Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 2.–4. febrúar 20162 Þvottahús og efnalaugar - Kynningarblað
Gæði, þekking og þjónusta
Vönduð þjónusta hjá
Efnalauginni Björg
E
fnalaugin Björg er fjöl-
skyldufyrirtæki sem var
stofnað árið 1953 og er stað-
sett á Háaleitisbraut 58–60.
Að sögn Kristins Guðjóns-
sonar, eiganda efnalaugarinnar,
hefur meginstefnan í gegnum árin
verið sú að vanda vel til verka, veita
góða þjónustu og vera með nýjustu
vélar, tæki og efni á markaðnum.
„Hingað kemur fólk víða að sem
treystir okkur; úr Mosfellsbæ, Akra-
nesi, Reykjanesbæ og víðar. Fólk
sem vill ekki fara neitt annað. Það
kemur með sparifötin sín, uppá-
haldskjólinn og spariblússuna. Við
erum með eigur fólks í höndunum
og verðum að vanda til verka,“ segir
Kristinn Guðjónsson.
Fagmennskan í fyrirrúmi
Kristinn leggur höfuðáherslu á fag-
mennsku en kjörorð fyrirtækis-
ins eru gæði, þekking og þjónusta.
„Fagmennska finnst mér vera lyk-
illinn að því að veita góða þjónustu,
hvort sem það er í hreinsun, þvotti
eða í frágangi. Það er líka miklu
skemmtilegra að vinna þegar mað-
ur veit hvað maður er að gera. Til að
tryggja fagmennsku er símenntun
nauðsynleg en ég geri mér far um
að sækja upplýsingar og fræðslu er-
lendis þar sem framfarirnar verða,“
segir Kristinn. „Til að uppfylla
þessa stefnu hefur verið lögð mikil
áhersla á þjálfun og í því skyni hafa
starfsmenn og eigendur sótt fjöl-
mörg námskeið erlendis til að auka
þekkingu og færni sína í hreinsun
viðkvæmra flíka,“ bætir hann við.
Fengu viðurkenningu frá
Hugo Boss
Kristinn hefur verið félagi í DLI,
Drycleaning and Laundry Institute,
í fjölmörg ár og sótt námskeið sam-
takanna, meðal annars í Bandaríkj-
unum. Þá hefur Efnalaugin Björg
fengið viðurkenningu frá fatafram-
leiðandanum Hugo Boss fyrir frá-
gang og hreinsun á fatnaði frá fyr-
irtækinu.
Þekkt fyrir góð vinnubrögð
Auk þessa eru persónuleg sam-
skipti ávallt höfð að leiðarljósi og
reynt er eftir bestu getu að koma
til móts við þarfir viðskiptavinar-
ins til dæmis með sveigjanlegum
opnunartíma og flýtimeðhöndl-
un þegar svo ber undir að sögn
Kristins. „Fyrirtækið hefur almennt
gott orðspor og er þekkt fyrir góð
vinnubrögð,“ segir hann. „Mikið er
leitað til okkar með ýmis vanda-
mál og svörum við fjölmörgum fyr-
irspurnum símleiðis um til dæmis
blettahreinsun,“ bætir hann við en
afkastageta fyrirtækisins hefur auk-
ist töluvert eftir að fest voru kaup á
nýju tæki fyrir frágang á skyrtum.
Eru með veitingahúsaþjónustu
„Það eru tíu veitingahús í mið-
borginni sem við leigjum dúka og
servíettur og við förum daglega í
bæinn til að sækja og senda. Við
þvoum og straujum dúka, serví-
ettur, kokkajakka og allt sem til-
heyrir eldhúsum í veitingastað-
anna. Þeir vilja vera fínir til fara,
matreiðslumennirnir okkar,“ segir
Kristinn.
Einstaklingsþjónusta en ekki
verksmiðjuþvottur
„Við þjónum einstaklingum og litl-
um fyrirtækjum. Það fer illa saman
við það sem ég kalla verksmiðju-
framleiðslu í þvotti. Til þess eru
til dæmis fyrirtæki eins og Þvotta-
hús ríkisspítalanna. Við erum að fá
jóladúkinn sem amma saumaði til
dæmis. Þar er ólíku saman að jafna,“
segir Kristinn. „Skyrtuþvottur hefur
jafnt og þétt aukist síðustu tíu árin
og við tökum inn mörg hundruð
skyrtur í viku, menn koma kannski
með 8 til 10 skyrtur í einu. Þeir sjá
það og finna að þeir geta notað
skyrtuna lengur eftir að hafa feng-
ið hana frá okkur heldur en ef þeir
þvo hana heima. Vegna þess að í
þvottinum hjá okkur eru alls konar
efni til að halda skyrtunni betur við.
Í pressuninni erum við líka með
einstaklega flotta skyrtuvél sem tók
mig fimm ár að finna – réttu vélina,“
segir Kristinn. „Menn eru því ekki
eingöngu að spara sér sporin með
því að fara með skyrturnar í þvott til
Bjargar heldur halda þær sér miklu
lengur,“ bætir hann við. n
Efnalaugin er afar vel tækjum búin Þar er með-
al annars sérstök skyrtuvél sem er að skila skyrtum
einstaklega vel pressuðum. Skyrtur krumpast síður
eftir pressunina dugir því lengur. myndir sigtryggur ari