Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 25
Menning 21Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta TANITA FITUMÆLINGAVOGIR Nauðsynleg hjálpartæki eftir jól Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Tengist við iPhone með Bluetooth Erum neytendur í mannlegum samskiptum n Una Þorleifsdóttir leikstýrir umtöluðu nýju leikriti n ≈ [um það bil] fjallar um áhrif hagfræðilegrar hugsunar á mannleg samskipti skýra móralska afstöðu, eða reyna að setja fram ákveðnar pólitískar lausnir. „Ég held að það fari bara afskap- lega mikið eftir því á hverju fólk hefur áhuga. Sjálf hef ég miklu meiri áhuga á rannsókninni sjálfri, því að velta fyr- ir mér tilteknum hlutum frekar en að predika. Predikun er ofboðslega ein- hliða samskipti sem skilja ekki neitt eftir fyrir áhorfandann til að vega og meta út frá sjálfum sér. Ef ég stend á sviðinu og segi fólki hvað því á að finnast þá verður það oft neikvæð upplifun fyrir áhorfandann. Í staðinn er hægt að draga hann inn í einhverj- ar aðstæður og skilja hann svo eftir. Þá erum að við að eiga í samræðu.“ Hvert sérð þú sem hlutverk leik- hússins? „Það er svo margslungið og hver listamaður hefur ákveðna skoðun á því. Hlutverk þess er auðvitað að skemmta og það er ekkert verra hlut- verk en hvað annað, en það sem mér finnst áhuga- vert í leikhús- inu er þetta samtal við samtímann og tíðarandann. Mér finnst áhugavert að nota leikhúsið til að takast á við málefni sem okkur finnst erfið, eða málefni sem tala til mín sem manneskju og það sem mig langar að skilja betur í sjálfri mér. Leikhúsið er þá tilraun til að eiga í einhvers konar speglandi samtali við samtímann um hluti sem skipta þar máli. Hvort sem það er um ást, peninga, ofbeldi eða hvað sem er,“ segir Una. Að drekkja betlara Tilgangur verksins er er kannski ekki að veita okkur lausn frá hinum hag- fræðilega þankagangi, en það sýn- ir okkur vissulega hversu langt hann getur gengið – hvernig hinir lægst settu þurfa oft nauðugir viljugir að selja niðurlægingu sína í skiptum fyrir líf. Í umdeildasta atriði verksins er heimilislausum manni þannig drekkt í vatnsfötu fyrir pening af hressum karakter (sem gæti verið sjónvarps- þáttakynnir). Í Svíþjóð vakti það athygli þegar leikhúsgestir hrópuðu og báðu leikarana um að hætta. Haf- ið þið fengið svipuð viðbrögð hér? „Þau hafa ekki verið eins öfgafull og í Svíþjóð. En þar snerust viðbrögðin að hluta til um útlit leikaranna, þar sem heimilislausi maðurinn var mjög sænskur í útliti en hinn leit út fyrir að eiga ættir sínar að rekja til Miðaustur- landa. Það setur allt í nýtt samhengi þó að hann sé raunar bara Svíi sem heiti Andreas. Við búum kannski ekki við sama veruleika varðandi það hér, en við höfum samt fengið mjög hörð viðbrögð. Fólk hefur öskrað: „hættu þessu“ og „þú ert ógeðslegur!““ Fólk bregst kannski svona við og reynir að hafa áhrif á framvindu verksins af því að ímyndaði veggurinn milli leikara og áhorfenda hefur ítrek- að verið brotinn niður í sýningunni. „En líka vegna þess að fólki þykir vænt um heimilislausa manninn. Hann er búinn að fá það í lið með sér, hann hefur verið góður við það og fá það til að finnast hann skemmti- legur. Hlémælinum tekst að gera áhorfendur meðseka og fólk upp- lifir því skömm yfir því að gera ekki neitt. Þetta er náttúrlega fullkomlega óbærilegt, en það er markmiðið. Fólk sem veit um hvað atriðið snýst heldur kannski að það muni ekki hafa nein áhrif á það, en ég hef séð það þúsund sinnum og samt geta þeir alveg náð mér,“ segir Una. Hagfræðijöfnuhimnaríki Sviðsmyndin er alveg hvít og flísalögð, eins á dauðhreinsaðri læknastofu, eða inni í rúðustrikuðu excel-skjali, eins og persónurnar séu fastar í þéttriðnu neti markaðshugs- unar og efnahagslegs mats á öllum athöfnum. Yfir sviðinu hanga svo ne- onljósin sem sýna hagfræðiformúl- ur eins og eilíf og algild trúarhugtök samtímans. Fyrir utan þetta getur þú sagt hverju þú vildir ná fram með sviðsmyndinni? „Þegar ég las verkið fyrst hugsaði ég að sviðið yrði að vera eins konar leikvöllur. Í senunum er ekki verið að fara milli neinna staða „fýsískt“ og leikararnir eiga í mikl- um sam- skiptum við áhorfendur. Þetta eru svo stuttar senur að það var eiginlega til- gangslaust að vera með of mikið af leikmunum. Við reyndum því að búa til einhvers konar leikvöll. Svo fórum við Eva að vinna saman og enduðum með þennan strúktúr. Við hugsuðum líka um ýmis almenningsrými, eins og Mjóddina eða Ingólfstorg, sem eru með ýmsum stöplum og tröpp- um. Flísar eru svo bæði eitthvað sem gæti verið á dýru og fínu hóteli en eru líka stofnanalegt,“ segir Una. „Grunnhugmyndin var að skapa einhvers konar millibilsrými, eins og biðsal. Allar persónurnar eru að einhverju leyti á leið frá einum stað til annars. Persónurnar koma inn á sviðið og segja frá því sem gerðist og af hverju hlutirnir fóru eins og þeir fóru, kannski með það að markmiði að skilja hvað gerðist í samtali við áhorfendur. Þetta er rými breytinga – „liminal“ rými – eins og við þekkj- um úr ýmsum athöfnum, til dæm- is þegar maður gengur ógift mann- eskja inn í rými en kemur gift út. Inni í kirkjunni umbreytist þá staða þín innan þjóðfélagsins og þú gengur út sem önnur manneskja. Sú hugsun liggur svolítið að baki þessum hvíta hreinleika,“ segir Una. Um það bil er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsi Íslands. n Föst í excel-skjali Persónurnar í ≈ [um það bil] vilja ýmist komast áfram eða standa utan við kerfið en öll eru þau föst í sama reikningsdæminu. Mynd eddi@internet.is „Predikun er of- boðslega einhliða samskipti sem skilja ekki neitt eftir fyrir áhorfand- ann til að vega og meta út frá sjálfum sér. Vill eiga í samtali Una Þorleifsdóttir segist hafa áhuga á að nota leikhúsið til að skapa samtal um tíðarandann og mál- efni líðandi stundar. Mynd ÞorMAr Vignir gunnArsson Veltir fyrir sér virði leikhús- upplifunarinnar Miðaverð í leik- húsið er 4.950 krónur og Una reynir að gefa áhorfendum sem mest fyrir peninginn. Mynd ÞorMAr Vignir gunnArsson Úr listheiminum Listaverk-ið „Can I Be Here With You“ eftir Hall- grím Helga- son sem hékk á vegg í Odda í Háskóla Íslands var eyði- lagt síðastliðið föstudagskvöld. Verkið sýnir hliðarsjálf Hall- gríms, Grimm, reyna að vinga- st við aðra gesti á biðstofu flug- vallar. Skemmdarvargurinn skar verkið og hafði stóra hluta þess á brott með sér. Þetta er í fyrsta skemmdarverkið í sögu Listasafns HÍ, en það hefur ver- ið starfandi og sýnt myndir á göngum skólans í 35 ár. Í síðustu viku greindi Fréttatím- inn frá því að Helga Kress bók- mennta- fræðingur hefði leitað til Rithöfundasambands Íslands vegna notkunar á texta eftir hana í Njálu eftir Þorleif Örn Arnarson og Mikael Torfason. Langur texti Helgu um Hallgerði langbrók er lesinn óbreyttur und- ir dansatriði. Málið er til skoðun- ar hjá lögfræðingi RSÍ en Borgar- leikhúsið taldi sig hafa haft leyfi fyrir notkun á textanum. Hlustenda-verðlaun útvarps- stöðva 365 miðla fóru fram um helgina. Of Monsters and Men var atkvæðamest með tvenn verðlaun fyrir lag ársins, Crystals, auk þess sem Nanna Bryndís var valin söngkona ársins. Nýjasta plata Úlfs Úlfs, Tvær plánetur, var valin besta plata ársins. Páll Óskar Hjálmtýsson var söngvari ársins, Dimma flytjandi ársins, Glowie var valin nýliði ársins og mynd- band Freys Árnasonar og Gísla Þórs Brynjólfssonar við lagið See Hell með Agent Fresco var valið besta myndbandið. Þá var besta erlenda lagið valið, en það var Hello með Adele.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.