Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 22
18 Lífsstíll Vikublað 2.–4. febrúar 2016
Gerðu streituna að
bandamanni þínum
n Stress þarf ekki að vera neikvætt n Breyttu hugsunarhættinum n Nándin er mikilvæg
F
lestir líta á streitu sem óvin
sinn, og er það ekki að
ástæðulausu. Þegar einstak-
lingur er stressaður þá losn-
ar um efnið kortisól í heilan-
um. Það hefur yfirleitt slæm áhrif
á minnið og getuna til að læra nýja
hluti. Getan til að hugsa skýrt og
framkvæma minnkar einnig. Rann-
sóknir hafa jafnvel sýnt fram á að
heilinn dragist saman þegar streitan
er mikil.
En þótt ótrúlegt megi virðast þá
er hægt að gera streituna að banda-
manni sínum með réttum hugsunar-
hætti, eða það vill sálfræðingurinn
Kelly McGonigal að minnsta kosti
meina. „Auðvitað getur mikil og
langvarandi streita valdið þunglyndi
og líkamlegum einkennum hjá ein-
hverjum, en sú reynsla getur gert fólk
sterkara, samúðarfyllra og sveigjan-
legra þegar til lengri tíma er litið,“
segir McGonigal.
Í Ted-fyrirlestri sínum „Hvernig
á að gera streituna að bandamanni
sínum“ vísar hún í rannsókn sem 30
þúsund fullorðnir einstaklingar tóku
þátt í á átta ára tímabili. Niðurstaða
rannsóknarinnar bendir til þess að
stress hafi aðeins slæm heilsufarsleg
áhrif á fólk ef það trúir því sjálft. Þátt-
takendur í rannsókninni sem upp-
lifðu mikið stress en töldu það ekki
hafa neitt sérstaklega neikvæð áhrif
á heilsuna virtust nefnilega síður fá
neikvæð líkamleg einkenni. Það að
breyta hugsunarhættinum gagn-
vart streitunni getur því verið lykil-
atriði varðandi hvaða áhrif hún hef-
ur á líkamann. Hér eru nokkrar leiðir
sem miða að því að gera streituna að
bandamanni frekar en óvini.
Undirbúningur fyrir orrustu
Þegar maður verður stressaður
bregst líkaminn meðal annars við
á þann veg að hjartslátturinn verð-
ur hraðari, andardrátturinn stuttur
og svitamyndun eykst. Vísinda-
menn við Rochester University létu
nemendur sem þjáðust af félags-
fælni halda fyrirlestur fyrir framan
dómara. Þeir sögðu öðrum hópnum
að hugsa streituna sem undirbúning
fyrir orrustu á meðan hinn hópurinn
fékk engin slík tilmæli.
Í ljós kom að þeir sem hugs-
uðu um orrustuna og að með fyrir-
lestrinum væru þeir aðeins að heyja
stutta baráttu gekk miklu betur með
fyrirlesturinn en hinum. „Niðurstaða
okkar er sú að reynslan af skyndi-
legri streitu mótast af því hvernig
við bregðumst við líkamlegum
einkennum,“ segir Jeremy
Jamieson, prófessor
og höfundur rann-
sóknarinnar. Það er
því mikilvægt að
vera vakandi fyrir
líkamlegu ein-
kennunum þegar
streitan gerir vart
við sig og líta á
þau sem nauðsyn-
legan undirbúning
fyrir eitthvað sem varir
í skamman tíma.
Innihaldsríkt líf
Þegar vísindamenn spurðu fólk
hvort því þætti líf sitt hafa tilgang
kom í ljós að þeir sem töldu sig
hafa hvað mestan tilgang upplifðu
jafnframt mikla streitu. McGonigal
kallar þetta stress-andstæðuna, en
svo virðist sem sömu aðstæður og
orsaka mikla streitu, láti fólki einnig
líða eins og það sé mikilvægt og að
líf þeirra hafi ríkan tilgang. Það er
því um að gera að líta á streituna
sem mælikvarða á hve vel gengur í
lífinu. Að það sé þáttur í því að ná
markmiðum. Hættum að hugsa um
hvað lífið sé uppfullt af streitu og
hugsum frekar um hve innihalds-
ríkt það er.
Streitumótefni
Geimfarar, læknar og afburða-
íþróttamenn skilgreina hæfileika
sína og getu við mjög streituvaldandi
aðstæður. Við slíkar aðstæður er
heilinn í raun að endurforrita sig og
læra af erfiðri og nýrri reynslu. Hvort
vel eða illa gengur að ráða fram
um verkefnum við slíkar aðstæður
byggist á því hvernig fólk ræður við
streituna meðan hún varir.
„Streitumótefnameðferð“ er
notuð til að byggja upp sálfræði-
legan sveigjanleika með því að
kenna fólki að líta á streitu-
valdandi aðstæður sem
tækifæri til að leysa
úr verkefnum. Gott
er að sjá streituna
sem tækifæri til
að læra, vaxa og
byggja upp and-
legan sveigjan-
leika.
Byggðu upp
sambönd
Flestir hafa eflaust
heyrt minnst á oxýtósín,
eða ástarhormónið svokall-
aða, sem losnar úr læðingi við kyn-
líf og nána líkamlega snertingu. En
færri vita líklega að oxýtósín er í raun
stresshormón sem heiladingullinn
losar um sem viðbrögð við stressi.
Þegar erfiðleikar steðja að í lífinu
þá sækist fólk yfirleitt eftir stuðningi
og nánd. Fólk vill deila tilfinningum
sínum. Við slíkar aðstæður losnar
um oxýtósín sem hjálpar líkamanum
að slaka á. McGonigal segir í fyrir-
lestri sínum að þegar fólk leitar til
annarra undir miklu álagi og streitu,
þá jafni það sig fyrr en ella. Við-
brögðin við streitunni verða heil-
brigðari. Mannleg snerting er í raun
lykillinn að því að byggja upp óþol
gagnvart streitu. n
Stress veldur vanlíðan
Það er eðlilegt að fólki líði
illa við langvarandi streitu-
valdandi aðstæður. Það er
þó hægt að snúa streitunni
sér í hag með réttu hugarfari.
Sími 568-5556 www.skeifan.is
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eysteinn@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölumaður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Föst
söluÞÓKNuN
Sími 568-
5556 www
.skeifan.is
1% + vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá