Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 2.–4. febrúar 2016
Nýjar vörur
Streyma iNN
Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
Sími: 571-5464
Stærðir 38-54
Rangt reikn-
ingsnúmer
Fyrir mistök birtist rangt reikn-
ingsnúmer á styrktarreikningi
fyrir hina albönsku Dega-fjöl-
skyldu í helgarblaði DV. Beðist
er velvirðingar á þeim mistökum.
Réttar upplýsingar eru:
Bankaupplýsingar: 111-05-
262415 Kennitala: 180964-5929.
Vill ekki
starfsréttindi
Lögfræðingurinn Atli Helgason
hefur dregið til baka beiðni sína
um að fá lögmannsréttindi sín á
ný. Málflutningur átti að fara fram
í máli Atla í Héraðsdómi Reykja-
víkur á mánudag, en var látinn
niður falla eftir að eftirfarandi
bókun varð lögð fram í réttar-
haldinu:
„Sóknaraðili, Atli Helgason,
telur að starfsréttindi hans sem
lögmaður sé minna virði en þær
þjáningar aðstandenda sem um-
fjöllun um málið hefur endur-
vakið. Því hefur Atli afráðið að
afturkalla, að svo stöddu, ósk sína
um niðurfellingu réttindasvipt-
ingar.“
Eins og kunnugt er var Atli
dæmdur fyrir morðið á Einari Erni
Birgissyni, árið 2000.
Atli var sviptur málflutnings-
réttindum þegar hann var dæmd-
ur fyrir morðið. Innanríkis-
ráðuneytið varð við beiðni Atla
fyrir áramót um uppreista æru.
Lögmannafélag Íslands lagðist
gegn kröfu Atla um málflutnings-
réttindi sem og ríkissaksóknari.
Tengslin við Hagvang
stöðvuðu ekki VR
n Framkvæmdastjóri VR leiðbeindi yfirmanni eiginkonunnar n „Óheppilegt“
Ó
lafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR, fékk ráðningarfyrirtækið
Hagvang til að leggja mat
á umsækjendur um sæti
stéttarfélagsins í stjórn Líf-
eyrissjóðs verzlunarmanna (LV). Eig-
inkona Stefáns Sveinbjörnssonar,
framkvæmdastjóra VR, starfar sem
forstöðumaður hjá Hagvangi en
hann sá um öll samskipti stéttar-
félagsins við ráðningarfyrirtækið.
Heimildir DV herma að kostnaður
VR vegna matsins hlaupi á milljón-
um króna og að engin skrifleg beiðni
um að Hagvangur tæki verkið að sér
hafi verið send á fyrirtækið. Stjórnar-
maður í VR segir „mjög óheppilegt“
að ráðningarfyrirtækið hafi séð um
framkvæmd þess.
„Það hafði enginn hugmynd um
tengslin fyrr en eftir á. Auðvitað er
þetta mjög óheppileg tenging en
mín reynsla er sú, miðað við pólitík-
ina sem er stunduð innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, að flest allir faglegir
ferlar í kringum svona skipanir séu
aðeins faglegir á yfirborðinu,“ segir
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnar-
maður í VR og umsækjandi um sæti
í stjórn LV.
Funduðu tvisvar
Alls sóttu 40 um sæti í stjórn LV,
næststærsta lífeyrissjóðs landsins,
fyrir hönd VR þegar stéttarfélagið
auglýsti eftir fólki síðastliðið haust.
VR tilnefnir fjóra í stjórn sjóðsins
og við fyrri stjórnarkjör LV sá stjórn
stéttarfélagsins um að velja eftir til-
lögum formanns þess. Í svari lög-
manns VR við fyrirspurn DV, sem var
upphaflega send Ólafíu rétt fyrir há-
degi í gær, mánudag, segir að Stefán
Sveinbjörnsson hafi ekki komið að
ákvörðuninni um að kaupa þjónustu
Hagvangs. Gögn sem DV hefur undir
höndum sýna aftur á móti að Stefán
sá alfarið um samskipti VR við ráðn-
ingarfyrirtækið og sendi starfsmanni
þess meðal annars upplýsingar um
hvað fælist í starfi stjórnarmanna í
lífeyrissjóðum. Fundaði Stefán tví-
vegis með starfsmanni ráðningar-
fyrirtækisins og yfirmanni eiginkonu
sinnar. Eiginkona Stefáns er Geirlaug
Jóhannsdóttir og stýrir hún skrifstofu
Hagvangs í Borgarnesi.
Hagvangur valdi á endanum sext-
án umsækjendur sem voru síðan
lagðir fyrir stjórn VR. Hún valdi í
kjölfarið tvo fulltrúa en rúmlega 100
meðlimir trúnaðarráðs VR kusu hina
tvo úr hópi þeirra 14 sem eftir voru.
„Það var áður ákveðið að ef það
kæmu inn fleiri umsækjendur en 16
væri fenginn óháður aðili til að velja
þá úr sextán manna hópi. Ég veit ekki
til þess að það sé komin fyrirspurn
um kostnað VR við þetta ferli en ég
geri fastlega ráð fyrir að það verði
gert,“ segir Ragnar.
Öllum skipt út
Enginn fjögurra fulltrúa VR í stjórn
LV náði kjöri í trúnaðarráði stéttar-
félagsins eftir að stjórn VR hafði valið
tvo aðra umsækjendur. Þeir fulltrúar
VR sem koma til með að sitja í stjórn
lífeyrissjóðsins fyrir kjörtímabilið
2016 til 2019 hafa því aldrei áður setið
í henni. DV greindi á föstudag frá lög-
fræðiáliti sem Ásta Rut Jónasdóttir,
formaður LV og fulltrúi í stjórn hans
fyrir hönd VR, lét gera en í því kemur
fram að umsækjendur sem sátu sjálf-
ir í trúnaðarráðinu hafi ekki fengið að
taka þátt í kosningunni á helmingi
fulltrúa VR. Fór hún fram á að kosn-
ingin yrði ógilt og endurtekin. Stjórn
stéttarfélagsins hafnaði því á fundi
sínum, á sunnudag, sem stóð yfir í
rúma tvo klukkutíma.
Ásta Rut, Birgir Már Guðmunds-
son og Fríður Birna Stefánsdóttir,
þrír af fjórum fulltrúum VR, fengu
því ekki að greiða atkvæði í kosningu
trúnaðarráðsins sem fór fram þriðju-
dagskvöldið fyrir viku. Einungis
munaði einu atkvæði á Ástu og Auði
Árnadóttur, sem náði kjöri í aðal-
stjórn LV. Áréttaði Ásta í yfirlýsingu
fyrir helgi að ekki væri hægt að taka
kosningarétt af fólki nema með skýr-
um lagaheimildum. Fjórði fulltrúinn
sem hættir í stjórn LV á næstu
dögum, Páll Örn Líndal, komst ekki
í gegnum hæfnismat Hagvangs þrátt
fyrir að Fjármálaeftirlitið (FME)
hefði áður metið hann hæfan til
stjórnarsetu.
„Ég er að byrja áttunda ár mitt í
stjórn VR og maður er búinn að sjá
ýmislegt og hrossakaupin í kringum
stjórnarsetu í lífeyrissjóðinum hafa
verið alveg ótrúleg, vægast sagt. Það
er svolítið merkilegt þetta upphlaup
þessara stjórnarmanna sem koma
fram núna og urðu undir í atkvæða-
greiðslu sem var í sjálfu sér mun lýð-
ræðislegri en hún hefur nokkurn
tímann verið. Þó að pólitíkin sé
alltaf jafn sterk í skipun þessara sæta
þá er grátbroslegt að sjá þetta fólk
vera með upphlaup núna miðað við
hvað það hefur á samviskunni. Þetta
er það skásta sem ég hef séð hjá VR
varðandi val hjá stjórnarmönnum,“
segir Ragnar. n
Mikil uppstokkun
Fjórir fulltrúar eru tilnefndir í stjórn LV
af samtökum atvinnurekenda. Úlfar
Steindórsson, forstjóri og eigandi Toyota
á Íslandi, mun koma nýr inn stjórn Lífeyr-
issjóðs verzlunarmanna fyrir kjörtímabilið
2016 til 2019. Auk Úlfars þá er Guðný
Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri
einstaklingssviðs N1, tilnefnd af Félagi
atvinnurekenda og Benedikt K. Kristjáns-
son, sölu- og þjónustufulltrúi, tilnefndur
af Kaupmannasamtökum Íslands, sam-
kvæmt heimildum DV. Áður hefur verið
greint frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir,
formaður Samtaka iðnaðarins (SI), muni
taka sæti í stjórn lífeyrissjóðs sem fulltrúi
þeirra í stað Helga Magnússonar. Benedikt
er sá eini sem hefur áður setið í stjórn LV.
Mikil uppstokkun verður því á stjórn
sjóðsins fyrir næsta þriggja ára kjörtímabil
en fyrir liggur að enginn af fulltrúum VR,
sem eru einnig fjórir talsins, hafa áður átt
sæti í stjórn LV. Fulltrúar VR í stjórninni,
eins og sagt var frá í DV í síðustu viku,
verða þau Auður Árnadóttir, fjármálastjóri
hjá Hörpu, Ólafur Reimar Gunnarsson,
stjórnarmaður í VR, Magnús Ragnar
Guðmundsson, sem starfar hjá Össuri, og
Ína Björk Hannesdóttir, rekstrarstjóri hjá
ReMake.
Framkvæmdastjóri VR Stefán Svein-
björnsson vísaði eins og Ólafía á lögmann
VR þegar DV náði tali af honum. Mynd VR
Stjórnarmaður VR Ragnar Þór Ingólfsson
segir óheppilegt að VR hafi leitað til Hag-
vangs. Hann sótti sjálfur um sæti í stjórn LV.
Formaðurinn Ólafía B. Rafnsdóttir vildi
ekki veita DV viðtal þegar eftir því var leitað.
VR er stærsta stéttarfélag landsins með um
30.000 félagsmenn. Mynd SigtRygguR ARi
Haraldur guðmundsson
Hörður Ægisson
haraldur@dv.is/ hordur@dv.is