Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 2.–4. febrúar 2016 þurfi í hausinn á garðinum en notað var í þann sem þegar er til staðar. Þá er einnig ljóst að byggja þarf þann garð upp að nýju þar sem ágengt brimið er á góðri leið með að mola hann enn frekar. Eins og staðan er nú, er best fyrir Víkurbúa að krossa fingur og vona að ekki komi til ofsaveðurs af suð- vestri. Síðasta víglínan er orðin þunn og það má lítið út af bregða svo sjór brjóti sér ekki leið inn í austasta hluta þorpsins, þar sem landið er nokkru lægra þegar kemur inn fyrir sjávarvörnina. Ásgeir er vongóður um að undirbúningur geti hafist í vor eða sumar. „Ef farið verður í fram- kvæmdir í ár verða menn einfaldlega að ganga frá fjármögnun á aukafjár- lögum.“ n Fyrir tæpum þremur mánuðum Þá leit ströndin svona út. Bein lína og gróið land var nokkuð á milli sandfjörunnar og austasta hluta þorpsins þar sem nokkur iðnfyrirtæki eru til húsa og meðal annars Vegagerðin er með aðstöðu. Mynd Þórir n. Kjartansson Brimið vann þessa lotu Sandfangarinn hefur gert gagn en brimbrjóturinn eða hausinn er nánast horfinn. Brimið hefur molað hann mélinu smærra. Mynd Þórir n. Kjartansson M aður sem grunaður er um íkveikju að Ljósalandi (Skriðulandi) í Dalabyggð hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. febrúar næst- komandi. Lögreglunni á Vesturlandi var tilkynnt laust fyrir klukkan fimm í gæmorgun um að ölvaður maður gengi berserksgang við Hótel Ljósa- land í Dalabyggð. Lögreglan fór á vettvang en hálftíma síðar var til- kynnt um að kviknað væri í hótel- byggingunni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að slökkviliðin í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi hafi verið kölluð út og var einn mað- ur handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa kveikt í byggingunni. Hann er í haldi lögreglunnar. Engir gestir voru á hótelinu þegar kviknaði í byggingunni og enginn slasaðist. n Hóteleigandi í gæsluvarðhald Grunaður um að hafa kveikt í eigin hóteli Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 GRENSÁSVEGI 12 · REYKJAVÍK · 553 3050 · WWW.RIN.IS GRENSÁSVEGI 12 · REYKJAVÍK · 553 3050 · WWW.RIN.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.