Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 14
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Ég fékk ógeð á sjálfum mér Ég sá hana og varð skotinn Ég held að óánægjan beinist ekki fyrst og fremst að mér Hún eða þeir Logi Geirsson fékk nóg af athyglinni. – DV Sigríður Björk Guðjónsdóttir um ólguna innan lögreglunnar. – DV Þ að dylst engum sem til þekkir að órói innan æðstu stjórnar lögreglunnar er svo mikill að ýmsir hafa séð ástæðu til að spyrja hvort yfirstjórn lög- reglunnar sé starfhæf. Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í athyglisverðu viðtali í helgarblaði DV. Þar mátti lesa á milli línanna að ýmsir sam- starfsmenn hennar hafi barist gegn þeim breytingum sem hún vill inn- leiða og átt erfitt með að sætta sig við nýjan yfirmann. Slíkt gengur ekki og allra síst á vinnustað eins og lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu er. Ýmislegt bendir til þess að þessi valdabarátta hafi tekið á sig hinar ótrúlegustu myndir. Lekar frá lög- reglunni hafa verið tíðir síðustu misseri og þá sérstaklega til þeirra fjölmiðla sem hafa gagnrýnt lög- reglustjóra hvað mest. Stundum hef- ur svo rammt kveðið að þessu að engu líkara hefur verið en mark miðið hafi verið að koma lögreglustjóra frá. Einkennilegasta dæmið í þessum fjölmiðlafarsa er viðtal sem frétta- maður á Ríkisútvarpinu tók við Sigríði síðasta vetur og var það við- tal hlutdrægt, ósanngjarnt og leiða má líkur að því að viðmælandinn – lögreglustjórinn – hafi ekki áttað sig á að hún væri í viðtali. Svoleiðis gera fréttamenn ekki. Þetta viðtal fékk gamla ljósvakafréttamenn til að roðna vegna vinnubragðanna og að RÚV skyldi yfir höfuð senda þetta út í fréttatíma. Því hefur verið haldið fram að nokkrir af æðstu undirmönnum lög- reglustjóra hafi verið duglegir að leka upplýsingum í þessa fjölmiðla í bar- áttu sinni gegn nýja lögreglustjóran- um. Lögreglan þolir ekki grimmilega valdabaráttu árum saman. Þegar Stefán Eiríksson var lögreglustjóri, lýsti Lögreglufélag Reykjavíkur yfir vantrausti á yfirstjórnina. Átökin nú eru því ekki ný af nálinni og ein- skorðast ekki við núverandi lögreglu- stjóra eða hennar áherslur. En þeim þarf að linna. Og tryggja þarf starfs- frið. Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Sigríður Björk stígur til hliðar og karlarnir sem hafa látið hvað verst taka við. Þeir geta þá rifist um hver þeirra á taka við og valda- baráttan haldið áfram. Sigríður Björk heldur áfram og fer í alvöru aðgerðir gegn þeim sem vilja ekki fylgja fyrirmælum og reka undirróður. Nú er mál að innanríkisráðherr- ann Ólöf Nordal lemji í borðið og segi: Hingað og ekki lengra. Hún þarf að velja á milli kostanna hér að fram- an. Lögreglan verður að vera í lagi. Það er hún eða þeir. n „Stay classy, Moggi!“ Morgunblaðið sló í því upp í for- síðufrétt í miklum hneykslunar- tón að stjórnarformaður RÚV og varaþingmaður Samfylkingarinn- ar læsi í ár Passíusálma Hallgríms Péturssonar í útvarp. Sá er Mörður Árnason en hann hafði umsjón með hátíðarútgáfu sálmanna sem kom út í fyrra og skrifaði þar ítarlegar skýringar við sálmana. Árni Páll Árnason skrifar um þessa frétt Moggans á Facebook-síðu sinni: „Loksins stingur Mogginn á kýlum spillingarinnar. Það gengur auðvitað ekki að maður sem hefur nýlega gefið út Passíu- sálmana með skýringum – sann- kallað stórvirki – fái að lesa þá í útvarpi landsmanna.“ Árni Páll klikkir út með orðunum: „Stay classy, Moggi!“ Passíusálmar í strætóskýlum Bókaútgáfan Crymogea gaf út Passíusálmana sem Mörður hafði umsjón með en 350 ár eru liðin frá því sálmarnir komu fyrst út. Bókaforlagið og Mörður munu halda upp á tímamótin með ýms- um hætti, fyrirlestrahaldi og upp- ákomum. Fyrsta skrefið var að birta tilvitnanir í Passíusálmana á strætóskýlum sem ruglaði marga í ríminu, þeir héldu að ýmist Þjóðkirkjan eða Reykjavíkurborg væru að eyða peningum skatt- borgaranna. Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Jón Óskar um viðbrögðin þegar hann sá konuna sína fyrst. – DV Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Því hefur verið haldið fram að nokkrir af æðstu undir- mönnum lögreglustjóra hafi verið duglegir að leka upplýsingum. Frá fyrsta starfsdegi Sigríðar sem lögreglustjóri. Mynd LöGrEGLan Á HöFuðBorGarSvæðinu/FacEBook Húsnæðismálin: Sjálfstæðismenn skila auðu Þ að hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfstæðismenn hafa ítrekað reynt að leggja stein í götu þeirra umbóta í hús- næðismálum sem Eygló Harðardóttir hefur barist fyrir, í samvinnu við laun- þegahreyfinguna. Hér á árum áður voru sjálfstæðis- menn talsmenn séreignarstefnu í hús- næðismálum og vildu greiða fyrir því að venjulegt fólk gæti eignast íbúðar- húsnæði, sérstaklega ef það álpaðist til að kjósa flokkinn. Þetta gerði Gamla Sjálfstæðisflokk- inn að meiri millistéttar- og alþýðu- flokki en efni annars stóðu til. Nú er öldin önnur. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður og við tók Nýr Sjálfstæðisflokk- ur Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins, sem yljar sér við sértrúar- brögð nýfrjálshyggjunnar. Með þeim siðaskiptum rýrnaði hinn hóflegi áhugi flokksins á milli og lægri stéttum og gamla slagorðið „stétt-með-stétt“ var tekið úr umferð. Við tók gegndarlaust daður og þjónk- un við þá ríkustu í samfélaginu, í nafni óheftrar markaðshyggju og brauð- molakenningarinnar. Þessara umskipta sér víða merki, meðal annars á sviði húsnæðismála, sem hafa verið í miklum öldudal eft- ir hrunið eins og alþjóð veit. Ungt fólk hefur hvorki efni á að eignast íbúð né að leigja á almennum markaði. Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, hefur beitt sér af miklum krafti við að leysa þenn- an bráða vanda og hefur nýlega lagt fram fjögur mikilvæg frumvörp um nýskipan húsnæðismála, sem eru til mikilla bóta. Sjálfstæðismenn vilja styrkja fyrir tæki – en ekki almenning. Sjálfstæðismenn leggja hins vegar ekki fram neinar vitrænar tillögur um hvernig megi snúa vörn í sókn fyrir unga fjölskyldufólkið. Í staðinn sprengja þeir skíta- bombur hér og þar, með tilheyrandi úrtölum og fúlmennsku, í von um að skemma umbótastarf Eyglóar og fé- laga. Þeir kvarta yfir að hlutverk ríkisins verði of mikið í nýja kerfinu (jafnvel þó að venjuleg lánastarfsemi Íbúðalána- sjóðs verði aflögð). Þeir vilja ekki fé- lagslegt húsnæðiskerfi (jafnvel þó að ljóst sé að niðurlagning gamla félags- lega kerfisins hafi verið alvarleg mis- tök). Þeir vilja að einkageirinn og óheft- ur markaður sjái alfarið um húsnæðis- málin (jafnvel þó að það hafi einmitt verið einkageirinn sem með öllu brást á því sviði frá 2004 og fram að hruni). Og sjálfstæðismenn hafna væn- legum húsnæðisbótum Eyglóar, bæði vaxtabótum og húsaleigubótum (jafn- vel þó að ljóst sé að það eru raunhæf- ustu stuðningsaðgerðirnar sem gera fleirum kleift að komast í húsaskjól, hvort sem er í leigu eða eigu). Í staðinn vilja þeir frekar styrkja verktaka og byggingafélög og horfa þá framhjá því, að líklegast er að slíkir styrkir til fyrirtækja fari einfaldlega í aukinn gróða eigenda, en ekki í lægra verð íbúðarhúsnæðis. Þeir segja líka að fólk eigi bara sjálft að spara fyrir húsnæðiskaupum, rétt eins og allir séu efnafólk! Loks hvetja þeir til þess að lífeyris- sparnaði sé eytt í íbúðarkaup – og grafa þar með undan lífeyriskerfinu. Það er enginn stuðningur í þessu. Sjálfstæðismenn skila auðu. Húsnæðisumbætur eru hluti kjara- samninganna. Ríkisstjórnin lofaði launþegahreyf- ingunni því í síðustu kjarasamningum að koma fram þessum umbótum í húsnæðismálunum. Það yrðu söguleg mistök sjálfstæð- ismanna að eyðileggja eða hefta fram- gang þessara nýju frumvarpa. Kjósendur myndu án efa refsa þeim sem það gera – ekki síst ungt fjöl- skyldufólk. n „Húsnæðisumbæt- ur eru hluti kjara- samninganna. Stefán Ólafsson Prófessor við HÍ skrifar Af Eyjunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.