Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, Opið virka daga kl. 10–18 Innrammarinn.is PANTAÐU Á NETINU Project1_Lay out 1 24/11/ 2011 12:58 Page 1 Gæðavottuð innrömmun á góðu verði Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Sérsmíðaðir rammar Innrammarinn býður upp á alla almenna innrömmunarþjónustu. Boðið er upp á sérsmíðaða ramma úr tré eða áli. Góður rammi eykur fegurð listaverka rétt eins og gull og silfur auðga fegurð eðalsteina í skartgripum. Tilbúnir rammar eru hagkvæmur kostur til að ramma inn málverk, ljósmyndir, pastelmyndir og vatnslitamyndir. Innrammarinn ehf fylgir gæðastöðlum sem “The Fine Art Trade Guild” í Bretlandi gefur út. Starfsmenn Innram- marans hafa staðist gæðapróf Fine Art Trade Guild (GCF). Fréttir 13 Þögn um starfslokagreiðslur staðfest milljónir óútskýrðar n Má afnema lögin segir fjölmiðlarýnir umfjöllunarefni í Facebook-hópn- um Fjölmiðlanördar um helgina. Hann skrifaði: „Þetta er furðuleg niðurstaða hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem ég fæ ekki betur séð en að gangi þvert gegn skýrum ákvæðum laganna, anda þeirra og tilgangi.“ Þá velti Andrés fyrir sér stöðu upplýsingalaganna í ljósi þessar- ar niðurstöðu. „Annars má alveg eins afnema upplýsingalögin ef úrskurðarnefndin úrskurðar bara í takt við þægindi ríkisstofnana og stjórnenda þeirra.“ Þessi úrskurður kom til umræðu í þættinum Eyjan á Stöð 2, þar sem viðmælendur Björns Inga Hrafns- sonar voru þau Helgi Hrafn pírati og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Það er að mínu mati á mörkunum að vera löglegt að ríkið sé að gera slíka samninga. Þetta segir okkur hversu sofandi umboðsmaður Alþingis og ríkis- endurskoðun eru. Ég tel að það sé á mjög gráu svæði að gera slíka samninga þegar um er að ræða ríkisfyrirtæki,“ sagði Vigdís. Hún kannaðist greinilega við að erfitt væri að fá upplýsingar frá Ríkisút- varpinu. „RÚV hefur verið á harða- hlaupum undan upplýsingaskyldu sinni. Okkur er beinlínis neitað um upplýsingar.“ Helgi Hrafn tók í sama streng og sagði það fráleitt að þingnefnd ætti í vandræðum með að fá upplýsingar frá fyrirtæki í eigu ríkisins. n Hissa Andrés Magnússon á erfitt með að fá botn í þennan úrskúrð og telur að upplýsingalögin megi allt eins afnema.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.