Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Vesturhrauni 5 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Bætiefni www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland BENSÍN BÆTIEFNI Fyrir allar bensínvélar með eða án hvarfakúts · Hreinsar bensíndælu, leiðslur · Kemur í veg fyrir botnfall í soggrein, túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun · Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnisskynjara. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í elds- · · Bætir útblásturinn og minnkar DÍSEL BÆTIEFNI Fyrir allar díselvélar þ.m.t. common rail og önnur olíuverk · · Bætir útblásturinn og minnkar losun út í · Kemur í veg fyrir botnfall í túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í eldsneytisgeymi. · Minnkar bank í mótor. tæringar- og ryðvörn. tæringar- og ryðvörn. SÓTAGNASÍUHREINSIR Hreinsiefni til að hreinsa kolefni og sótagnir úr sótagnasíum. · Losar um og arlægir kolefn - isagnir úr sótagnasíu. · Ekki þarf að taka kút úr við hreinsun. · Sparar peninga þar sem ekki þarf að skipta um sótagnasíu. (þetta fer eftir ástandi á sótagnasíu) · · Málm- og öskulaus formúla · Gufar upp án þess að skilja eftir sig óhreinindi fyrir allar vélar 12 Fréttir Þögn um starfslokagreiðslur staðfest n RÚV á gráu svæði segir formaður fjárlaganefndar n Fjörutíu R íkisútvarpið fór 304 daga fram úr þeim fresti sem stofnunin hafði til að svara kæru DV til úr- skurðarnefndar um upp- lýsingamál. DV fékk neitun frá RÚV um að upplýsa um sundur- liðun á starfslokagreiðslum til æðstu stjórnenda. Þessi neitun barst DV í janúar 2015. Þann 23. febrúar kærði DV þessa synjun RÚV til úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál og krafðist þess að fá starfslokasamningana í hendur. Úrskurðarnefndin veitti RÚV frest til 10. mars til að afhenda um- beðin gögn til nefndarinnar. RÚV svaraði ekki. Beiðni nefndarinnar var ítrekuð 26. maí. Aftur 15. sept- ember og á ný 4. nóvember. Svo var enn herjað á RÚV til að fá svör þann 6. janúar á þessu ári. Svar barst loks 14. janúar, eða 304 dög- um eftir að upphaflegur frestur rann út. RÚV neitaði enn og stað- festi úrskurðarnefndin að skiln- ingur RÚV á lögunum væri réttur. DV birti fréttir í janúar 2015 af mikilli hækkun sem varð á liðnum „yfirstjórn“ á árinu 2014, hjá RÚV. Í fréttinni sagði: „RÚV greiddi 60,2 milljónir króna í starfslokagreiðslur vegna þeirra breytinga sem urðu á yfirstjórn félagsins á síðasta rekstr- arári. Félagið greiddi samtals 22,4 milljónir króna vegna starfsloka Páls Magnússonar, fyrrverandi út- varpsstjóra, en RÚV telur sér ekki heimilt að veita upplýsingar um frekari sundurliðun á greiðslum til annarra fyrrverandi starfsmanna félagsins.“ Þetta er svarið sem DV fékk í janúar 2015 frá RÚV. Þar sagði enn fremur. „Þar segir að í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé sér- staklega kveðið á um rétt almenn- ings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lögin taka til. Í 4. mgr. 7. gr. segir að veita beri upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og rétturinn ekki takmarkaður við föst launakjör. RÚV hafi því látið af hendi upplýs- ingar um starfslokauppgjör fyrr- verandi útvarpsstjóra og heildar- tölu fyrir hóp annarra sem um var spurt.“ Lengra komst DV ekki með þetta mál og standa eftir starfs- lokasamningar að upphæð tæp- lega 40 milljóna króna sem ekki er vitað við hvern eða hverja voru gerðir. Úrskurðarnefndin hefur staðfest að um þessar 40 milljónir ríki þögn. Ýmsir hafa haft skoðun á þessari afgreiðslu bæði af hálfu RÚV og ÚU. Andrés Magnússon sem skrifar fjölmiðlagagnrýni í Viðskiptablaðið gerði þetta mál að Eggert Skúlason eggert@dv.is „RÚV hefur verið á harðahlaupum undan upplýsingaskyldu sinni. Okkur er beinlínis neitað um upplýsingar. Þögn Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafn- aði kröfu DV um aðgang að starfslokasamningum æðstu stjórnenda. Mynd Sigtryggur Ari Á gráu svæði Vigdís Hauksdóttir dregur í efa að starfslokasamningar hjá ríkisfyrirtækjum eigi sér stoð í lögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.