilkynningu um dagsetn- ingu útboðs og útboðsskilmála þar til það getur farið fram. Innan Seðlabankans er starfræktur sérstakur hópur, undir forystu Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar, sem vinnur að málinu í samstarfi við Paul Klemperer, prófessor við Oxford-háskóla og einn fremsta sérfræðing heims í hönnun útboða, og breska hagrann- sóknarfyrirtækið Dot.Econ. Þá mun fjárfestingabankinn JP Morgan vera sér- stakur lánshæfismatsráðgjafi og ganga úr skugga um að framkvæmd útboðsins hafi ekki nein neikvæð áhrif á lánsshæf- ismat ríkisins. Fjórir fulltrúar á vegum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins áttu fundi með erlendum ráðgjöfum sínum í London í síðustu viku, samkvæmt heimildum DV. Hörður Ægisson hordur@dv.is Benedikt Gíslason Ráðgjafi fjármála- ráðherra í haftamálum frá haustinu 2013. Aflandskrónuútboð Í stað þess að ganga á þann hluta forðans sem er ekki tekinn að láni gæti Seðlabankinn nýtt gjaldeyri sem var aflað með tíu ára skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjadölum árið 2012 í útboðinu. Mynd SiGtryGGur Ari Verið velkomin! 20% AFSLÁTTUR af kæli- og frystiskápum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.