Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 24
20 Menning Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is M.BENZ C 180 CDI 07/2014, ekinn 39 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 5.490.000 kr. Raðnr.254586 BMW 520D XDRIVE M-PACK F10 04/2015, ekinn 5 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 8.750.000 kr. Raðnr.254416 AUDI A6 2.0 TDI S-LINE 08/2014, ekinn 16 Þ.km, disel, sjálfskiptur, gríðarlega vel búinn! Verð: 7.980.000 kr. Raðnr.254356 M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE 11/2014, ekinn 28 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð: 6.990.000 kr. Raðnr.254418 AUDI A6 2.0 TDI 05/2012, ekinn 50 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 6.290.000 kr. Raðnr.254089 Nýjar bækur Skelfilegir atburðir Dauðaslóðin er danskur krimmi eftir Söru Blædel. Drengur verður vitni að skelfilegum atburðum og felur sig í skóginum rétt hjá æsku­ slóðum Louise Rick sem er yfir­ maður mannshvarfadeildarinnar hjá lögreglunni. Bókin er í efsta sæti á metsölulista Eymundsson. Heitasta ósk Breka Bókin hans Breka er barna­ bók eftir Hrefnu Braga­ dóttur en hún er teikni­ mynda­ hönnuð­ ur og myndskreytir. Þetta er fyrsta bók hennar og kemur út samtímis í Bretlandi og á Íslandi. Breki hef­ ur yndi af bókum og heitasta ósk hans er að verða sögupersóna í einni slíkri. Gildran í kilju Glæpasaga Lilju Sigurðar­ dóttur, Gildran, er komin út í kilju. Sonja leiðist út í eiturlyfja smygl í von um að geta búið syni sínum gott heimili. En svo vekur Sonja athygli Braga tollvarðar. Erum neytendur í mannlegum samskiptum n Una Þorleifsdóttir leikstýrir umtöluðu nýju leikriti n ≈ [um það bil] fjallar um áhrif hagfræðilegrar hugsunar á mannleg samskipti Í janúar var leikritið ≈ [um það bil] frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Verkið fæst við það hvernig hugmyndin um peninga stýrir lífi fólks og hvernig hagfræðilegur þanka­ gangur gegnsýrir tilveru okkar í sam­ tímanum. Leikstjórinn Una Þorleifs­ dóttir segist vilja eiga í samtali við samtímann í gegnum leikhúsið án þess þó að predika. DV hitti Unu og spjallaði um leikstjórn, pólitískt leik­ hús og rökvísi markaðarins. Hagfræðilegur þankagangur Una Þorleifsdóttir er 36 ára. Hún er menntuð í leikhúsfræðum og leik­ stjórn frá Goldsmiths University og Royal Holloway í London. Una er ein af þeim sem tóku þátt í að koma á fót sérstakri sviðshöfundabraut (áður Fræði og Framkvæmd) við Lista­ háskóla Íslands fyrir áratug, en í dag er hún fagstjóri brautarinnar. Hún hefur áður leikstýrt Konunni við 1000° og Harmsögu, en nýjasta verk­ efni hennar er leikritið ≈ [um það bil] sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu – og það ætlum við að ræða. „Um það bil er nýtt samtímaverk eftir Jonas Hassan Khemiri sem var frumsýnt í Svíþjóð í október 2014. Það fjallar í grunninn um tvo hluti, annars vegar um tilhneigingu okkar til að skilgreina allt út frá hagfræði og efnislegum hlutum,“ segir Una og fær sér sopa úr tebollanum þar sem við sitjum innan um hóp ferðamanna á hosteli í Reykjavík. „Við tölum til dæmis oft um „virði“ vináttunnar, „virði“ tímans og um hvernig maður þurfi að fjár­ festa í sambandinu sínu. Verkið er samsett úr fjórum eða fimm sögum og þetta er viðfangsefni hverr­ ar sögu fyrir sig, það hvernig fólk tekur ákvarðanir og hvernig þessar hugmyndir hafa áhrif á líf fólks og ákvarðanir. Þá kviknar spurningin hvers „virði“ er hamingjan og hvað þýðir það að vera hamingjusamur í þessum heimi?“ segir hún. „En hins vegar fjallar verkið um leikhúsið, um það hvers virði upp­ lifunin í leikhúsinu er: hvers virði er upplifun áhorfandans og til hvers ætl­ ast hann af okkur listamönnunum? Hvað hann vill fá út úr sýningunni til að fjárfestingin sem fólst í miðakaup­ unum virki? Höfundurinn leikur sér með þetta með því að láta verkið um­ breytast eftir hlé, þá verður það miklu alvarlegra og þyngra. Það er gert til að áhorfendur fái bæði gamanleik og drama, og svo eru búin til alls konar skemmtiatriði inni á milli til að auka virði upplifunarinnar fyrir áhorfand­ ann,“ segir Una. Hamingjan býr í hlutunum Una segir þankagang sem fylgi rök­ vísi markaðarins vera alltumlykjandi í samtímanum, í leikhúsinu jafnt sem á öðrum sviðum tilverunnar. „Það er oft eins og það sé bara til eitt virði og það sé peningalegt virði. Ég held að ómeðvitað séum við alltaf að skilgreina hvert sé virði tiltekinna upplifana fyrir okkur – hverju fórn­ uðum við fyrir þær og hvað erum við að fá til baka. Við upplifum okk­ ur því alltaf sem neytendur, ekki bara þegar við kaupum í matinn held­ ur líka í mannlegum samskiptum. Við spyrjum ósjálfrátt um „Minim­ um acceptable rate of return“? Við spyrjum um þetta í tengslum við sambönd, fjölskyldu, vináttu, tímann, listina, menninguna. Ég held að það sé ofboðslega erfitt að komast út úr þessu,“ segir Una og segir hún þetta enn fremur móta tilfinningalíf okkar. „Hamingjan fer að felast í sam­ bandi við hlutina: að geta leyft sér að fara í leikhús, að geta keypt lífrænt eða að eiga fínt ilmvatn. Hamingjan er þá ekki skilgreind út frá einhverri tilfinningalegri upplifun heldur út frá hugmyndinni um okkur sjálf sem neytendur,“ segir hún. Ekki predikandi boðskapur Verkið skilur mann svolítið eftir í lausu lofti og ég á erfitt með að gera mér grein fyrir afstöðu verksins. Er einfaldlega verið að benda á stað- reynd um samfélag okkar í dag eða er verið að gagnrýna þessa tilhneig- ingu okkar til að hugsa viðskiptalega um allt? „Það er ákveðin gagnrýni í sýn­ ingunni, þó að þar sé ekki skýr boð­ skapur. Það er kannski hægt að lesa ákveðinn móralskan boðskap úr endinum og nokkrum setningum í verkinu. En Khemiri er líka svo kald­ hæðinn og strúktúrinn á verkinu þannig að það liggur fyrst og fremst hjá áhorfandanum hvernig hann skil­ ur sýninguna. Það er það sem mér finnst áhugavert við þetta. Ég hef ekki mikinn áhuga á predikandi boðskap,“ segir Una. „Í þessu verki er verið að setja fram aðstæður, sem eru kannski hjá­ kátlegar, með ótrúlega venjulegu fólki sem er ekkert sérstaklega merkilegt í sjálfu sér. En þegar við sjáum þenn­ an stóra heim, eða boga sögunnar, sjáum við eitthvað sem þau sjá ekki. Og þegar sögurnar spila saman getur það vakið okkur til umhugsunar, þó að hver og ein saga hafi kannski ekki ákveðinn móralskan boðskap. Þetta liggur meira í lestri áhorfandans á sýningunni. Þú getur alveg komið í leikhús og einfaldlega haft gaman af og pælt ekkert meira í því.“ Ég velti því fyrir mér hvort það sé ákveðin feimni meðal listamanna í samtímanum við að taka einhverja Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þetta er náttúrlega full- komlega óbærilegt, en það er markmiðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.